Sjáðu ég sagði það

Tölva

Kannist þið ekki við að það kemur eitthvað upp og þið segið; Já ég sagði það! Og einhver horfir á ykkur og segir: Já er það. Og þið sjáið á viðkomandi að hann trúir ykkur alls ekki. Þetta er aðalástæða fyrir því sem ég skrifa hér á eftir.

Ég hef svo mikið verið að velta fyrir mér framtíð fjölmiðla. Mín kenning er að eftir nokkur ár verði ekki til sjónvarpsstöðvar í því formi sem þær eru í dag. Heldur verða netsíður sem munu geyma þætti sem hægt verður að hala niður og annað hvort að kaupa eða fá frítt. Allt eftir því hvers kyns efnið er. Nútímafólk vill stjórna tíma sínum og ákveða sjálft hvenær það horfir á sjónvarp, eftir að myndbandstæki liðu undir lok (eða hérumbil) þekki ég engan (nema þá ömmu) sem tekur upp efni. Því væri þetta kjörið og þannig þyrfti fólk ekki að bíða í heila viku eftir uppáhaldsþættinum sínum, heldur gæti það safnað upp nokkrum og horft þegar hentar og tími gefst til. Í Ameríku eru þeir komnir langt í þessu en afruglar þar bjóða upp á að þú getir sett upp þína eigin dagskrá. Þú velur af hinum og þessu stöðvum og svo geymir afruglarinn þá þætti eða bíómyndir sem þú óskar eftir, og horfir þegar þú hefur tíma. Mér finnst þetta góð þróun og vona sannarlega að þróunin verði í þessa átt en það verður framtíðin að leiða í ljós. En þá get ég alltaf átt þessa færslu og sagt. Sjáðu ÉG sagði það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ sæta, rosalega flott nýja lúkkið á síðunni þinni vertu rosa dugleg að blogga!!! svo gaman að lesa

kv.Ásdís

Ásdís (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband