Miðvikudagur, 16. maí 2007
Að éta ofan í sig...
Hvaða foreldrar kannast ekki við það þegar unginn þeirra er nýfæddur að horfa á öll "óþekku" börnin og hugsa "...þú verður aldrei svona elsku litla barn." Þetta gerði ég líka og er um það bil búin að éta það allt ofan í mig. Ég hélt að dóttir mín yrði aldrei barnið sem öskrar í búðinni eða í fataklefanum í leikskólanum. Hún má að vísu eiga það að hún er mjög góð í búðum en í morgun í leikskólanum gjörsamlega umturnaðist barnið og öskraði af lífs og sálar kröftum. Ekki það að eitthvað mikið hefði komið fyrir heldur af því að hún mátti ekki fara út á inniskónum! Það versta var að hún var ekki orðin róleg þegar við Erling yfirgáfum leikskólann ég heyrði öskrin í henni allan tímann sem ég gekk að hliðinu.
Ég held þó að þessi hegðun hafi eitthvað með það að gera að ég er búin að vera svo mikið frá heimilinu sökum anna (SL ég sagði ekki orðið;)). Hún hefur meira að segja sofið ver en áður þessi elska. En núna er ég komin aftur jibbí!!! ...
d. - sem ætlar út í kvöld;)
Um bloggið
Lady-Dee enn á ný
Myndaalbúm
Tenglar
Vinir mínir og félagar.
- Ragna Bára
- Gamla bloggið mitt:)
- Finnur Finnur æskuvinur minn
- Þórey Edda Stangarstökkvari Íslands
- Guðrún Björk ..námsgella og snillingur
- Konungshjónin Hildur og Gulli
- Jóhanna Jóhanna æskuvinkona mín.
- Ragga Dís Fimleikaskutla
- Sigga Lísa sæta Kennari og fimleikadís
- Perla mín
Fjölskyldan mín.
- Tinna Sæta frænka Listfræðineminn okkar:)
- Birkir Birkir hennar Dagnýjar
- Halli Í köbem í köben hérna út í köbenhavn
- Dagný litla systir Prímadonnan
- Anna systir Í kóngsins köben!
- Mamma Bloggar aldrei!
- Katrín Ýr Krúsan mín
- Erling Ástin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 625
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl skvísa,
Ohh hvað ég kannast við þetta - ég hélt að stelpurnar okkar yrðu alltaf svo góðar :-) Við verðum að fara að leyfa þeim að hittast nú þegar prófin hjá þér eru búin. Til hamingju með að vera búin í skólanum í bili, glæsilegar einkunnir hjá þér. Góða skemmtun í óvissuferðinni, ég efast reyndar ekki um það því ég hef það eftir öruggum heimildum að hún verði góð :-)
Perla (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 21:12
Hejsa
Takk fyrir að nefna það ekki Ég á nú þrjú eins og þú veist og núna þegar ég sé lítil sæt ungabörn þá hugsa ég einmitt að einn daginn kemur FREKJAN hahahahaha, tala nú ekki um unglinginn sem segir að maður sé ömurlegasta mamman í heiminum þegar hann fær ekki eitthvað!
SL (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 11:15
hæ hæ og til hamingju með prófin, þú stendur þig eins og hetja.
Eins gott að þessir krakkar okkar séu ekki skaplausir!
Svo er það súpan í hádeginu einhvern daginn, ekki satt?
Eva Úlla (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 14:58
Tetta verda allt radherrar!!!!
d´- i koben!
Lady-Dee, 17.5.2007 kl. 20:13
..og eva ad sjalfsogdu er tad supan! bara um leid og eg kem heim hihi...
Lady-Dee, 17.5.2007 kl. 20:17
Góða skemmtun í Köben dekurdúllan mín! Ég dauðöfunda þig um leið og ég samgleðst...
Ýrin, 18.5.2007 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.