Magnavaka!

Jæja... Vá hvernig væri að breyta bara íslensku klukkunni í Hawai tíma á meðan Rockstar Supernova stendur yfir. Eða bara loka öllu fyrir hádegið, væri það ekki bara fínt?? Ég svaf amk á mínu græna til 10:30 í morgun og það gerði dóttir mín líka:p 

Það er ótrúlegt hvað ég hef séð nýja hlið á Erling þessa daga, hann er svo ótrúlegt Supernova-fan og ætlar að láta okkar mann í keppninni komast alla leið. Í nótt kaus hann Magna hvorki meira né minna en 300 sinnum! Vá ótrúleg elja í manninum. 

Annars er ég bara að bögglast við að koma mér í lærdómsgírinn. Reyni að vera dugleg að lesa, þetta er bara svo asskoti mikið kemst aldrei yfir þetta allt. Kennararnir segja að maður verði að líta á þetta eins og jólahlaðborð, velja það sem okkur finnst best og láta hitt eiga sig. Hvernig í ans á ég að geta það þar sem ég borða alltaf allt á þessum hlaðborðum.

 dee.

 P.s. reyniði nú að kommenta ekki gefast upp. Það er bara vesen í fyrsta sinn en svo er það ekkert mál:p


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lady-Dee

Það er nú bara ágætt:D

Lady-Dee, 7.9.2006 kl. 00:21

2 identicon

hæ hæ sæta mín og til lukku með nýju síðuna þína:) Ég kaus og kaus en var ekki með tölvuna mína þannig að ég var bara með gemsann að vopni og sofanði með hann í fanginu;) Maður verður að standa sig og greinilegt að við á litla skerinu gerum það því hann Magni okkar komst áfram:)
Ég verð nú að segja eitt, margir eru MJÖG hissa hvað hann er góður og hvað hann hefur komist langt. Þar sem að ég hef farið á óteljandi mörg böll með á Móti Sól þá er ég bara ekkert hissa. Vissi alltaf að hann gæti þetta en að sjálfsögðu er hann alltaf að koma á óvart. Það verður stuð Döggin mín að horfa í næstu viku og svo bara BOSTON baby:)
knús Iddý

Iddý (IP-tala skráð) 7.9.2006 kl. 08:09

3 identicon

hæ sæta, bara að stimpla mig inn á bloggið þitt, hitti einmitt Júlíu um daginn og nú fara hlutirnir að gerast.

Agnes (IP-tala skráð) 7.9.2006 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband