Sjúkrahúsvist.

Já síðasti sólarhringur hefur sannarlega verið ævintýri hjá litlu fjölskyldunni. Á leiðinni heim úr skólanum í gær datt mér í hug að hringja í Barnaspítalann, tala við lækni og lýsa ástandi dóttlu litlu. Sagði meðal annars að hún hefði lítið sem ekkert borðað í 2 daga og það sem hún borði kasti hún upp. Annað var að hún var á sýklalyfjum vegna skarlatsóttar og gat ekki tekið þau vegna uppkastanna. Læknirinn sagði mér að fara heim meta ástand hennar og ef hún væri slöpp að koma þá með hana strax. Þegar heim var komið kom í ljós að hún hafði verið mjög slöpp yfir daginn, kastað upp, ekkert borðað og sofið mikið. Þannig að okkur erling var ekkert að vanbúnaði heldur drifum við okkur upp eftir. Eftir að læknar höfðu skoðað hana og tekið blóðprufur var ákveðiði að leggja hana inn. Meðferðin var í formi næringar í æð. Það sem þeir höfðu þó mestar áhyggjur af voru húðblæðingar á stærð við títuprjónshaus á fótum hennar. En slíkar blæðingar eru meðal annars einkenni heilahimnubólgu. Til eru tvenns konar heilahimnubólgur annars vegar að völdum bakteríu og hins vegar að völdum veiru, sú sem er að völdum bakteríu er hættulegri og verður að meðhöndla strax. Það fundust ekki merki um slíkt í blóðinu hennar KÝ en þó hafði eitthvað gildi hækkað örlítið í morgun, mjög lítið en þó vilja læknarnir halda áfram að fylgjast með henni og fer hún aftur seinnipartinn í blóðprufur. En núna erum við heima í "fríi" mjög fegnar mæðgur enda sú yngri orðin skíthrædd við hvíta sloppa sem gera ekki annað en að stinga hana þegar þeir nálgast og sú eldri mjööög vansvefta eftir nótt á hörðum sjúkrahúsforeldrabekk. En læknarnir telja þetta saklaust og segja að við þurfum ekki að hafa áhyggjur ég er bara ánægð að hún sé undir læknishendi og að það sé fylgst með henni. Ég neita því ekki að ég var mjög hrædd í gær hrikalegt að horfa á barnið sitt sem er vant að hlaupa um og varla staldra við í mínútu svona lasið.

Knús

d.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi batnar snúllunni sem fyrst,
Kveðja
Áslaug

Áslaug Ósk Hinriksdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 11:42

2 identicon

Já þetta er hræðilega erfitt að horfa upp á barnið sitt svona.  Gott að þetta var ekki verra.  Kveðja SIgga Lísa

SL (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 11:46

3 Smámynd: Ýrin

Æi litla dúllan, sendi baráttukveðjur úr sveitinni og litla skottan verður orðin hress fyrr en varir. Farið vel með ykkur. Knús og kossar

Ýrin, 3.4.2007 kl. 11:48

4 Smámynd: Lady-Dee

Takk fyrir góðar kveðjur

knús og kossar

d.

Lady-Dee, 3.4.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband