Mánudagur, 4. júní 2007
Útrás, útskrift og útilega (já eða bústaður bara svo töff að hafa þrjú -ú-)
Já, það er greinilega komið sumar í marga bloggara og þar á meðal mig:) Mér finnst ég aldrei hafa neitt að segja þessa dagana (það var nú þá í fyrsta sinn..hahaha).
Ég get þó sagt frá því að ég er búin með öll námskeið í mastersnáminu mínu HÚRRA!! Núna mæti ég samviskusamlega dag hvern í Odda og vinn að rannsóknarverkefninu mínu. Verkefnið snýr að útrás íslenskra fyrirtækja. Ég mun taka viðtöl við níu stjórnendur útrásarfyrirtækja, bera þau saman og reyna að segja eitthvað gáfulegt um þessa velgengni. Markmið mitt er að útskrifast úr náminu í október og vona ég sannarlega að það takist:)
Við KÝ skruppum í bústað um helgina ásamt Eddu, Ingu og börnum. Það var ferlega næs og kósí hjá okkur. Börnin voru svo góð að við vissum ekki af þeim, sveitin virðist hafa þessi áhrif á börn. Þar eru allir vinir og leika saman stórir sem smáir. Þetta er önnur helgin í röð sem við dóttla förum og það stefnir jafnvel í næstu helgi líka. Ég vona það að minnsta kosti.. kósí.. kósí.. Það versta þó við þessar bústaðarferðir er hvað það virðist allt ganga út á að borða .þarf aðeins að breyta því mynstri þegar maður fer svona oft. Spurning um að taka bara hlaupagallann með og taka spretti milli þess sem maður gúffar í sig.
Það nýjasta hjá dóttlunni er að segja öllum sem heyra vilja að hún ætli að verða læknir þegar hún verður stór og flissa að hún eigi engan karl... en þó bætir hún yfirleitt við "nei, mamma bara Gulla-karl". Á maður að hafa áhyggjur. hihihih.... Annars erum við mæðgur í því þessa dagana að keppast við að heimsækja alla þá sem ég hef misst samband við meðan á náminu hefur staðið:p það hefur gengið ágætlega en þó er slatti eftir enn og betur má ef duga skal.... Látið mig vita ef ég er að gleyma ykkur það er þá ekki illa meint;)
knús
d.
Um bloggið
Lady-Dee enn á ný
Myndaalbúm
Tenglar
Vinir mínir og félagar.
- Ragna Bára
- Gamla bloggið mitt:)
- Finnur Finnur æskuvinur minn
- Þórey Edda Stangarstökkvari Íslands
- Guðrún Björk ..námsgella og snillingur
- Konungshjónin Hildur og Gulli
- Jóhanna Jóhanna æskuvinkona mín.
- Ragga Dís Fimleikaskutla
- Sigga Lísa sæta Kennari og fimleikadís
- Perla mín
Fjölskyldan mín.
- Tinna Sæta frænka Listfræðineminn okkar:)
- Birkir Birkir hennar Dagnýjar
- Halli Í köbem í köben hérna út í köbenhavn
- Dagný litla systir Prímadonnan
- Anna systir Í kóngsins köben!
- Mamma Bloggar aldrei!
- Katrín Ýr Krúsan mín
- Erling Ástin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 625
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með námið......þú ert alveg að gleyma mér.
EÚ (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 12:07
kem á eftir er það nógu fljótt híhíhí....
Lady-Dee, 4.6.2007 kl. 13:23
Til hamingju, heilsaðu mér næst úti á götu því ég man ekki hvernig þú lítur út! ;o)
Hannes Heimir Friðbjörnsson, 4.6.2007 kl. 15:37
Ég virðist vera að gleymast líka.......
Ýrin, 4.6.2007 kl. 17:56
Hannes ég verð með tíkó og rauða borða í hárinu, trúi því ekki að þú missir af mér! BTW velkominn á moggabloggið þetta er eina vitið
..og Ýr ég er nýbúin að vera hjá þér enga frekju ahahaha. En aldrei að vita nema við förum að heimsækja "ývrar í seitina" eins og KÝ segir það...
Lady-Dee, 4.6.2007 kl. 21:09
hahahaha hafður engar áhyggjur af dóttlunni, hún má alveg fá Gulla sem karlinn sinn....allavega ef hún fer í læknisfræði hahahaha
Þú er alveg að taka námið með trompi!! Hetja!!
Ásdís (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 21:10
Þú ert bara svo skemmtileg, verð að hitta þig sem oftast:)
Ýrin, 4.6.2007 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.