Kæra dagbók....

Hva kominn miðvikudagur og ekkert blogg! Raggi bró átti afmæli í gær 24 ára, ótrúlegt að við séum jafn gömul bró!!!

Já við fórum í afmæli ð hjá Sunnu á laugardag og var það hin mesta skemmtun:) Við Erling vorum ein af þeim fyrstu sem mættum af því við ætluðum sko ekki að missa af Eurovision! Erling er auðvitað létt klikkaður og söng með næstum öllum lögunum af hjartans list.. hahahaha... Karlinn búinn að vinna heimavinnunna sína held að þeir spögleri mikið í þessu í vinnunni. En ég var svona þegar upp er staðið mjög ánægð með úrslitin og get verið sammála því sem Páll Óskar sagði í útvarpsviðtali í síðustu viku, að lagið hans Eika sé svona lag sem maður á eftir að nenna að hlusta á næstu mánuðina. Þetta má að sjálfsögðu ekki vera of þreytt!! En vá hvað Ragnhildur Steinunn er flott! Kannski aðeins of mikil brúnka í gangi en hver hefur ekki misst sig í því -hóst-..

Í þann mund sem úrslitin voru kynnt gekk Eyvi inn í afmælið. Hann var að sjálfsögðu með gítarinn í annarri og tók nokkur lög fyrir Sunnuna sem við hin fengum líka að njóta. Við Gjé skemmtum okkur konunglega og sungum hver í kapp við aðra, hún spilaði aðeins út í lokin líkt og hún lýsir á eigin bloggi en hver hefur ekki getað gert fáránlega hluti í skjóli mjólkurmóðu:p En bara kærar þakkir fyrir okkur Sunny! Er strax farin að hlakka til eftir 10 ár;) múhahaha...

Á sunnudag buðu mamma og pabbi okkur með í sveitaferð. Þau voru að kaupa bústað þessar elskur, að sjálfsögðu fékk frumburðurinn ég heiðurinn af því að sjá hann fyrst;) Það var þó kannski heldur mikill veltingur á leiðinni sem endaði með því að undirrituð gubbaði aðeins í vegakantinn... En hver hefur ekki lengt í því! Þegar í bæinn var komið var brunað í vikulegt matarboð til ömmu unnar alltaf líf og fjör!!

Í fyrradag fór ég í allskyns rannsóknir vegna síþreytu og sísvengdar. Það voru teknar blóðprufur, þvag og fleira fæ niðurstöðurnar í næstu viku. Vona að það komi eitthvað út úr þessu er orðin frekar þreytt á þessu. Er gjörsamlega síkvartandi kerling! Ég er svo þreytt, ég er svo svöng.....

Vitið hvað ég er búin að fara þrisvar sinnum á Asíu í þessari viku!!! Fyrst með Erling og dóttlu, svo Birnu Eurovision í gær og áðan fór ég með Sif.... Kjúklinganúðlusúpa og kaffi á 890 kr geri aðrir betur!!

Já bara þokkalegt

d. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð Dögg, rakst á síðuna þína hjá Óskari og vildi bara kvitta hér hjá þér, veit að ég stóð mig ekki í heimsóknarmálunum, er víst búin að koma nokkru sinnum suður síðan þú komst til mín hér í Víkinni en maður stoppar einhvern veginn aldrei. Aldrei að vita, ég banka einhvern daginn upp á hjá þér en þangað til bið ég bara að heilsa. Kveðja Halldóra Dagný. P.s. veistu að í síðustu viku var karnival í köln.....bara góðar minnigar.

Halldóra Dagný (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 17:53

2 identicon

Er ég semsagt kölluð þetta núna:) hehe...þú bara fyndin

Birna Björnsd (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 21:57

3 Smámynd: Lady-Dee

Já skrá þig á netið;) múhahaha

Lady-Dee, 21.2.2007 kl. 22:06

4 Smámynd: Lady-Dee

Já blessuð Dóra!! En gaman að þú skyldir hafa rekist á síðuna, alltaf gaman að fá óvænta gesti;) Veistu þú ert bara ávallt velkomin í heimsókn, engin kvöð bara skemmtun! ...og vá hvað ég væri til í eitt Karnival, einhvern daginn fer maður, það er bara möst!!!

Lady-Dee, 22.2.2007 kl. 08:56

5 Smámynd: MAMMAN bloggar

...ert ekki bara ólett síþreytta og sísvanga ...hver hefur ekki lent í því

MAMMAN bloggar , 22.2.2007 kl. 14:35

6 identicon

Hahaha mamma þín glögg..... nei bara djók  Verð nú eiginlega að gerast svo djörf og skella mér á Asíu og smakka þessa frægu súpu 

Ásdís (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 20:01

7 identicon

...eða ó...var þetta ekki mamma þín sem skrifaði þetta....híhíhíhí...glögg samt

Ásdís (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 20:02

8 Smámynd: Lady-Dee

Já þú segir nokkuð Guðrún! En vá hvað þetta væri þá orðin löng meðganga búin að vera svona í rúmt ár:p Kannski geng ég bara með í 2 ár hver veit.. híhí

Jú jú ásdís hún er mamma:p bara ekki mamma mín...:p

Lady-Dee, 22.2.2007 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband