Mánudagur, 9. október 2006
Ég var búin að gleyma...
...hvað það er yndislegt að sofna þreyttur eftir góða útiveru og hreyfingu. Það fékk ég í gærkvöldi og það var svo frábært að vakna og uppgötva að ég hafði aldrei rumskað bara lagst niður, steinsofnað þar til klukkan hringdi.
Ástæðan fyrir þessu var að í gær fór ég í óvissuferð með unglingahóp http://skb.is . Allur hópurinn hittist á skrifstofu styrktarfélagsins kl 1130. Rútan lagði svo af stað klukkan 12:00 og var ferðinni heitið á Indriðastaði í Borgarfirði. Þar tók á móti okkur Halli Hansen, fyrrum herra Ísland. Hann byrjaði á því að fá okkur til að fara öll í Kraft-galla, sem kom í ljós að var nauðsynlegt íslenskri veðráttu. Það var nefnilega eins og hellt úr fötu. Halli byrjaði á þvi að skipta okkur í hópa og hóparnir kepptu sín á milli. Greinarnar voru: klifur, þá axarkast, blindraleikur, boðhlaup og boltaleikur. Þetta var bara skemmtilegt og það voru þreyttir og ánægðir þáttakaendur sem voru í rútunni á leiðinni í bæinn. Þessu var þó síður en svo lokið. Við héldum áfram og fórum í Smárabíó og sáum vitlausa mynd sem heitir Talladega Nights. Frekar vitlaus mynd en krakkarnir fíluðu hana vel. Að því loknum enduðum við á Fridays í burger.
Þetta var alveg frábær og velheppnuð ferð, mér fannst æðislegt hvað krakkarnir voru jákvæðir og skemmtilegir. En þau eru öll hetjur.
d.
Um bloggið
Lady-Dee enn á ný
Myndaalbúm
Tenglar
Vinir mínir og félagar.
- Ragna Bára
- Gamla bloggið mitt:)
- Finnur Finnur æskuvinur minn
- Þórey Edda Stangarstökkvari Íslands
- Guðrún Björk ..námsgella og snillingur
- Konungshjónin Hildur og Gulli
- Jóhanna Jóhanna æskuvinkona mín.
- Ragga Dís Fimleikaskutla
- Sigga Lísa sæta Kennari og fimleikadís
- Perla mín
Fjölskyldan mín.
- Tinna Sæta frænka Listfræðineminn okkar:)
- Birkir Birkir hennar Dagnýjar
- Halli Í köbem í köben hérna út í köbenhavn
- Dagný litla systir Prímadonnan
- Anna systir Í kóngsins köben!
- Mamma Bloggar aldrei!
- Katrín Ýr Krúsan mín
- Erling Ástin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já ég get trúað því að ferðin hafi verið skemmtileg og gefandi. Halli hefur ekki komið með eitt ljóð, var það ekki hann sem var svo skáldmæltur;)
Rak augun í tenglana þína, sé að konungshjónin eru meðal vina þinna og félaga. Getur þú kannski komið mér í samband við þau, er einmitt að fara til Köben um þarnæstu mánaðamót, væri gaman að hitta hjúin:)
Knús, Ýr
Ýr (IP-tala skráð) 9.10.2006 kl. 16:00
Nei hann var ekkert mikið í ljóðunum:p en var hress og skemmtilegur með aulahúmor sem fékk mann til að hlæja. En ekkert mál að koma þér í samband við konungshjónin.. láttu mig bara vita:p
d.
Lady-Dee, 9.10.2006 kl. 19:40
en gaman:) ég væri alveg til í að vera uppgefin eftir svona skemmtilegan dag....
ELska þig...knús næst minnsta syss...
Anna Margrét (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 13:09
nákvl.... þetta var æði:p við förum í eitthvað svona þegar þið komið heim:)
Lov jú tú
d.
Lady-Dee, 10.10.2006 kl. 13:31
Frábært með krakkana, allt skrifað hjá herranum og ef þú getur ekki glatt þessa krakka þá getur enginn það.......flottust ; Ma
Mamman (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 20:35
Takk múttí:p
Lady-Dee, 12.10.2006 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.