Laugardagur, 24. febrúar 2007
Minning.
Dagurinn í gær var mjög erfiður. Við Erling fórum í jarðarför sem er auðvitað aldrei gaman, en þessi var sérstaklega erfið þar sem ungur maður var jarðaður, hann var bróðir góðrar vinkonu minnar.
Ég man eftir þegar ég kynntist þessari vinkonu minni fyrst. Við vorum þrettán ára og hún ný í bekknum. Við urðum mjög fljótlega góðar vinkonur og brölluðum ýmislegt saman. Ég man að eitt að því fyrsta sem hún sýndi mér var mynd af bróður sínum sem hún gekk með í veskinu sínu. Hún var alltaf svo stolt og ánægð með hann. Ég man sérstaklega eftir því að að mig langaði sko líka að eiga stóran bróður. Hann var líka alltaf svo góður var aldrei að stríða okkur eða neitt svoleiðis, var alltaf almennilegur.
Þau voru miklir vinir systkinin og nánast alltaf þegar ég fór út á lífið með vinkonu minni var bróðir hennar með slíkir vinir voru þau. Þau sögðu líka sömu setningar og rauluðu sömu lögin, svo samstillt og samrýmd.
Það er sárt að horfa upp á vini sína í þessari aðstöðu. Maður verður svo vanmáttugur og veit oft ekki hvað maður á að segja. En það allra versta er að segja ekki neitt, mín skoðun er að það er alltaf betra að segja eitthvað.
Blessuð sé minning góðs drengs og megi góður Guð styrkja fjölskyldu hans og vini á erfiðum tímum.
Dögg.
Um bloggið
Lady-Dee enn á ný
Myndaalbúm
Tenglar
Vinir mínir og félagar.
- Ragna Bára
- Gamla bloggið mitt:)
- Finnur Finnur æskuvinur minn
- Þórey Edda Stangarstökkvari Íslands
- Guðrún Björk ..námsgella og snillingur
- Konungshjónin Hildur og Gulli
- Jóhanna Jóhanna æskuvinkona mín.
- Ragga Dís Fimleikaskutla
- Sigga Lísa sæta Kennari og fimleikadís
- Perla mín
Fjölskyldan mín.
- Tinna Sæta frænka Listfræðineminn okkar:)
- Birkir Birkir hennar Dagnýjar
- Halli Í köbem í köben hérna út í köbenhavn
- Dagný litla systir Prímadonnan
- Anna systir Í kóngsins köben!
- Mamma Bloggar aldrei!
- Katrín Ýr Krúsan mín
- Erling Ástin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 625
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ já lífið er ekki alltaf sanngjarnt
Ásdís (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 09:40
Ósköp er þetta sorglegt, man eftir honum þegar við vorum yngri, og eins og þú segir þá var hann aldrei annað en almennilegur við okkur.
Jóhanna Bj (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.