Fimmtudagur, 18. janúar 2007
Hvað er í gangi?? Stúlka lokuð í herbergi í tvö ár!!
Ég trúi því ekki að þetta sé að gerast á 21. öldinni það var e.t.v. "skiljanlegra" að svona lagað komst ekki upp fyrr á tímum fyrir skólaskyldu. Ég skil ekki að enginn hafi athugað með þetta barn?? Hver gæti ástæðan fyrir svona löguðu verið? Ætli þetta hafi verið örþrifa ráð hjá foreldrum til þess að "sleppa" við unglingsárin og þau óþægindi sem þeim getur fylgt. Sem minnir mig á móður sem kom fram í spjallþætti á dögunum sem sagði að þeir strákar sem byðu dóttur hennar á stefnumót yrðu að borga henni (móðurinni) ef þeir skiluðu dóttlunni ekki á réttum tíma. Dótturinni fannst þetta að sjálfsögðu pínlegt en móðirn var öll að vilja gerð og var þetta hennar leið til að vernda dóttur sína. Kannski var það eins með foreldrana sem lokuðu stúlkuna inni. Héldu þau að þau væru að gera henni gott? Hver veit þau höfðu amk vit a því að fara með hana á spítala þegar hún var að fara yfir um og farin að heyra raddir. Ég vona að hún sé ekki of skemmd og geti lifað nokkuð eðlilegu lífi það sem eftir er. Sorglegt alveg.
Í þessu samhengi kemur í hug mér réttindi sem ég las á annarri bloggsíðu á dögunum:
- Þú átt rétt á að vera þú sjálf/ur
- Þú átt rétt á að komið sé fram við þig af virðingu
- Þú átt rétt á að hafa eigin tilfinningar og koma þeim á framfæri
- Þú átt rétt á að segja skoðun þína og vera ósammála öðrum
- Þú átt rétt á að skipta um skoðun
- Þú átt rétt á að hafa þínar eigin þarfir og biðja um það sem þú óskar þér
- Þú átt rétt á að biðja aðra um að uppfylla þarfir þínar, en þú getur ekki
gert ráð fyrir að aðrir muni uppfylla þær. Þeir eiga rétt á að segja nei. - Þú átt rétt á að segja nei við að uppfylla þarfir annara
- Þú átt rétt á að biðja aðra um að breyta hegðun sem gengur á rétt þinn
- Þú átt rétt á að taka ekki inn á þig erfiðleika annarra og áhyggjur
- Þú átt rétt á að líka ekki vel við alla aðra
- Þú átt rétt á að vera öðruvísi en allir aðrir
Höfundur: Janne Hejgaard
d.
Stúlka lokuð inni í herbergi í tvö ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Lady-Dee enn á ný
Myndaalbúm
Tenglar
Vinir mínir og félagar.
- Ragna Bára
- Gamla bloggið mitt:)
- Finnur Finnur æskuvinur minn
- Þórey Edda Stangarstökkvari Íslands
- Guðrún Björk ..námsgella og snillingur
- Konungshjónin Hildur og Gulli
- Jóhanna Jóhanna æskuvinkona mín.
- Ragga Dís Fimleikaskutla
- Sigga Lísa sæta Kennari og fimleikadís
- Perla mín
Fjölskyldan mín.
- Tinna Sæta frænka Listfræðineminn okkar:)
- Birkir Birkir hennar Dagnýjar
- Halli Í köbem í köben hérna út í köbenhavn
- Dagný litla systir Prímadonnan
- Anna systir Í kóngsins köben!
- Mamma Bloggar aldrei!
- Katrín Ýr Krúsan mín
- Erling Ástin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 625
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Ég trúi því ekki að þetta sé að gerast á 21. öldinni..." segir þú.
Nú, af hverju trúir þú því ekki? Hvað er það við 21. öldina sem veldur því að þú eigir örðugt með að trúa sjúklegri og ljótri hegðun uppá fólk? Finnst þér að samfélag okkar "upplýstu" vestrænu manna sé svo þróað og dásamlegt að slík hegðun, sem í fréttinni er lýst, sé nánast óhugsandi.
Ég hef bara eftirfarandi að segja við þig "Lady" góð: "You ain't seen nothin' yet!"
Viðbjóðurinn er bara rétt að byrja!
Gísli (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 20:57
Blessaður Gísli.
Nei ég er ekki að tala um að slík hegðun sé óhugsandi heldur finnst mér ótrúlegt að það hafi verið hægt að loka hana inni í tvö ár án þess að nokkur skipti sér af því Skil ekki að það hafi aldrei neinn skipt sér af þessu. Skyldmenni, skólayfirvöld, vinir....
En hver ert þú Gísli?
kv
d.
Lady-Dee, 18.1.2007 kl. 22:04
Ég veit ekki almennilega hver ég er.
Á 21. öldinni á Íslandi deyja örvasa gamalmenni í einmanaleika á heimilum sínum, eins og fram hefur komið í fréttum undanfarið. Þannig er raunveruleikinn. Við mannfólkið erum almennt of upptekin af draslinu okkar til að hafa tíma til að hafa samhyggð með náunganum. Þetta er raunveruleikinn sem blasir við mörgum nútímamanninum.
Veist þú hver þú ert?
Gísli (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.