Umferðin, Landspítalinn og Silvía Nótt.

Hvað er með umferðina á Íslandi??? Ég er alveg búin að fá mig fullsadda af frekjum og pxxxx í umferðinni! Það vilja allir vera á undan og enginn hleypir neinum. Ég lenti tam í því í morgun að þurfa að skipta um akgrein. Ég gef stefnuljós en viti menn þá fara allir að gefa í, það ætlaði sko enginn að verða síðastur.

Annað ég vil hér hrósa starfsfólki Barnaspítala Hringsins. Við Erling fórum þangað með dóttur okkar um daginn ekki til frásögu færandi svo sem en hún gleymdi þar litlum verndarengli sem amma hennar gaf henni. Nokkrum dögum síðar fékk dóttir mín umslag í pósti. Í umslaginu var engillinn hennar, hann var merktur henni að vísu ekki með föðurnafni en fornafnið hefur verið nóg til þess að hægt væri að hafa upp á henni. Mér finnst þetta bara alveg frábær og húrra fyrir þeim:)

...og svo svona að lokum hvað finnst ykkur um Silvíu Nótt??

d. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er algjör Eurovision fíkill (skammast mín ekkert fyrir það) ... fyrsta skiptið sem ég skammaðist mín fyrir að vera Íslendingur var þegar Silvía Nótt var með.

Es. En ég hef ekki hugmynd um það hvernig hún er þegar húnn er ekki að leika???

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.2.2007 kl. 12:25

2 identicon

Silvía Nótt er þreytt og nærist á neikvæðri athygli. Flest það sem þessi "character" Evu gerir er plat og gert til þess að ganga fram af fólki. Það sem mér þótti verst var að börn áttu von á henni en húmorinn gekk það langt að hún sendi staðgengil, börnin biðu gáttuð og sum hver grétu.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 20:26

3 identicon

Englar í mannsmynd á barnaspítalanum!!!

Ég er orðin þreytt á Silvíu Nótt, er þokkalega farin að þreytast og komin yfir strikið!

Ásdís (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 23:32

4 Smámynd: Ýrin

Ég fæ grænar í hvert sinn sem ég sé Silvíu. Og ég fékk mikinn aumingjahroll þegar Árni Johnsen og Unnur Birna auglýstu þáttinn með henni. Fólk á sér greinilega ekki viðreisnarvon!

Ýrin, 17.2.2007 kl. 10:09

5 identicon

Silvía er æði hvað er að ykkur?? djóóók

Hafiði séð hana í viðtölum nýlega?Mér finnst karakterinn eitthvað breyttur..en þér?

Birna Björnsd (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband