Gott er að borða gulrótina, grófa brauðið, steinseljuna....

Já það er ekkert annað en grænmetissúpan kraumar í pottinum nammi nammi... fyrir áhugasama er uppskriftin á gömlu vefsíðunni minni: http://lady-dee.blogspot.com/2004_10_01_archive.html þar sem hún heitir verkfallssúpa og klikkar ekki. Prófiði og segið mér hvað ykkur finnst:)

d.

 


Hvaða kaffi ertu?

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Espresso!
30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

ps það væri gaman að þið mynduð póst inn hvað stóð með kaffi já eða te-tegundinni:) þetta stóð hjá mér:

Espresso!

Þú ert með eindæmum sjálfsöruggur einstaklingur. Þú ert vandvirkur og samviskusamur en lætur það þó stundum eftir þér að fresta verkefnum til morguns. Þú ert á sífelldri hraðferð án þess þó að það hái þér á nokkurn hátt.

Þú ert 30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.


lítið um blogg..

Hér er ég:) vildi bara láta vita... ástæðan fyrir bloggleysi er mjög einföld, hún heitir LOKAVERKEFNI! En í ljós kom að ég þarf að skila verkefninu mikið mikið fyrr en ég hélt en hvað er einn mánuður á milli vina ahahahaha... En ég er núna í einangrun við skrif.. Hér er unnið 10 tíma á dag og ef og bara EF vel gengur þá er horft á Greys... svona í lok dagsins;) En vá ég geri það sama á einum degi og heilli viku! án gríns...

Fréttir:

  • við Sigrún Erna hlupum/röltum 10 km í RM á laugardag
  • Sigrún var svo slæm í harðsperrum að hún þurfti verkjatöflur híhí...
  • Katrín Ýr hljóp í Latabæjarmaraþoninu  og svaf með medalíuna
  • ég verð stundakennari í HÍ í vetur
  • ætla að HLAUPA 10 km í brúarhlaupinu á Selfossi 1. sept
  • við Sigrún Erna erum búnar að skrá okkur í Boot-Camp
  • Anna systir ætlar líka í Boot-Camp allt að gerast
  • Sigrún á afmæli í dag
  • Dagný og Birkir fara til USA á föstudag
  • ég er orðin mjög berdreymin dreymi konur þungaðar nóttina sem það gerist ... svo passiði ykkur stelpur að rata ekki í mína drauma... híhí...
  • ég er næstum jafn þung og daginn sem ég fór á fæðingardeildina hvað á að gera í því??

P.s. Dóttir mín 2ja ára segist eiga tvo kærasta Gunnar 8 ára og Baldvin 4 ára á ég að hafa áhyggjur? 

d...


...

Mikið rosalega er erfitt að koma sér í gang í þessu blessaða mastersverkefni. Ég vann í svona 3 tíma í gær, þreyttist fljótt og var ekki að nenna þessu. Er að reyna að mana mig upp í að byrja aftur núna en þetta er bara erfitt... Ég hlakka ekkert smá til þegar skólastelpurnar mínar mæta aftur í Odda það er svo mikið betra að vera saman í þessu og hafa stuðning af hver annarri.

Hvað á annars að gera um helgina góða fólk?

d. 

 


Portúgal, SKB-hátíð og ritgerð..

Jæja þá erum við loksins komin frá Portúgal mættum aftur á Klakann aðfaranótt miðvikudags. Dvölin þar var í alla staði yndisleg þó svo að yngsti meðlimurinn hafi fengið hlaupabólu fyrstu vikuna. Það kom þó bara að góðu þar sem við framlengdum dvölina um viku:) Um helgina fórum við svo á Sumarhátíð SKB það var ekkert smá skemmtilegt og veðrið bara fínt. Þar kom í ljós að dóttir mín er að verða feimin og hrædd við hitt og þetta. Skoppa og Skrítla komu að skemmt á föstudagskvöldinu og kölluðu börn upp á svið að syngja með sér mín dama vildi nú ólm fara en hélt sér til hliðar feimin á svip og söng ekki með einu einasta lagi. Í lokin buðu þær börnunum að fá myndir með sér og enn stóð mín til hliðar þar til Hrefna (Skrítla) sótti hana til þess að hún fengi mynd eins og hin börnin. Á laugardeginu var svo útsýnisflug og ég get ekki sagt að ég með mína flughræðslu hafi verið spennt en eftir nokkra umhugsun dreif ég mig með dóttlunni og Erling. Skottan var mjög spennt en um leið og vélin fór í loftið tóku tárin að streyma, mér tókst þó að hugga hana en það sem eftir var flugsins horfði hún niður í gólf þar til við lentum og sagði þá hátt og snjallt með skrítnum örvætningartón í röddu "mamma það var rooosalega gaman hehehe", ég spurði hana þá hvort hún vildi ekki drífa sig aftur en hún svaraði að bragði með sama tóni "Nei nei ég er búin í flugvélinni" og þar við sat. Í gær var svo boðið upp á hesta fyrir krakkana hún var enn á ný mjög spennt og settist á hestinn. Pabbi hélt í tauminn á meðan ég hélt við hana. Viti menn um leið og hesturinn átti að fara að stað varð mín kona viti sínu fjær af hræðslu.

En nú er best að vakna úr þessu sælulífi og rífa sig upp á rassgatinu og fara að skrifa ritgerð.. Er alveg komin með kvíðahnút í magann hef bara rétt tvo mánuði núna. Púffi púff....

d.


Bara stutt innlit:)

Sit hér á Asíu og fæ mér súpuna góðu sem ég hef ekki borðað svo vikum skipti! Nammi namm hún var góð í þetta sinn, og það besta er að veðrið er svo gott að hér er enginn nennir enginn að hanga inni þannig ég hef bara staðinn fyrir mig, tölvuna og latte-bollann.

Annars er það að frétta af hreyfingu og mataræði að við Sigrún (og Erling) stöndum okkur eins og hetjur! Fylgjum gjörsamlega prógrammi sem undirrituð fann á netinu. Það virkar þannig að við hlaupum 3 í viku, tökum cross-training 2 í viku, gerum æfingar og teygjur einu sinni viku og einn dag tökum við alveg hvíld. Þetta er bara alveg yfirstíganlegt og gengur mjög vel. Þó svo að kílóin séu ekki enn farin að detta af þá bíð ég þolinmóðust allra, stend mig í mataræðinu og svindla ALDREI!!!

Yfir og út

d.


Heimur versnandi fer...

Sit hér á ónefndu kaffihúsi og bíð eftir að taka 7. viðtalið í mastersverkefni mínu. Á borðinu við hliðina á mér sitja stelpur ekki eldri en 17 ára og ræða um eiturlyf eins og ekkert sé sjálfsagðara, ég veit ekki af hverju þær eru ekki í vinnunni en það hefði maður sjálfsagt verið sjálfur á þessum aldri á þessum tíma. Ja þær gætu svo sem verið að vinna vaktavinnu en það sem vakti undrum mína er hvað þær voru hlaðnar merkjavöru. Báðar með Guess töskur í guess bolum, diesel gallabuxum og kavasaki skóm. Mér finnst guess of dýrt og of fullorðinslegt fyrir stelpur á þessum aldri.

Á laugardagskvöld fór ég í áður nefnt Jónsmessuhlaup, hljóp þar 5 km og sé enn eftir því að hafa ekki stoppað þegar ég var rétt fyrir ofan húsdýragarðinn. En þar var par með ungan dreng með sér (8-9 ára). Þau voru bæði haugadrukkinn og reið. Þvoglumælt voru þau að segja drengnum eitthvað til og hann var hálfkjökrandi. Mér fannst þetta hrikaleg sjón, já mér finnst að ég hefði átt að stoppa en margir segðu að maður eigi ekki að skipta sér af svona málum, hvað finnst ykkur? Mér finnst þetta svo erfitt að meta.

d.


Nú er sumar gleðjist gumar...

Ég sé að þegar líður á sumarið þá fækkar bloggunum hjá fólki, ástæður má telja gott veður, frí og jákvæðni. Að minnsta kosti finnst mér fólk á Íslandi verða jákvæðara og orkumeira yfir sumartímann. Það gerir pottþétt öll sólin sem það fær í kroppinn, spurning um að finna einhverja töfralausn til þess að auka orku okkar Íslendinga yfir vetrartímann. Kannski væri lausnin einhvers konar búnaður sem gefur manni orku meðan maður sefur:D Vá ég væri til í svoleiðis!

Annars er lítið að frétta er bara á fullu í lokaverkefninu sem aldrei fyrr og bíð auðvitað líka í ofvæni eftir sumarfríinu sem fer alveg að koma að:) Svo hlakka ég bara til að fara í Jónsmessuhlaupið á laugardagskvöld, ætla að reyna að láta ekki keppnis-Dögg taka yfirhöndina svo ég æli nú ekki blóði þegar ég kem í mark. En vá hvað ég vildi að ég væri 20 kg léttari í þessum hlaupum mínum er ekkert smá þung á mér púff púff.. vona að lýsið fari að leka af við þessa hreyfingu. Það virðist þó gerast mjöög hægt fór á vigtina í morgun og var 1,5 kg þyngri heldur en þegar átakið hófst! Skil ekki hvernig það má vera eftir allt þetta skyr, speltbrauð, flatkökur, græna te og detox-drykki. Ég hlýt að vera með mörg mörg kíló af bjúg á líffærunum eða eitthvað! Jæja ætla að henda mér í sturtu eftir öll hlaupin..

Þangað til næst

d. 

 


Hlaupi hlaup..

Mikið rosalega er gott að hlaupa krakkar:) Þetta var þvílíkur viðbjóður fyrstu tvær vikurnar en núna í byrjun þeirra þriðju er þetta bara gott! Við Sigrún Erna vorum að hlaupa 5 km í fyrsta sinn að vísu á ömurlegum tíma (38 mín) en koma tímar koma ráð og ég er viss um að tíminn verður betri strax á miðvikudaginn! Málið er að við erum alltaf búnar að vera að hlaupa 3 km og við héldum að það yrði svo rosalega erfitt að hlaupa 5 að við byrjuðum alltof alltof hægt! En ótrúlegt en satt að ég held að mér hafi fundist auðveldara að hlaupa 5 km heldur en 3 km og hana nú!!! Læt fylgja hér mynd (tekin af sjova.is) af KÝ og RM stoltum eftir að hafa hlaupið 2 km alveg einar! Ég er ekkert smá stolt af pæjunum. Takiði eftir sólargrettunni á þeirri yngri híhí....

d. -sem hlakkar til að hlaupa á miðvikudaginn.


Fréttirnar..

Sorrí elsku þið gleymdi að skrifa góðu fréttirnar hér inn!!!

Við vorum að fá lóð:D og erum sko í skýjunum yfir því! Lóðin er á frábærum stað í Kórahverfinu hér í Kópavoginum:) Gaman gaman...

Dögg.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband