Líkt og lygasaga - Seinkun Iceland Express síðastliðinn fimmtudag!

 Merki Iceland Express

Við vorum þrjár hressar sem mættum í Leifsstöð um 5 leytið aðfaranótt fimmtudagsins 7. febrúar. Við vorum á leið í langt ferðalag til Skagen þar sem ætlunin var að dvelja fram á sunnudag. Allt gekk vel við innritunarborðið og svo var farið í fríhöfnina verslað aðeins og drukkið kaffi:) Ef vélin hefði verið á áætlun átti hún að fara í loftið klukkan 7:15 en þá kom fyrsta seinkun upp 7:45 það var allt í lagi þá var bara hægt að kíkja i fleiri verslanir og spóka sig. Svo varð klukkan 7:45 og ekkert gerðist sem var skiljanlegt því það sást ekki út úr augum. Klukkan 12:00 var svo tilkynnt að það ætti að reyna að fara í loftið, allir voru hressir og ánægðir og trúðu að það væri rétt. Þegar við vorum búin að sitja í vélinni í næstum 90 mínítur var tilkynnt að það væri frestun til 16:00 en nú væru komnar samlokur og drykkur fyrir alla. Á þessum tímapunkti urðum við að gera ýmsar ráðstafanir, því ljóst var að við værum búnar að missa af tengiflugi okkar frá Kaupmannahöfn til Álaborgar. Fyrsta skref var að hringja í SAS og fá fluginu seinkað, við seinkuðum því um sólarhring og borguðum breytingargjald 7 þús krónur á mann. Þá kom næsti höfuðverkur að finna gistingu í Kaupmannahöfn. Það kom fljótlega í ljós að það voru öll hótel uppbókuð vegna tískuráðstefnu sem var einmitt þessa helgi. En með smá "fiffi" og öðrum reddingum tókst okkur að bóka herbergi á Radisson SAS á Amager í Kaupmannahöfn herbergið fengum við á 30 þúsund krónur. Svo leið og beið og aftur er kallað út í vél klukkan 16:00 ég get ekki sagt að fólk hafi verið jafn spennt og í fyrra skiptið. Spurningarnar sem brunnu á fólki voru: "ég á eftir að sjá þetta gerast" ... og í annað sinn sátum við í vélinni á meðan var verið að bræða af flugvélinni. En það var sama saga vélin gat ekki farið í loftið en þó horfðum við á vélar Icelandair fljúga nær allan daginn. "öðruvísi vélar, aðrir staðlar" sögðu þau. Ég get ekki sagt annað að það hafi verið orðið þungt í fólki eftir að hafa verið hent út í annað sinn. Eftir þetta kom skrítið tímabil. Það var engar upplýsingar frá flugfélaginu að fá og tímarnir á skjánum virtust aðeins vera til málamynda. Það stóð eitthvað en maður var löngu hættur að taka mark á því. Því þó það stæði 18:00 þá var ekkert tilkynnt þá svo varð bara klukkan meira og meira ... og við reyndum að afbóka hótelið sem við höfðum í örvæntingu bókað. En það var ekki hægt, meira tapað fé. Þarna var flugfélagið farið að bjóða frímiða og endurgreiðslu.

Til að gera langa sögu stutta segi ég að klukkan 2400 var veðrið að mestu gengið niður, fólk lá með flatt nef á glugganum og undraði sig á því að það væri ekki einu sinni kveikt við vélina. Enginn var að reyna neitt. Klukkan 23:00 var London flugi sama fyrirtækis aflýst vegna veðurs, það vakti upp margar spurningar hjá fólki. Hvers vegna var því aflýst en ekki okkar. Alveg eins vél á sama flugvelli.

Þá hófst annað óvissutímabil og voru litlar sem engar upplýsingar um nóttina, allt lokað og við fengum hvorki vott né þurrt. Þetta virtist vonlaust. Það er verið að funda var okkur sagt. Þarf að funda um þetta er ekki bara annað hvort fært eða ekki? Á þessum tíma voru farþegarnir farnir að fara á internetið og bóka með Icelandair daginn eftir. Margir voru búnir að  missa af fundum, hótelum og flugvélum. Rétt fyrir hálf fjögur stóð fullt af fólki við upplýsingaborðið og spurðist fyrir þá var sagt að eftir 15 mínútur yrði látið vita hvort yrði flogið eður ei. Eftir tiltekinn tíma var sagt að það yrði ekki flogið. Við urðum að fara til Danmerkur þannig að við vöktum minn mann sem bókaði fyrir okkur með Icelandair daginn eftir. Einnig bókuðum við Hótel í Keflavík til að hafa gistingu um nóttina. Tvær okkar fóru strax niður en sú þriðja hljóp til baka því hún hafði gleymt pokanum sínum. Þá um það bil tíu mínútum eftir að fluginu hafði verið aflýst var skyndilega ákveðið að hætta við að aflýsa. Sem þýddi að við áttum skyndilega tvö flug til Kaupmannahafnar á sama sólarhring, við hugsuðum okkur þó ekki einu sinni um heldur hlupum við um borð.

Það var margt furðulegt á ferðinni þennan sólarhring sem gott væri að fá útskýringar við.

d.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ýrin

Vá það munar ekki um rugl og bull, minnir næstum á borgarstjórnarflokk D - lista En hvernig er það, fáið þið hótelgistinguna út í Köben bætta frá Iceland Express? Ég kannast við fólk sem átti að fara með sömu vél og þú, en um miðnætti hætti það við og frestaði ferðinni um viku. Veðrið er svo sannarlega  farið að reyna á þolrifin...

Ýrin, 11.2.2008 kl. 14:39

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Smá vangaveltur:

Icelandair keypti meiri hlutann í Iceland Express fyrir nokkrum árum. (Samkeppniseftirlitið er að rannsaka þetta mál)
Allt í einu er ekki mikið ódýrara að fljúga  með Iceland express... ætli þetta sé icelandair að reyna skapa leiðindi gagnvart Icelanexpress????

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.2.2008 kl. 20:44

3 identicon

Ég bíð spennt eftir skemmtilega hluta ferðarinnar.....

Perla

Perla (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband