Dagurinn sem fór í bið endalausa bið ...

Já, þetta er frekar skrítinn dagur í dag. Hann hefur meira og minna farið í bið.

  1. Fyrst biðum við Erling eftir dóttlu í margar mínútur þar sem hún átti erfitt með að ákveða hver af böngsunum væri nógu góður kandídat til að fá að fara með í leikskólann (ég veit litla einkabarnið mitt)
  2. Svo beið ég lengi lengi eftir Nínu þar sem hún var að klára verkefni.  Beið vegna þess að við ætluðum að fá okkur Asíu-súpu hvað annað. Þeir sem mig þekkja vita hvað ég þoli illa að verða svöng þannig að í lokin var ég farin að öskra hafði líka ekkert borðað og klukkan langt gengin í tvö.
  3. Svo loksins þegar á Asíu var komið fékk ég súpuna fljótt en þurfti að bíða mjög lengi eftir því að hún kólnaði (erfitt að vera svangur)
  4. Á meðan á þessu stóð var ég að bíða eftir meili eða hringingu vegna nýrrar vinnu
  5. Svo sótti ég einkadótturina á leikskólann og beið eftir að hún þurfti að gera hina og þessa hluti. Aðeins þetta og aðeins hitt.
  6. Svo ákváðum við mæðgur að fara til mömmu. Hún var ekki heima þannig að við mæðgur sátum í stigaganginum í 30 mínútur ... því hún var aaaalveg að koma ...
  7. Þegar klukkan var 18 fór ég að spá í hvort Erling vær væntanlegur því hann reiknaði með því að vera búinn um það leyti. Nú er klukkan að verða 22 og ekki er hann kominn enn. Hvað er 4-5 tíma seinkun á milli vina þegar maður hefur verið í 23ja tíma seinkun í Keflavík.
  8. Klukkan líkt og áður sagði langt gegnin í 22 og ég hef ekkert heyrt frá konunni með starfið. Hringir vart úr þessu.
  9. Svo er ég líka smá núna að bíða eftir að Birna mín hringi.

d. - fegin að biðdagurinn mikli er senn á enda.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ýrin

ég kann ekki að bíða, getur þú kennt mér það?

Ýrin, 27.2.2008 kl. 17:20

2 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

ÞEGAR ÉG HUGSAÐI TIL SETNINGARINNAR "SÁ Á BYRINN SEM BÍÐUR", VARÐ ÉG ÖRLÍTIÐ ÞOLINMÓÐARI.  AP NÝTA BIÐINA Í EITTHVAÐ GAGNLEGT, TILDÆMIS HVERJU ÉG ÆTLA AÐ KOMA Í VERK Á MORGUNN.    EN.   ÞAÐ ER ÓÞOLANDI AÐ BÍÐA HÉR OG ÞAR, VERANDI MEÐ BÖRN OG EINNIG VERANDI Í VINNU, EIGINLEGA ER ALLS EKKI HÆGT AÐ BJÓÐA OKKUR UPP Á ÞAÐ, ER ÞAÐ EKKI ÓTRÚLEGT SKIPULAGSLEYSI Í GANGI ÞEGAR SVO ER'??????????????

Sólveig Hannesdóttir, 6.3.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband