Föstudagur, 8. september 2006
Viltu vera memm? - Harður heimur.
Þegar ég fór með dóttur mína 20 mánaða í leikskólann í gær stóðu þau börn, sem mætt voru í kringum kubbakassa og tíndu upp kubba einn af öðrum. Þegar dóttir mín birtist sagði ein nokkrum mánuðum eldri "NEI ekki þú". Ég móðirin fékk sting í hjartað og dóttir mín fór að hágráta og vildi ekki vera eftir í leikskólanum. Þegar ég kom og sótti hana benti hún á hendina og sagði: "óó óó" Þá sagði leikskólakennarinn hennar að hún hefði verið bitið. Erfiður dagur fyrir litla sál.
Ég sjálf átti aftur erfiðan dag í dag. Ég mætti í fyrsta sinn í valnámskeiðið mitt, sjónvarpsþætti og heimildamyndir, sem ég valdi af allt öðru sviði en mínu í Háskólanum. Fólkið sem er í þessu námskeiði er að hefja annað ár, þetta er lítill hópur sem þekkist vel. Ég mætti með bros á vör spennt að læra það sem mig langar svo mikið að læra. Þorsteinn J. kennir fagið og fór fljótlega að tala um að við þyrftum að skipta okkur í hópa. Ég fór að horfa í kringum mig og vonast til að sjá góðleg andlit sem myndu taka mig inn í sinn hóp. En allt kom fyrir ekki enginn bauð sig fram. Í lok tímans brá ég á það ráð að kynna mig þar sem ég allir þekktust nema ég var ný. Ég kynnti mig, sagði að ég væri í mannauðsstjórnun og ætlaði svolítið að tvinna þessi tvö fög saman. Einnig sagði ég hvað ég væri búin að vera að starfa. En viti menn enginn vildi vera memm.
d.
Um bloggið
Lady-Dee enn á ný
Myndaalbúm
Tenglar
Vinir mínir og félagar.
- Ragna Bára
- Gamla bloggið mitt:)
- Finnur Finnur æskuvinur minn
- Þórey Edda Stangarstökkvari Íslands
- Guðrún Björk ..námsgella og snillingur
- Konungshjónin Hildur og Gulli
- Jóhanna Jóhanna æskuvinkona mín.
- Ragga Dís Fimleikaskutla
- Sigga Lísa sæta Kennari og fimleikadís
- Perla mín
Fjölskyldan mín.
- Tinna Sæta frænka Listfræðineminn okkar:)
- Birkir Birkir hennar Dagnýjar
- Halli Í köbem í köben hérna út í köbenhavn
- Dagný litla systir Prímadonnan
- Anna systir Í kóngsins köben!
- Mamma Bloggar aldrei!
- Katrín Ýr Krúsan mín
- Erling Ástin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki í lagi með þetta lið???? þau eru bara óheppin að missa af því að vera með þér í hóp!!!! kv.Ásdís
Ásdís (IP-tala skráð) 8.9.2006 kl. 19:19
Ég var bara í sjokki þegar þú sagðir mér þetta! Sumir eru ekki alveg allt í lagi. Trúðu mér, það er MIKILL missir fyrir þetta fólk að hafa þig ekki í hóp með sér. Þegar þú ert komin inn í einn hóp og farin að sýna hvað í þér býr þá skal ég lifa þér því að hinir hóparnir vildu óska að þeir hafi sýnt SMÁ vinsemd og boðið þér að vera með sér:)
Þín ástkæra systir Dagný
Dagný (IP-tala skráð) 8.9.2006 kl. 20:45
Hvað er í gangi, er þetta ekki fullorðið fólk??? Blóðrásin fór bara af stað í morgun þegar ég las þetta nývöknuð!! Tek undir með Ásdísi og Dagnýju að þau eigi svo sannarlega eftir að sjá eftir þessu.
Kv, Sigrún Erna
Sigrún Erna (IP-tala skráð) 9.9.2006 kl. 10:14
Takk fyrir stuðningin stelpur mínar þið eruð æði:D
Lady-Dee, 9.9.2006 kl. 11:01
fólk er undarlegt
ragna (IP-tala skráð) 10.9.2006 kl. 11:01
Já mér finnst þetta vera nákvæmlega eins og vinur minn sagði við mig: Allir þekktust og enginn þorði að taka sjens á þessum nýja. Bælingjar...
kv
Lady-Dee, 10.9.2006 kl. 13:07
Ég er enn í sjokki eftir að ég las þetta. Ótrúlegt að fullorðið fólk, þar að auki wannabe fjölmiðlamenn hagi sér svona. Baráttukveðjur þú lætur ekki þetta buga þig:)
Ýr (IP-tala skráð) 10.9.2006 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.