Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 13. mars 2009
Spurning um að fara að blogga aftur??
.. ég er svona að gæla við að fara að blogga aftur, gaman svona á síðustu metrum meðgöngunnar:)
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 27. mars 2008
.... til styrktar SKB ...
Hellú mín kæru.
Ég er að selja wc pappír, eldhúsrúllur og lakkrís fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Ágóðinn fer til styrktar unglinganna minna sem eru að fara til Danmerkur í næsta mánuði:)
Verð:
48 wc 2500
48 wc endurunninn 2000
24 eldhúsrúllur 2500
1/2 kg apollo lakkrís 500
1 kg apollo lakkrís 1000
Endilega látið þið mig vita ef þið viljið eitthvað
love
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 29. febrúar 2008
Í vikulok ...
frábært að það sé að koma helgi! Er búin að hlakka lengi til:) Er að fara á La Traviata í kvöld með Sigrúnu Ernu, hlakka mikið til finnst alltaf svo hátíðarlegt að fara í Óperuna.
Annars er dóttla litla lasin. Búin að vera með kvebb og hita litla sílið. Er þó öll að koma til en fékk að vera heima í dag þar sem að hóstinn var með verra móti í nótt.
Langadi annars bara að óska ykkur góðrar helgar í faðmi fjölskyldunnar:)
knús yfir
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Dagurinn sem fór í bið endalausa bið ...
Já, þetta er frekar skrítinn dagur í dag. Hann hefur meira og minna farið í bið.
- Fyrst biðum við Erling eftir dóttlu í margar mínútur þar sem hún átti erfitt með að ákveða hver af böngsunum væri nógu góður kandídat til að fá að fara með í leikskólann (ég veit litla einkabarnið mitt)
- Svo beið ég lengi lengi eftir Nínu þar sem hún var að klára verkefni. Beið vegna þess að við ætluðum að fá okkur Asíu-súpu hvað annað. Þeir sem mig þekkja vita hvað ég þoli illa að verða svöng þannig að í lokin var ég farin að öskra hafði líka ekkert borðað og klukkan langt gengin í tvö.
- Svo loksins þegar á Asíu var komið fékk ég súpuna fljótt en þurfti að bíða mjög lengi eftir því að hún kólnaði (erfitt að vera svangur)
- Á meðan á þessu stóð var ég að bíða eftir meili eða hringingu vegna nýrrar vinnu
- Svo sótti ég einkadótturina á leikskólann og beið eftir að hún þurfti að gera hina og þessa hluti. Aðeins þetta og aðeins hitt.
- Svo ákváðum við mæðgur að fara til mömmu. Hún var ekki heima þannig að við mæðgur sátum í stigaganginum í 30 mínútur ... því hún var aaaalveg að koma ...
- Þegar klukkan var 18 fór ég að spá í hvort Erling vær væntanlegur því hann reiknaði með því að vera búinn um það leyti. Nú er klukkan að verða 22 og ekki er hann kominn enn. Hvað er 4-5 tíma seinkun á milli vina þegar maður hefur verið í 23ja tíma seinkun í Keflavík.
- Klukkan líkt og áður sagði langt gegnin í 22 og ég hef ekkert heyrt frá konunni með starfið. Hringir vart úr þessu.
- Svo er ég líka smá núna að bíða eftir að Birna mín hringi.
d. - fegin að biðdagurinn mikli er senn á enda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 25. febrúar 2008
Var ég skrítið barn ... ???
... vá ég man sko eftir leiðtogafundinum næstum eins og hann hafi verið í gær ég var 10 ára og mændi á skjáinn allan fundinn! Það var nú lítið að sjá og allt lokað þannig maður horfði bara á hurðina og fréttamenn lýsa því sem var að "gerast" á milli þess sem þeir skiptu yfir á Ingva Hrafn sem var í sjónvarpssal.
Rétt upp hönd sem horfðu og muna:)
d.
Hafa fengið leyfi til að kvikmynda í Höfða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 24. febrúar 2008
Snillingar!
Ég er svooo ánægð með þessi úrslit:) Loksins vinnur lag sem ég held með:D Spáði þessu, vissi að unglingarnir fengju ekki að taka yfir símana á heimilinu líkt og gerðist þegar við sendum Silvíu Nótt!! Við gerum varla sömu mistökin oft!
Spurning um að bóka til Serbíu:p er það of seint?
d.
Eurobandið fer til Serbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 14. febrúar 2008
Veikindi ... en skemmtileg helgi framundan:)
Veikindin gátu ekki látið okkur algjörlega í friði þetta misserið. En ekki ætla ég að kvarta því við höfum sko sloppið vel! En við dóttlan erum báðar með streptókokka og erum búnar að vera heima á pensilíni. En á morgun er leikskóli og vinna ... jibbí!!
Svo er hrikalega skemmtileg helgi framundan! Fer að hitta snúllurnar annað kvöld, ætlum í bíó og út að borða:) ... og á laugardag er tapaskvöld hjá Nínunni, meðal annars vegna þessa að Sigga Alma er mætt til landsins!! Vá hvað ég hlakka til:D
Líf og fjör
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 13. febrúar 2008
... Fullkomin ferð ... eftir vesenið;)
Er búin að skella inn nokkrum myndum úr ferðinni set nokkrar hér líka:)
Skvísurnar loksins mættar til Danmerkur og fannst ekkert af því að skál í Breezer þó svo að klukkan væri bara 10;) Alveg hressar og ekki að sjá að ekkert hafi verið sofið í tvo sólarhringa!!
Ótrúlega glaðir og ánægðir ferðalangar:D
Komnar til Skagen til Siggu okkar allra:)
Ég í fallega eldhúsinu hennar Siggu að plokka humar nammi namm:D
Rósa með nýja hárgreiðslu og Nína skrifar lista fyrir Siggu með öllu því á sem við "gleymdum" að kaupa;)
Takk kærlega fyrir frábærar móttökur elsku Sigga:) Þú kannt þetta.
knús
d.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Líkt og lygasaga - Seinkun Iceland Express síðastliðinn fimmtudag!
Við vorum þrjár hressar sem mættum í Leifsstöð um 5 leytið aðfaranótt fimmtudagsins 7. febrúar. Við vorum á leið í langt ferðalag til Skagen þar sem ætlunin var að dvelja fram á sunnudag. Allt gekk vel við innritunarborðið og svo var farið í fríhöfnina verslað aðeins og drukkið kaffi:) Ef vélin hefði verið á áætlun átti hún að fara í loftið klukkan 7:15 en þá kom fyrsta seinkun upp 7:45 það var allt í lagi þá var bara hægt að kíkja i fleiri verslanir og spóka sig. Svo varð klukkan 7:45 og ekkert gerðist sem var skiljanlegt því það sást ekki út úr augum. Klukkan 12:00 var svo tilkynnt að það ætti að reyna að fara í loftið, allir voru hressir og ánægðir og trúðu að það væri rétt. Þegar við vorum búin að sitja í vélinni í næstum 90 mínítur var tilkynnt að það væri frestun til 16:00 en nú væru komnar samlokur og drykkur fyrir alla. Á þessum tímapunkti urðum við að gera ýmsar ráðstafanir, því ljóst var að við værum búnar að missa af tengiflugi okkar frá Kaupmannahöfn til Álaborgar. Fyrsta skref var að hringja í SAS og fá fluginu seinkað, við seinkuðum því um sólarhring og borguðum breytingargjald 7 þús krónur á mann. Þá kom næsti höfuðverkur að finna gistingu í Kaupmannahöfn. Það kom fljótlega í ljós að það voru öll hótel uppbókuð vegna tískuráðstefnu sem var einmitt þessa helgi. En með smá "fiffi" og öðrum reddingum tókst okkur að bóka herbergi á Radisson SAS á Amager í Kaupmannahöfn herbergið fengum við á 30 þúsund krónur. Svo leið og beið og aftur er kallað út í vél klukkan 16:00 ég get ekki sagt að fólk hafi verið jafn spennt og í fyrra skiptið. Spurningarnar sem brunnu á fólki voru: "ég á eftir að sjá þetta gerast" ... og í annað sinn sátum við í vélinni á meðan var verið að bræða af flugvélinni. En það var sama saga vélin gat ekki farið í loftið en þó horfðum við á vélar Icelandair fljúga nær allan daginn. "öðruvísi vélar, aðrir staðlar" sögðu þau. Ég get ekki sagt annað að það hafi verið orðið þungt í fólki eftir að hafa verið hent út í annað sinn. Eftir þetta kom skrítið tímabil. Það var engar upplýsingar frá flugfélaginu að fá og tímarnir á skjánum virtust aðeins vera til málamynda. Það stóð eitthvað en maður var löngu hættur að taka mark á því. Því þó það stæði 18:00 þá var ekkert tilkynnt þá svo varð bara klukkan meira og meira ... og við reyndum að afbóka hótelið sem við höfðum í örvæntingu bókað. En það var ekki hægt, meira tapað fé. Þarna var flugfélagið farið að bjóða frímiða og endurgreiðslu.
Til að gera langa sögu stutta segi ég að klukkan 2400 var veðrið að mestu gengið niður, fólk lá með flatt nef á glugganum og undraði sig á því að það væri ekki einu sinni kveikt við vélina. Enginn var að reyna neitt. Klukkan 23:00 var London flugi sama fyrirtækis aflýst vegna veðurs, það vakti upp margar spurningar hjá fólki. Hvers vegna var því aflýst en ekki okkar. Alveg eins vél á sama flugvelli.
Þá hófst annað óvissutímabil og voru litlar sem engar upplýsingar um nóttina, allt lokað og við fengum hvorki vott né þurrt. Þetta virtist vonlaust. Það er verið að funda var okkur sagt. Þarf að funda um þetta er ekki bara annað hvort fært eða ekki? Á þessum tíma voru farþegarnir farnir að fara á internetið og bóka með Icelandair daginn eftir. Margir voru búnir að missa af fundum, hótelum og flugvélum. Rétt fyrir hálf fjögur stóð fullt af fólki við upplýsingaborðið og spurðist fyrir þá var sagt að eftir 15 mínútur yrði látið vita hvort yrði flogið eður ei. Eftir tiltekinn tíma var sagt að það yrði ekki flogið. Við urðum að fara til Danmerkur þannig að við vöktum minn mann sem bókaði fyrir okkur með Icelandair daginn eftir. Einnig bókuðum við Hótel í Keflavík til að hafa gistingu um nóttina. Tvær okkar fóru strax niður en sú þriðja hljóp til baka því hún hafði gleymt pokanum sínum. Þá um það bil tíu mínútum eftir að fluginu hafði verið aflýst var skyndilega ákveðið að hætta við að aflýsa. Sem þýddi að við áttum skyndilega tvö flug til Kaupmannahafnar á sama sólarhring, við hugsuðum okkur þó ekki einu sinni um heldur hlupum við um borð.
Það var margt furðulegt á ferðinni þennan sólarhring sem gott væri að fá útskýringar við.
d.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Er föst í Leifsstöð
en er að fara um borð!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Lady-Dee enn á ný
Myndaalbúm
Tenglar
Vinir mínir og félagar.
- Ragna Bára
- Gamla bloggið mitt:)
- Finnur Finnur æskuvinur minn
- Þórey Edda Stangarstökkvari Íslands
- Guðrún Björk ..námsgella og snillingur
- Konungshjónin Hildur og Gulli
- Jóhanna Jóhanna æskuvinkona mín.
- Ragga Dís Fimleikaskutla
- Sigga Lísa sæta Kennari og fimleikadís
- Perla mín
Fjölskyldan mín.
- Tinna Sæta frænka Listfræðineminn okkar:)
- Birkir Birkir hennar Dagnýjar
- Halli Í köbem í köben hérna út í köbenhavn
- Dagný litla systir Prímadonnan
- Anna systir Í kóngsins köben!
- Mamma Bloggar aldrei!
- Katrín Ýr Krúsan mín
- Erling Ástin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar