Þú skalt ekki leggja nafn Drottins........

Jæja skilaði loksins þessu blessaða launaþróunarverkefni. Skrifaði það eiginlega allt á 3 tímum á laugardag. Held að ég verði bara að fá mér mojito á hverju kvöldi. Ég verð svo assskoti létt og fín daginn eftir og svona nett kærulaus:p

Við Katrín Ýr fórum í Sunnudagsskólann í gær.. Voða gaman, hún var með þolinmæði í svona 10 mín og fór þá að hlaupa um. En hún lærir þetta hún er nú bara rétt rúmlega eins og hálfs.  Fínt að æfa hana svolítið fyrir jólamessuna:) En það sem meira er að seint í gærkvöldi uppgvötaði ég að Guess taskan mín fína sem ég keypti í Ameríkunni var horfin. Ég mundi eftir að hafa verið með hana síðast í Sunnudagsskólanum. Sunnudagsskólinn er haldinn í Salaskóla þannig að það fyrsta sem ég gerði í  morgun var að hringja þangað. Þar vissi enginn neitt sama við hvern ég talaði, enginn hafði séð neina tösku. Þar næst ræsti ég tvö heimiliSaklaus Fyrst hringdi ég heim til Ingu Dísar til að fá símann hjá Petreu vinkonu hennar. Af hverju?´Jú, því Petrea sér um sunnudagsskólann. Á báðum stöðum fékk ég rámar raddir sem stundu upp - Halló. Petrea hafði ekki séð töskuna en benti mér á hana Siggu kirkjuvörð. Í allan dag reyndum við bæði ég og Erling að ná í safnaðarheimilið til að ná í umrædda Siggu. Það svaraði aldrei neinn og bara miljón Sigríðar í símaskránni. Þannig að mér datt í hug að hringja bara beint í prestinn til að fá númerið hjá henni Siggu. Það var ótrúlega fyndið að ég hef aldrei fyrr tekið eftri því fyrr, hvað ég segi mikið "Guð minn góður" eða "Jesús minn", en í þessu stutta samtali sem ég átti við sérann. Ég skammaðist mín bara hálf.. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma....  En þrátt fyrir það gaf hann mér upp símanúmerið hjá kirkjuveðrinum. Ég var ekki sein á mér að hringja í hana og viti menn, hún er með töskuna mína og Erling ætlar bara að sækja hana í leiðinni heim úr vinnu. Ótrúlega er ég fegin að fá uppáhaldstöskuna mína aftur og ekki minna fegin að þurfa ekki að fara andlitslaus í skólann annan daginn í röð.

d.

P.s. *mont* ég fékk 9+ fyrir fyrsta verkefnið mitt og er að deyja ég er svo ánægð með þaðHlæjandi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þetta elsku systir:) Þú rúllar þessum skóla upp;) Ég veit líka að þú mundir aldei gefast upp fyrr en þú mundir finna töskuna þína;) hehe...

Dagný (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 17:06

2 Smámynd: Lady-Dee

Eg held að rúlla upp sé ekki rétta orðið yfir þetta nám systir góð. Frekar blóð-sviti-tár!

Nákvl ég hefði farið að fylgjast sérstaklega með konum í Kópavogi og athugað hvort e-r af þeim væri með töskuna og hefði ég séð e-n með hana Guð má vita hvað ég hefði gert (I did it again)

Lady-Dee, 16.10.2006 kl. 17:10

3 identicon

Ég er líka ennþá að leita að uppáhalds húfunni minni og vettlingunum sem var stolið frá mér fyrir 2 árum!! Ég er ekki ennþá hætt að leita!!!;)

Dagný (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 17:13

4 Smámynd: Lady-Dee

glætan, ég skal hafa auga með því fyrir þig. Ef e-r getur það þá getum við það ( hver man ekki eftir stólnum sem þú endurheimtir í Eldborg)! Alveg eins og fyrir rest finnum við bíl með GH númeri....

Lady-Dee, 16.10.2006 kl. 17:28

5 identicon

Hehe... okkur tekst það sem við viljum systir góð;) en vó, hvernig í ósköpunum getur þú munað eitthvað síðan ég var í Eldborg 2001?!?!? Þú ert rosaleg;)

Dagný (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 21:16

6 Smámynd: Lady-Dee

Já passaðu þig bara að ég fari ekki að rifja neitt upp:p Eins og td grjónagrautur í rigningu, ein fyrir utan bíl á hálendinu, "nei ég er frjósk"!, ég líka KF (nei það var Anna) já ég gæti haldið lengi áfram:p

Lady-Dee, 16.10.2006 kl. 21:22

7 identicon

Rosalega stendur þú þig vel skvísa, stolt af þér:) Þú ert bara farin að líkjast mér, týnir hlutunum þínum en færð þá aftur... þetta fer að vera grunsamlegt;)

Ýr (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 10:47

8 identicon

gott að þú fannst töskuna!!!! og geggjað hjá þér að fá svona gott fyrir verkefnið....snilli......:)

Ásdís (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband