Viltu vera memm? - Harður heimur.

Þegar ég fór með dóttur mína 20 mánaða í leikskólann í gær stóðu þau börn, sem mætt voru í kringum kubbakassa og tíndu upp kubba einn af öðrum. Þegar dóttir mín birtist sagði ein nokkrum mánuðum eldri "NEI ekki þú". Ég móðirin fékk sting í hjartað og dóttir mín fór að hágráta og vildi ekki vera eftir í leikskólanum. Þegar ég kom og sótti hana benti hún á hendina og sagði: "óó óó" Þá sagði leikskólakennarinn hennar að hún hefði verið bitið. Erfiður dagur fyrir litla sál.

Ég sjálf átti aftur erfiðan dag í dag. Ég mætti í fyrsta sinn í valnámskeiðið mitt, sjónvarpsþætti og heimildamyndir, sem ég valdi af allt öðru sviði en mínu í Háskólanum. Fólkið sem er í þessu námskeiði er að hefja annað ár, þetta er lítill hópur sem þekkist vel. Ég mætti með bros á vör spennt að læra það sem mig langar svo mikið að læra. Þorsteinn J. kennir fagið og fór fljótlega að tala um að við þyrftum að skipta okkur í hópa. Ég fór að horfa í kringum mig og vonast til að sjá góðleg andlit sem myndu taka mig inn í sinn hóp. En allt kom fyrir ekki enginn bauð sig fram. Í lok tímans brá ég á það ráð að kynna mig þar sem ég allir þekktust nema ég var ný.  Ég kynnti mig, sagði að ég væri í mannauðsstjórnun og ætlaði svolítið að tvinna þessi tvö fög saman.  Einnig sagði ég hvað ég væri búin að vera að starfa. En viti menn enginn vildi vera memm.

d.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki í lagi með þetta lið???? þau eru bara óheppin að missa af því að vera með þér í hóp!!!! kv.Ásdís

Ásdís (IP-tala skráð) 8.9.2006 kl. 19:19

2 identicon

Ég var bara í sjokki þegar þú sagðir mér þetta! Sumir eru ekki alveg allt í lagi. Trúðu mér, það er MIKILL missir fyrir þetta fólk að hafa þig ekki í hóp með sér. Þegar þú ert komin inn í einn hóp og farin að sýna hvað í þér býr þá skal ég lifa þér því að hinir hóparnir vildu óska að þeir hafi sýnt SMÁ vinsemd og boðið þér að vera með sér:)
Þín ástkæra systir Dagný

Dagný (IP-tala skráð) 8.9.2006 kl. 20:45

3 identicon

Hvað er í gangi, er þetta ekki fullorðið fólk??? Blóðrásin fór bara af stað í morgun þegar ég las þetta nývöknuð!! Tek undir með Ásdísi og Dagnýju að þau eigi svo sannarlega eftir að sjá eftir þessu.
Kv, Sigrún Erna

Sigrún Erna (IP-tala skráð) 9.9.2006 kl. 10:14

4 Smámynd: Lady-Dee

Takk fyrir stuðningin stelpur mínar þið eruð æði:D

Lady-Dee, 9.9.2006 kl. 11:01

5 identicon

fólk er undarlegt

ragna (IP-tala skráð) 10.9.2006 kl. 11:01

6 Smámynd: Lady-Dee

Já mér finnst þetta vera nákvæmlega eins og vinur minn sagði við mig: Allir þekktust og enginn þorði að taka sjens á þessum nýja. Bælingjar...

kv

Lady-Dee, 10.9.2006 kl. 13:07

7 identicon

Ég er enn í sjokki eftir að ég las þetta. Ótrúlegt að fullorðið fólk, þar að auki wannabe fjölmiðlamenn hagi sér svona. Baráttukveðjur þú lætur ekki þetta buga þig:)

Ýr (IP-tala skráð) 10.9.2006 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband