Föstudagur, 22. júní 2007
Nú er sumar gleðjist gumar...
Ég sé að þegar líður á sumarið þá fækkar bloggunum hjá fólki, ástæður má telja gott veður, frí og jákvæðni. Að minnsta kosti finnst mér fólk á Íslandi verða jákvæðara og orkumeira yfir sumartímann. Það gerir pottþétt öll sólin sem það fær í kroppinn, spurning um að finna einhverja töfralausn til þess að auka orku okkar Íslendinga yfir vetrartímann. Kannski væri lausnin einhvers konar búnaður sem gefur manni orku meðan maður sefur:D Vá ég væri til í svoleiðis!
Annars er lítið að frétta er bara á fullu í lokaverkefninu sem aldrei fyrr og bíð auðvitað líka í ofvæni eftir sumarfríinu sem fer alveg að koma að:) Svo hlakka ég bara til að fara í Jónsmessuhlaupið á laugardagskvöld, ætla að reyna að láta ekki keppnis-Dögg taka yfirhöndina svo ég æli nú ekki blóði þegar ég kem í mark. En vá hvað ég vildi að ég væri 20 kg léttari í þessum hlaupum mínum er ekkert smá þung á mér púff púff.. vona að lýsið fari að leka af við þessa hreyfingu. Það virðist þó gerast mjöög hægt fór á vigtina í morgun og var 1,5 kg þyngri heldur en þegar átakið hófst! Skil ekki hvernig það má vera eftir allt þetta skyr, speltbrauð, flatkökur, græna te og detox-drykki. Ég hlýt að vera með mörg mörg kíló af bjúg á líffærunum eða eitthvað! Jæja ætla að henda mér í sturtu eftir öll hlaupin..
Þangað til næst
d.
Um bloggið
Lady-Dee enn á ný
Myndaalbúm
Tenglar
Vinir mínir og félagar.
- Ragna Bára
- Gamla bloggið mitt:)
- Finnur Finnur æskuvinur minn
- Þórey Edda Stangarstökkvari Íslands
- Guðrún Björk ..námsgella og snillingur
- Konungshjónin Hildur og Gulli
- Jóhanna Jóhanna æskuvinkona mín.
- Ragga Dís Fimleikaskutla
- Sigga Lísa sæta Kennari og fimleikadís
- Perla mín
Fjölskyldan mín.
- Tinna Sæta frænka Listfræðineminn okkar:)
- Birkir Birkir hennar Dagnýjar
- Halli Í köbem í köben hérna út í köbenhavn
- Dagný litla systir Prímadonnan
- Anna systir Í kóngsins köben!
- Mamma Bloggar aldrei!
- Katrín Ýr Krúsan mín
- Erling Ástin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sé hér að þú hefur skellt þér áðan skvís. Ég er ekki að svíkjast undan og fer í fyrramálið í staðinn. Tónleikarnir voru geggjaðir hjá Amiinu systrum. Hlakka til Jónsmessuhlaupsins.... =) SE
Sigrún Erna (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 00:29
Þú rétt ræður stelpa;)
Lady-Dee, 22.6.2007 kl. 00:53
Frábært hjá þér að vera farin að hlaupa... Rekst kannski á þig í Jónsmessuhlaupinu.. ef ekki þá allavega gangi þér vel :o)
Kveðja, Gunna (vinkona hennar Perlu)
Guðrún Lauga Ólafsdóttir, 22.6.2007 kl. 08:35
Keppnis-Dögg er klikkuð!! Aðeins að róa sig
Raggi (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 10:29
Já og hún myndi eflaust ná meiri árangri ef hún hefði sömu gen og þú bróðir sæll. Alveg rólegur með brennsluna;)
Lady-Dee, 22.6.2007 kl. 11:24
Já og takk fyrir Gunna við sjáumst örugglega vonandi í maraþoninu! Eða ég á að minnsta kosti eftir að sjá bakhlutann á þér þegar þú stingur mig af!
Lady-Dee, 22.6.2007 kl. 11:26
Krafturinn í þér kelling
En þú ert allt of sjaldan heima!! sakna þess að fá þig ekki í kaffi þú skokkar nú kannski bráðlega yfir
kv.Ásdís
Ásdís (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 00:01
Er komin með upp í kok af þessu blessaða spiki okkar...við aaaaalllveg duglegar og allt pikkfast á okkur:( buhuhu...en við gefumst ekki upp - er næsta skrefið kannski heilsuhælið í hveragerði..haha eða heilsubælið í gerfahverfi...múhahaha
birna (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 22:18
Sammála Birna! Þurfum að fara í allsherjar læknisskoðun! Hlýtur að vera eitthvað ekki rétt í þessu!
Lady-Dee, 24.6.2007 kl. 00:58
koma svo syss....ég mæti klárlega með ykkur í átak á flug heim 27. júlí..... díses, ég kenni Danmerku um að ég sé orðin hlunkur....en allavega, við fengum íbúðina í Keflavík, fáum um miðjan ágúst:)
Hey já og msnið mitt eyðilagðist, nenniru að adda mér inn:annamargret10@gmail.com líka þú Erling:)
kisskiss
Anna Margrét (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 17:32
Hæ syss!
Þú mætir með hlaupaskóna kemur með í maraþonið! Klárlega!! TIl hamningju með íbúðina ég er búin að adda þér á msn-ið
mússí múss
d.
Lady-Dee, 25.6.2007 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.