Project, bleyjan og afmæli!

Ég er svoooo svekkt núna! Var búin að skrifa langa og skemmtilega færslu en svo rakst ég í eitthvað á lyklaborðinu og viti menn hún hvarf bara! Ætla að reyna að muna hvað ég var að skrifa

-hugs-

Haldiði að ég sé ekki búin með verkefni sem ég á að skila á mánudag! Er ekkert lítið ánægð að því sé lokið! Ég var að vinna í forriti sem heitir Project (þekkir það einhver) og skipuleggja afmælisveislu. Ekki bara eitthvað afmæli heldur fimmtugs afmælið hennar mömmu minnar! Það sem var það besta við það var að þá þurfti ég ekki gera verkefnið ein, mamma sat með mér nánast allan tímann:) En þeir sem þekkja mig vita hvað mér leiðist að vera ein, þegar ég bjó ein hringdi ég alltaf í einhvern þegar ég var að borða, gat ekki hugsað mér að sitja ein og borða! Svo þegar ég er ein að keyra verð ég alltaf að hringja í einhver því annars leiðist mér svo. Þetta hefur að vísu breyst eftir að dóttlan fæddist því núna er hún nánast alltaf með mér þegar ég er að keyra. Mikil blessun það. Talandi um dóttluna þá er hún alveg hætt með bleyju. Eftir mjööög erfiðan miðvikudag sl. var ég alveg við að gefast upp, það var sama hvað það er kallað það lenti í buxunum hennar dóttlu litlu. Ég sagði við Erling að hún fengi fimmtudag og föstudag og ef það gengi ekki skyldi bleyjan á og ekki orð um það meir. Erling hafði mikið meir trú á henni en ég og ástæðan kannski sú að hann var að vinna fram eftir alla vikuna! Því slapp hann við að vera með handklæði á lofti og þvottavél í gangi allan daginn. En já á fimmtudaginn var allt í einu eins og það væri ýtt á takka og hún skilaði öllu sínu í wc!! Halelúja og húrra fyrir pylsugerðarmanninum (föttuðuð þið þennanWink)

En elsku þið hafið það gott um helgina í faðmi familíunnar það ætla ég að gera:) En förum vísu smá fullorðins í kvöld þar sem Sunnan er að halda upp á afmælið sitt í kvöld! Og já svo er konudagurinn á morgun er viss um að Erling bjóði mér til útlanda eða eitthvað.. múhahahahaaaaaa....

d.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góða skemmtun og góða helgi

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.2.2007 kl. 12:40

2 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitskvitt á sprengidegi

Ólafur fannberg, 20.2.2007 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband