Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Dagurinn sem fór í bið endalausa bið ...
Já, þetta er frekar skrítinn dagur í dag. Hann hefur meira og minna farið í bið.
- Fyrst biðum við Erling eftir dóttlu í margar mínútur þar sem hún átti erfitt með að ákveða hver af böngsunum væri nógu góður kandídat til að fá að fara með í leikskólann (ég veit litla einkabarnið mitt)
- Svo beið ég lengi lengi eftir Nínu þar sem hún var að klára verkefni. Beið vegna þess að við ætluðum að fá okkur Asíu-súpu hvað annað. Þeir sem mig þekkja vita hvað ég þoli illa að verða svöng þannig að í lokin var ég farin að öskra hafði líka ekkert borðað og klukkan langt gengin í tvö.
- Svo loksins þegar á Asíu var komið fékk ég súpuna fljótt en þurfti að bíða mjög lengi eftir því að hún kólnaði (erfitt að vera svangur)
- Á meðan á þessu stóð var ég að bíða eftir meili eða hringingu vegna nýrrar vinnu
- Svo sótti ég einkadótturina á leikskólann og beið eftir að hún þurfti að gera hina og þessa hluti. Aðeins þetta og aðeins hitt.
- Svo ákváðum við mæðgur að fara til mömmu. Hún var ekki heima þannig að við mæðgur sátum í stigaganginum í 30 mínútur ... því hún var aaaalveg að koma ...
- Þegar klukkan var 18 fór ég að spá í hvort Erling vær væntanlegur því hann reiknaði með því að vera búinn um það leyti. Nú er klukkan að verða 22 og ekki er hann kominn enn. Hvað er 4-5 tíma seinkun á milli vina þegar maður hefur verið í 23ja tíma seinkun í Keflavík.
- Klukkan líkt og áður sagði langt gegnin í 22 og ég hef ekkert heyrt frá konunni með starfið. Hringir vart úr þessu.
- Svo er ég líka smá núna að bíða eftir að Birna mín hringi.
d. - fegin að biðdagurinn mikli er senn á enda.
Um bloggið
Lady-Dee enn á ný
Myndaalbúm
Tenglar
Vinir mínir og félagar.
- Ragna Bára
- Gamla bloggið mitt:)
- Finnur Finnur æskuvinur minn
- Þórey Edda Stangarstökkvari Íslands
- Guðrún Björk ..námsgella og snillingur
- Konungshjónin Hildur og Gulli
- Jóhanna Jóhanna æskuvinkona mín.
- Ragga Dís Fimleikaskutla
- Sigga Lísa sæta Kennari og fimleikadís
- Perla mín
Fjölskyldan mín.
- Tinna Sæta frænka Listfræðineminn okkar:)
- Birkir Birkir hennar Dagnýjar
- Halli Í köbem í köben hérna út í köbenhavn
- Dagný litla systir Prímadonnan
- Anna systir Í kóngsins köben!
- Mamma Bloggar aldrei!
- Katrín Ýr Krúsan mín
- Erling Ástin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég kann ekki að bíða, getur þú kennt mér það?
Ýrin, 27.2.2008 kl. 17:20
ÞEGAR ÉG HUGSAÐI TIL SETNINGARINNAR "SÁ Á BYRINN SEM BÍÐUR", VARÐ ÉG ÖRLÍTIÐ ÞOLINMÓÐARI. AP NÝTA BIÐINA Í EITTHVAÐ GAGNLEGT, TILDÆMIS HVERJU ÉG ÆTLA AÐ KOMA Í VERK Á MORGUNN. EN. ÞAÐ ER ÓÞOLANDI AÐ BÍÐA HÉR OG ÞAR, VERANDI MEÐ BÖRN OG EINNIG VERANDI Í VINNU, EIGINLEGA ER ALLS EKKI HÆGT AÐ BJÓÐA OKKUR UPP Á ÞAÐ, ER ÞAÐ EKKI ÓTRÚLEGT SKIPULAGSLEYSI Í GANGI ÞEGAR SVO ER'??????????????
Sólveig Hannesdóttir, 6.3.2008 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.