...gabbi gabbi gabb! 1. apríl..

Ég gabbaði nú engan í gær. En ég veit samt að Birna var viss um að ég væri að gabba þegar ég hringdi í hana og sagði að KÝ væri komin með gubbupest, kannski ekki skrítið þar sem lesendur þessa bloggs vita að veikindin hafa ekki látið okkur vera á þessu ári. Greyið litla sílið mitt að fá æluna ofan í skarlatsótt sem hún er ekki enn stigin upp úr. Hlýtur að fara að taka enda ég krossa amk fingur í þetta sinn.

Það má því segja að eina raunverulega gabbið mitt í gær var þegar ég fékk Birnu til að segja við KÝ að Karíus og Baktus væru líka með gubbupest. Þar sem við áttum miða í leikhúsið í gær og fórum ekki vegna ofangreindra ástæðna. Hefði verið frekar pínlegt ef hún hefði gubbað í miðri sýningu... púffi púff....

d.

P.s. En kannski tók ég bara mitt aprílgabb út fyrr um helgina. Var nefnilega á árshátíð hjá HÍ á föstudag. Ég var búin að fá tölvupóst fyrirfram þar sem stóð að ég ætti að tala um afa minn allt kvöldið! Þetta gerði ég og náði mas borðinu mínu í hálftíma samræður um aðbúnað á elliheimilum. Geri aðrir betur! Alltaf þegar það var skálað sagði ég: "já einmitt! skál fyrir afa..." Vá þetta var nú pínu pínlegt stundum;) Sérstaklega þegar ég bað um orðið og sagði að lokum öllum að skála fyrir afa sem ætti afmæli í dag... svonalagað er samt alltaf gaman! Sérstaklega eftir á;)


mbl.is Aprílgöbb stór og smá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég var einmitt undrandi að heyra allt í einu svona mikið um þennan afa þinn. Vanalega hefur þú frá svo mörgu skemmtilegu að segja! Annars voruð þið Erling voða sæt á árshátíðinni og auðvitað stuðboltar kvöldsins!:) JB

JB (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 15:22

2 Smámynd: MAMMAN bloggar

er bara að brosa af færslunni þinni - BARA þú og Erling takið svona leiki með TROMPI!!! innlitsknús

MAMMAN bloggar , 2.4.2007 kl. 20:55

3 identicon

Haha...Flott með afann:)

Birna (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband