23:00 byrjun eða endir á kvöldi?

Var að koma af Sólon þar sem við vinkonurnar hittumst í kvöld til að plana yfirvofandi Bostonferð. Það fór þó lítið fyrir skipulagningu ferðarinnar heldur var umræðuefnið, fæðingar, börn og uppeldi. Við mættum klukkan 19:00 til að geta vera komnar heim á skikkanlegum tíma. Um klukkan 22:00 voru nokkrar farnar að geispa og héldu til síns heima. Við Sigrún, Alda og Harpa ákváðum að sitja aðeins lengur. Rétt fyrir 23:00 mættu stelpuhópar um tvítugt. Hefðu sannarlega getað verðið við fyrir 10 árum síðan. Þær voru stífmálaðar megapæjum með stóra hringeyrnalokka í eyrum. Þær hrúguðust svo á eitt borð keyptu einn bjór SAMAN og reyktu EINA sígarettu saman. Vá hvað við fórum í nostalgíukast og rifjuðum upp í huganum þegar kaffihúsaferðir snerust ekki um að tala um börn og uppeldi þeirra heldur að tala um hitt kynið. Þegar fimmtudagskvöld byrjaði klukkan 23:00.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar Gaukurinn var upp á sitt besta var ansi skemmtiegt að fara þangað á fimmtudagskvöldum, helst ekki fyrr en um 23 og vera þar fram eftir nóttu og þá var maður aldrei þreyttur - þurfti ekkert að sofa! Núna er ég enn að jafna mig eftir að hafa horft á Magna tvö kvöld í röð fram á nótt;)
Uppeldi barna er ágætis umræðuefni (í hófi) en það er enn skemmtilegra að tala um hitt kynið... það má alveg þó það bíði manns einn sætur heima:)

Ýr (IP-tala skráð) 8.9.2006 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband