Þriðjudagur, 26. júní 2007
Heimur versnandi fer...
Sit hér á ónefndu kaffihúsi og bíð eftir að taka 7. viðtalið í mastersverkefni mínu. Á borðinu við hliðina á mér sitja stelpur ekki eldri en 17 ára og ræða um eiturlyf eins og ekkert sé sjálfsagðara, ég veit ekki af hverju þær eru ekki í vinnunni en það hefði maður sjálfsagt verið sjálfur á þessum aldri á þessum tíma. Ja þær gætu svo sem verið að vinna vaktavinnu en það sem vakti undrum mína er hvað þær voru hlaðnar merkjavöru. Báðar með Guess töskur í guess bolum, diesel gallabuxum og kavasaki skóm. Mér finnst guess of dýrt og of fullorðinslegt fyrir stelpur á þessum aldri.
Á laugardagskvöld fór ég í áður nefnt Jónsmessuhlaup, hljóp þar 5 km og sé enn eftir því að hafa ekki stoppað þegar ég var rétt fyrir ofan húsdýragarðinn. En þar var par með ungan dreng með sér (8-9 ára). Þau voru bæði haugadrukkinn og reið. Þvoglumælt voru þau að segja drengnum eitthvað til og hann var hálfkjökrandi. Mér fannst þetta hrikaleg sjón, já mér finnst að ég hefði átt að stoppa en margir segðu að maður eigi ekki að skipta sér af svona málum, hvað finnst ykkur? Mér finnst þetta svo erfitt að meta.
d.
Um bloggið
Lady-Dee enn á ný
Myndaalbúm
Tenglar
Vinir mínir og félagar.
- Ragna Bára
- Gamla bloggið mitt:)
- Finnur Finnur æskuvinur minn
- Þórey Edda Stangarstökkvari Íslands
- Guðrún Björk ..námsgella og snillingur
- Konungshjónin Hildur og Gulli
- Jóhanna Jóhanna æskuvinkona mín.
- Ragga Dís Fimleikaskutla
- Sigga Lísa sæta Kennari og fimleikadís
- Perla mín
Fjölskyldan mín.
- Tinna Sæta frænka Listfræðineminn okkar:)
- Birkir Birkir hennar Dagnýjar
- Halli Í köbem í köben hérna út í köbenhavn
- Dagný litla systir Prímadonnan
- Anna systir Í kóngsins köben!
- Mamma Bloggar aldrei!
- Katrín Ýr Krúsan mín
- Erling Ástin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skil þig vel, þetta er mjög erfitt. Ég veit ekki hvað maður á að gera í svona málum. Kannski hefðir þú lent í einhverju veseni með því að skipta þér af. Ég er orðin svo mikil dreifbýlistútta og ég hefði kannski skipt mér af, það er allt svo nálægt manni hérna á hjara veraldar og allir með nefið ofan í hvers manns koppi. Skilljú.
Hlauptu, stelpa hlauptu, sýndu hvað þú getur... hehe, þú ert rosa dugleg að hlaupa, ég bætist í hópinn þegar hásinin er hætt að vera bólgin...
Guðný Stefanía (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 15:10
Í raun veit ég ekki hvað skal gera i svona málum, en ég held að ég hefði stoppað...eg get stundum ekki hammið sjálfa mig þegar eg sé svona hrikalega hluti sérstaklega gagnvart börnum...og er maður alltaf að sjá meira af þessu því miður!!
Ég veit ekki..ef engin skiptir sér af svona málum hvar endar þetta þá..spyr ég???
Eva frænka (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.