Mánudagur, 11. júní 2007
Ásta Lovísa.
Ég á nokkrar minningar um Ástu Lovísu. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar við vorum um það bil 10 ára í KFUK. Sérstaklega er minnistæð helgarferð sem við fórum í sumarbústað í Ölfusborgum. Þar vorum við eitthvað að spjalla eins og gengur og þar sagði hún mér að mamma sín væri dáin. Ég get ekki gleymt hvað mér fannst þetta skrítið og vorkenndi ég henni mikið. Mér fannst bara að börn ættu að eiga mömmu og pabba á lífi. Núna hefur sagan endurtekið sig og hennar börn eru móðurlaus , eru ekki samfeðra og munu þar að leiðandi ekki alast upp saman. Rétt eins og var með hana og hennar systkini.
Seinna í þessari bústaðaferðm grét hún sig í svefn vegna þess að hún var svo hrædd um að ganga með erfðasjúkdóminn sem dró mömmu hennar til dauða. Ég man hvað þetta var erfið ferð fyrir alla og mun ég aldrei gleyma hvað hún grét sárt þetta kvöld, hún var óhuggandi. Mér er líka spurn hvað er hægt að segja við barn sem hefur misst foreldri sitt? Þetta eru spor sem ómögulegt að setja sig í. Það er svo sárt að missa ástvin.
Núna ekki svo mörgum árum seinna er Ásta dáin og ekki úr erfðasjúkdóminum sem gengur í kvenlegg í fjölskyldu hennar heldur úr krabbameini. Hversu ósanngjarnt getur lífið verið. Systir hennar og móðir dóu úr erfðasjúkdómnum en svo fær hún krabbamein.
Í morgun var Ásta Lovísa jörðuð. Hún var jafngömul mér og skilur eftir sig mann og þrjú börn. Ég samhryggist fjölskyldunni innilega og hef sent hlýjar hugsanir, haft kveikt á kertum og spilað rólega tónlist í morgun.
Blessuð sé minning hennar.
d.
Um bloggið
Lady-Dee enn á ný
Myndaalbúm
Tenglar
Vinir mínir og félagar.
- Ragna Bára
- Gamla bloggið mitt:)
- Finnur Finnur æskuvinur minn
- Þórey Edda Stangarstökkvari Íslands
- Guðrún Björk ..námsgella og snillingur
- Konungshjónin Hildur og Gulli
- Jóhanna Jóhanna æskuvinkona mín.
- Ragga Dís Fimleikaskutla
- Sigga Lísa sæta Kennari og fimleikadís
- Perla mín
Fjölskyldan mín.
- Tinna Sæta frænka Listfræðineminn okkar:)
- Birkir Birkir hennar Dagnýjar
- Halli Í köbem í köben hérna út í köbenhavn
- Dagný litla systir Prímadonnan
- Anna systir Í kóngsins köben!
- Mamma Bloggar aldrei!
- Katrín Ýr Krúsan mín
- Erling Ástin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 625
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var einmitt búin að fylgjast svo mikið með þessari stelpu. Þetta er svo sorglegt:( Ég táraðist þegar að ég las minningargreinarnar í dag. Blessuð sé minning hennar og vona ég að börnin hennar og nánustu fái styrk frá guði í þessum erfiðu sporum.
Birna frænka (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.