Amma mín.

Hún amma mín besta kona í heimi lést í febrúar árið 2000. Ég sakna hennar mikið og finnst oft sárt að hún hafi t.d. ekki lifað að sjá dóttur mína. Amma var konan sem ég leitaði til þegar mér leið illa hún skyldi mig alltaf svo vel. Sérstaklega þá á ungingsárunum og þeim átökum sem þeim fylgdi. Alltaf svo skilningsrík, blíð og góð, aldrei með neitt vesen. Þolinmóð var hún líka með eindæmum og hvatti mig áfram í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Amma var þannig gerð að maður hélt að hún myndi lifa að eilífu. Alltaf hress, kát og með eindæmum jákvæð. Jafnvel síðustu vikurnar gerði maður sér aldrei grein fyrir því að hún væri að fara, hún ætlaði að sigrast á veikindum sínum. En að lokum sigraði krabbameinið hana

Ég trúi því að hún amma mín fylgist með mér frá betri stað. Í dag hefði hún amma orðið 90 ára, ég held upp á afmælið með því að fara minningaferð í huganum og kveiki á kertum í tilefni dagsins.

d. -með tárin í augunum

P.s. mér er það sérstaklega minnistætt að ég skrifaði minningargrein í Morgunblaðið þegar hún lést, þá var ég í Kennó og ein skólasystir mín sá myndina af henni ömmu í blaðinu og sagði: Ég sá ömmu þína í Morgunblaðinu, þið eruð mjög líkar". Ég var svo ánægð því ekki er leiðum að líkjast falleg jafnt að innan sem utan.

 


Búin í prófum:)

Loksins loksins er ég búin í prófum!!! Jibbí jei jei:D Nú mega jólin bara fara að koma alveg fljótlega bráðum...

 

d.

 

 


Búin í heimaprófi!

Var í 4 tíma heimaprófi í morgun. Held að ég hafi sjaldan verið jafn stressuð á ævinni, spenntist öll upp í líkamanum og núna er ég bara föst svoleiðis! Hrikalegt... en  mikið hrikalega er ég ánægð að vera búin:) Það þýðir að núna er ég búin með 3 próf og á eftir 2:) Hversu ánægjulegt er það...

 

Prófa-d.

 


Dans í tilefni dagsins!!

Í dag er vika í próflok.. held að það sé ekki úr vegi að stíga dansinn;)

 

http://www.elfyourself.com/?userid=e3aa1ad3798025dce4e6093G06121408

 

mússí múss

d.


Próf og Katrín Ýr

Takk stelpur mínar Dagný og Tinna fyrir stuðninginn:) Fór í fyrsta alvöru prófið í morgun. Það var aðferðafræðipróf. Alltaf erfitt að fara í próf í nýjum skóla og bíðiði bara prófið þurfti allt að vera handskrifað! og enginn hefur skrifað staf í vetur það eru allir með tölvur. Ég skrifaði 12 síður og ekkert smá hrafnaspark í lokinn. Greyið Þórður sem kennir eigindlegar:p Ein af okkur fimm sem lærum saman er svo "heppin" að vera ein heima, maðurinn hennar skellti sér bara til útlanda með börnin til að gefa henni svigrúm til að læra, ekkert smá sætur;) Við hinar sem erum með familíur heima fórum bara í fóstur til hennar um helgina (varð að stela þessu jóna:p) Takk fyrir mig Sif.

En allavega ekkert markvert svo sem.. Segi kannski bara sögur af dótlu, ekkert gaman að gerast hjá mér..

 Katrín Ýr er mjööög upptekin af jólum, jólasveinum, jólakúlum, jólatrjám, jólakertum... og fleiru allt skal vera jóla jóla.. Þegar við spurðum hana hvað hún vildi borða um daginn svaraði hún að bragði:"jólapizzu." Í fyrrinótt vaknaði hún svo upp um miðja nótt og kallaði undurblítt með svefndrukkinni röddu: maaaamma, (lærra) mamma, jólasveinninn kominn?" Skil ekki hvar hún fær þessar flugur.. Æðislegt að upplifa töfra jólanna í gegnum hana:)

 líf og fjör

Dögg- überþreytta!!

High: Bjórinn og steikarsamlokan

Low: vá er vansvefta

 


Próf próf og aftur próf..

....en samt er ég í þvílíku jólaskapi:) kannski fylgir það því að vera í prófum mig langar mikið meira ða vera að baka, þrífa og hlusta á jólalög heldur en að lesa. En þetta líður allt og á morgun skila ég heimaprófi sem er fyrsta próf af fimm....

 

gleði alla daga..

d.


Berfættur í stígvélum

Hér á eftir er jólatexti sem Erling minn samdi við My Love með Westlife... Hann og tveir aðrir í vinnunni tóku þetta svo upp og útkomuna heyrið þið með því að smella hér;) 

Berfættur í stígvélum
Í desember,
á jólanótt,
mér hugsað er til þín.
Ligg hér einn
og maula jólakökur.
Mér fannst á þér,
Þér væri’ ei rótt
Er fór ég heim til mín.
Heldur seinn
En vertu ekki döpur.
Oh Nei.
Við hittumst fljótt
Og endurfundi eigum
Næðisstund sem njótum þú og ég…

 

Chorus
Myndi arka yfir snjó
Illa klæddur fram með sjó
Yfir læk og stein,
Þú verður aldrei ein - ef ég
Næ að halda hitanum
Berfættur í stígvélum
Bylur byrgir sýn
en hjartað beinir leið – til þín.

Svo ljúf og blíð
Um alla tíð
Þú verið hefur mér
Jafnvel þó
Ég hafi stundum gleymt þér.

Oh no.
Í jólaös
Við hefjum glös
Á loft og fögnum því
Sem betur fór
En horfðist á í fyrstu
Oh yeah
Eitt árið enn
Um garðinn burt er gengið
Það næsta gjarnan eiga vil með þér

Chorus

Sú minning er mér góð
Er lausamjöll ég tróð
Frostið nísti mig
Ég varð að hitta þig

Tunglið lýsti leiðina til þín

Chorus

Mynd… Myndi arka yfir snjó […]

Trúi og treysti því,
Við hittumst senn á ný.

Yfir læk og stein,
Þú verður aldrei ein.

Næ að halda hitanum
Berfættur í stígvélum
Bylur byrgir sýn
en hjartað beinir leið – til þín.


útgáfutónleikar, rockstar og leitin að jólunum!

Jæja... kominn þriðjudagur. Helgin var frábær, það var mikið að gera en allt skemmtilegtWizard Hún byrjaði að frekar snemma í útgáfupartýinu hjá Selmu og Hönsu. Það var ekkert smá gaman nóg af rauðu og hvítu, yndisleg tónlist og skemmtilegt fólk. Ég mæli með þessum disk í jólagjöf fyrir allar konur, sérstaklega ömmur og mömmur. Ætla að gefa ömmu minni hann! Rockstar-tónleikarnir voru lika frábærir, Dilana, Toby og Magni voru langbest! Storm var meira eins og e-r dragdrottning á sviðinu. Mér fannst að vísu hallærislegt að Magni var alltaf að segja að þau væru ekkert búin að æfa sig. Hefðu bara farið í partý kvöldið áður. Finnst það óvirðing við tónleikagesti. Það sem var ábótavant voru skiptingarnar á milli atriða. Þetta rann ekki saman í eina heild heldur komu þau og sungu eitt og eitt lag og svo datt allt niður á milli. Það var frekar glatað og þeirra höfuðverkur að þurfa alltaf að ná mannskapnum upp aftur. Katrín Ýr fór í næturpössun og það var enginn skóli daginn eftir. Þannig að ég gat aðeins byrjað á ritlingi sem ég skilaði svo á sunnudag.

Á sunnudaginn fórum við Erling og Katrín Ýr á Leitina að jólunum í Þjóðleikhúsinu. Mæli með því fyrir börn á öllum aldri, passiði ykkur á Grýlu;) Birna og co ætluðu með okkur en hún lagðist í rúmið bara fárveik kjellan....

 vá langar í Asíusúpu... nammi namm:D

 

d.

 

P.s. Ýr hvenær notar maður og hvenær af, veit aldrei hvort á að vera, það er alveg óþolandi sko..


Gleði gleði gleði....

 
Trúið þið því að ég sé búin að skila 10 verkefnum síðan 2. okt. Samt á ég enn eftir 2 og svo eru það prófin! Ég get bara ekki beðið eftir 21. desember en þá er ég loksins búin í skólanum og komin í jóalfrí!!! Get ekki beðið:D
Annars fyrir utan þetta eru bara skemmtilegheit framundan. Fer með krakkana mína hjá SKB í bíó og út að borða í kvöld. Á morgun ætla ég svo að bregða undir mig betri fætinum og fara með Birnu minni í útgáfupartý hjá Selmu og Hönsu... Eftir partýið þá förum við Erling á Rockstar!!!!
Líf og fjör...
d.

Hellú....

 
Jæja ætla að blogga svolítið. Held að allir séu bara hættir að koma á síðuna mína vegna þess hve illa ég stend mig. Það er bara líkt og ég sagði í síðustu færslu allt vitlaust að gera í skólanum og ég er ekki að sjá fyrir endann á því fyrr en 21. desember. Vá hvað það verður gaman þann dagJ En þangað til er bara að vera á tánum, þýðir víst ekki alveg. Er samt að fara á jólahlaðborð í kvöld í vinnunni hans Erlings, alltaf gaman á jólahlaðborði. Get að vísu ekki ákveðið í hverju ég eigi að fara, finnst ég ekki eiga neitt:p bæti kannski úr því í dag;)
Góða helgi og líf og fjör
d.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband