Ísland bezt í heimi??

Ég finn núna með hverjum deginum sem líður og hækkandi sól hvað lundin léttist. Þó svo mér finnist Ísland vera BEZT Í HEIMI þá er það Alveg ótrúlegt hve oft mér finnst að ég eigi að búa annarsstaðar og þá í heitara landi. Um leið og ég fer í sól og hlýrra loftslag hverfur vöðvabólgan eins og dögg fyrir sólu og íslenska horið á dóttlu þurrkast bara upp. Stundum finnst mér skrítið að fólk hafi sest að hér, spáiði í að sum staðar á landinu sést sólin ekki í marga mánuði, mér finnst nóg um hérna á suðvesturhorninu… Finnst aldrei erfiðara að vakna eins og á köldum og dimmum vetrarmorgnum. Drífa svo dóttluna út í bíl í myrkrinu og heyra hana segja ósköp blíðlega: “mamma, það er alveg að koma dagur..” Finnst líka hræðilegt að sjá lítil börn með skólatöskur á gangi í myrkrinu hver er munurinn á því að ganga í myrkri eldsnemma morguns og seint um kvöld? Held að við verðum bara að breyta klukkunni þó það væri ekki nema bara fyrir börnin okkar, veit eportugalinhver af hverju það var afnumið. Ætti kannski að spyrja Vísindavefinn hann veit það eflaust, fann ekki neitt þar en í staðinn fann ég þetta sem kemur hér á eftir hér:  http://almanak.hi.is/0124.html :

Sumartími tíðkast eins og fyrr sagði í öllum helstu viðskiptalöndum okkar í austri og vestri. Ísland er sér á báti hvað þetta varðar og því hlýtur sú spurning að vakna af hverju Íslendingar vilja skera sig úr einmitt að þessu leyti. Rökin sem færð hafa verið gegn sumartímanum hafa fyrst og fremst falist í að draga fram kostnaðinn og fyrirhöfnina við að breyta klukkunni tvisvar á ári. Vissulega kostar það ákveðna fyrirhöfn en nágrannar okkar hafa talið hana léttvæga miðað við ávinninginn af sumartímanum. Því er einkennilegt að Íslendingar skuli búa við þessa sérstöðu og mál hlýtur að vera að linni í því efni.

Mér finnst þetta frekar slöpp rök, að þetta sé of mikið vesen hélt að Íslendingar sem eru með reddingargenið í blóðinu myndu ekki setja eitthvað vesen fyrir sigWink Við sem erum einmitt þekkt fyrir að gera ekki vesen úr hlutunum. En með þessu öllu ætlaði ég bara að segja ykkur að við Erling erum búin að panta í sólina í sumarSmile Þá mun vöðvabólgan og horið hverfa! Get ekki beðið og er búin að eyða deginum í það að lesa um staðinn sem förinni er heitið á. Sá heitir Lagos og er nýr áfangastaður Sumarferða í Portúgal. Læt kannski bara fylgja eina mynd með… Mússí múss… d.

P.s. Birna mér er alveg sama þó þú sért að fara til London á föstudag. Það er að ganga gubbupest þar…

P.s.s. Sif, Ester, Úlla og Jóna Björk takk fyrir frábæran tíma í verk og ráð;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk sömuleiðis sæta. Það hefur sjaldan verið eins gaman hjá okkur.... verðum svo bara að redda okkur glósum hjá einhverjum

Sif.

Sif (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 15:29

2 identicon

Takk fyrir sömuleiðis. Hlakka bara til þegar tíminn er búinn og ég get farið að heilsa upp á Gumma boy!;) JB

JB (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 15:29

3 Smámynd: Lady-Dee

Já vá örugglega e-r með glósur Sif;)

JB er farin að halda að þú sért heit fyrir Gummanum hahahha

Lady-Dee, 5.3.2007 kl. 15:32

4 identicon

Já skildirðu smitið eftir handa mér í London..thanx hunang:/

Annars finnst mér þetta rooosaleg tilviljun að þið hafið bókað eins og ég í gær til Lagos:) Líka með calpe og costa.....ég verð að fara til miðils eða eitthvað og fá svör við þessu!!:)

Birna Björnsdóttitr (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 17:36

5 Smámynd: Lady-Dee

Birna þú veist að ég er skyggn og fylgist með þér;) Veit hvað þú gerir á hverjum degi.. búúúúúú....

já og þið að fara til Mallorca í fyrra til að fagna þrítugsafmælinu mínu!! Enginn smá heiður verst að hafa ekki komist með. En vá hvað við djömmuðum mikið og gerðum mörg krafstökk á costa! Það verður sko rifjað upp í ár... Segðu E að fara að hita upp bakið;) Calpe minnir mig svolítið á ógleði... og ekki var það vegna þynnku...

Lady-Dee, 5.3.2007 kl. 17:42

6 identicon

Æ aumingja þið að fara í sólina í sumar  DJÓK, öfunda ykkur geggjað!!

Ásdís (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 22:02

7 identicon

þú ert skrifsnillingur..........til hamingju með bókunina.......kv.Ma

Ma (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband