Mánudagur, 30. júlí 2007
Portúgal, SKB-hátíð og ritgerð..
Jæja þá erum við loksins komin frá Portúgal mættum aftur á Klakann aðfaranótt miðvikudags. Dvölin þar var í alla staði yndisleg þó svo að yngsti meðlimurinn hafi fengið hlaupabólu fyrstu vikuna. Það kom þó bara að góðu þar sem við framlengdum dvölina um viku:) Um helgina fórum við svo á Sumarhátíð SKB það var ekkert smá skemmtilegt og veðrið bara fínt. Þar kom í ljós að dóttir mín er að verða feimin og hrædd við hitt og þetta. Skoppa og Skrítla komu að skemmt á föstudagskvöldinu og kölluðu börn upp á svið að syngja með sér mín dama vildi nú ólm fara en hélt sér til hliðar feimin á svip og söng ekki með einu einasta lagi. Í lokin buðu þær börnunum að fá myndir með sér og enn stóð mín til hliðar þar til Hrefna (Skrítla) sótti hana til þess að hún fengi mynd eins og hin börnin. Á laugardeginu var svo útsýnisflug og ég get ekki sagt að ég með mína flughræðslu hafi verið spennt en eftir nokkra umhugsun dreif ég mig með dóttlunni og Erling. Skottan var mjög spennt en um leið og vélin fór í loftið tóku tárin að streyma, mér tókst þó að hugga hana en það sem eftir var flugsins horfði hún niður í gólf þar til við lentum og sagði þá hátt og snjallt með skrítnum örvætningartón í röddu "mamma það var rooosalega gaman hehehe", ég spurði hana þá hvort hún vildi ekki drífa sig aftur en hún svaraði að bragði með sama tóni "Nei nei ég er búin í flugvélinni" og þar við sat. Í gær var svo boðið upp á hesta fyrir krakkana hún var enn á ný mjög spennt og settist á hestinn. Pabbi hélt í tauminn á meðan ég hélt við hana. Viti menn um leið og hesturinn átti að fara að stað varð mín kona viti sínu fjær af hræðslu.
En nú er best að vakna úr þessu sælulífi og rífa sig upp á rassgatinu og fara að skrifa ritgerð.. Er alveg komin með kvíðahnút í magann hef bara rétt tvo mánuði núna. Púffi púff....
d.
Um bloggið
Lady-Dee enn á ný
Myndaalbúm
Tenglar
Vinir mínir og félagar.
- Ragna Bára
- Gamla bloggið mitt:)
- Finnur Finnur æskuvinur minn
- Þórey Edda Stangarstökkvari Íslands
- Guðrún Björk ..námsgella og snillingur
- Konungshjónin Hildur og Gulli
- Jóhanna Jóhanna æskuvinkona mín.
- Ragga Dís Fimleikaskutla
- Sigga Lísa sæta Kennari og fimleikadís
- Perla mín
Fjölskyldan mín.
- Tinna Sæta frænka Listfræðineminn okkar:)
- Birkir Birkir hennar Dagnýjar
- Halli Í köbem í köben hérna út í köbenhavn
- Dagný litla systir Prímadonnan
- Anna systir Í kóngsins köben!
- Mamma Bloggar aldrei!
- Katrín Ýr Krúsan mín
- Erling Ástin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það hlaut að vera að þið hefðuð bætt við viku, skildi ekkert í hvar af þér hafði orðið Þú rúllar nú upp ritgerðinni elskan, hef engar áhyggjur af minni konu, veit sko alveg hvað í henni býr. Nú er um að gera að drífa sig svo í sveitina við tækifæri og sýna Katrínu Ýri hestana, hænuna og hundinn og þá venst hún aftur dýrunum litla skinnið. Sjáumst sem fyrst elskan, knús Ýr
Ýrin, 30.7.2007 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.