Sjúkrahúsvist II.

Jæja þá kemur framhald. Við fórum sem sagt aftur á spítalann klukkan 1600 í dag og hittum lækninn aftur. Hann hafði sent blóð í ræktun og var mjög ánægður með útkomuna úr henni. Þannig að hann ákvað að taka legginn sem var settur í höndina á KÝ í gær til þess að hún gæti fengið næringu í æð. Hann sagði að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af húðblæðingunum þar sem hún er mikið hressari og ekkert nýtt kom út úr blóðinu. Hann vill samt fá okkur aftur á morgun til að fylgjast með henni.

Það er ekki laust við að ég hafi verið í sjokki hér í kvöld, leist sko ekkert á dömuna mína í gær hef aldrei áður séð hana svona á sig komna. Hún lá bara og sýndi engu athygli, grét bara og lognaðist út af til skiptist. Ég er svo ánægð að sjá hana vera hún sjálf aftur svona næstum eins og hún á sér... Held að við ættum að knúsa börnin okkar enn meira við erum svo heppin að eiga þau.

 d.

p.s. Hún er nú fyndin hún dóttir mín, þegar læknirinn kom inn þá benti hún á pínu lítinn blett á höndinni og sagði: "sjáðu læknir hérna er skarlatsóttin mín." Svo sagði hann henni að hann ætlaði að láta taka legginn en í staðinn yrði hún að vera dugleg að drekka. Mér fannst hún ekkert sýna þessu mikla athygli nema hvað að þegar við vorum að fara sá hún lækninn og sagði: "Bless læknir ég er farin heim að drekka!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Omg, en gott að hún er að hressast.  
Ekki vantar húmorinn hjá skvísunni, alveg með þetta!

Eva Úlla (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 22:06

2 Smámynd: Ýrin

Gott að heyra að snúllan er að koma til. Hún hefur húmorinn greinilega frá foreldrum sínum; ,,bless læknir, er að fara heim að drekka....  algjör snilld

Ýrin, 4.4.2007 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband