Frábær helgi:)

Helgin var skemmtileg og viðburðarík. Á laugardaginn fórum við Katrín Ýr með Baldvini og Eddu í húsdýragarðinn. Þar vorum við á þriðja tíma og skemmtu börnin sér konunglega. Skoðuðu dýrin, fóru í hringekju, lest og kastala. Um kvöldið elduðum við Erling dýrindismat kjúkilingabringur, piparosta- og sveppasósu, salat og kartöflubáta.. Nammi namm.

Á sunnudag byrjuðum við daginn í sunnudagsskólanum. Það hittum við Eddu og Baldvin aftur. Dótlan mín var ekki alveg í sínu besta formi þar var meira að hlaupa um heldur en að hlusta og syngja, frekar illa upp lögð. Eftir sunndskólann fórum við heim og sú styttri fór beint í bólið. Eftir dúr fórum við á Ronju ræningjadóttur. Ótrúlegt en satt en dóttir mín 21 mánaða sat eins og myndastytta í 2 tíma. Hún varð svekkt þegar sýningunni lauk, ekki búið meia, sagði hún:D

Helgin endaði svo eins og alltaf hjá ömmu í mat.:)

d.

P.s. mig dreymdi í nótt að Erling hefði haldið framhjá mér. Kenni Aðþrengdum eiginkonum um en við horfðum á þær áður en við fórum að sofa í gærkvöld. Það var ekki laust við að ég væri fúl og foj út í Erling þegar ég vaknaði.Katrín Ýr og Baldvin í mömmó í HúsdýragarðinumEins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erling Ormar Vignisson

Já, ef Desperate Housewives-minni mitt brestur ekki höfum við séð Gabrielle haldið fram hjá Carlos með John garðyrkjukroppi, Carlos haldið fram hjá Gabrielle með þjónustu-Xiao-Mei, Tom er í veseni með framhjáhaldskrakkann sinn og Noru, Susan finnst hún vera að halda fram hjá Mike með Ian af sjúkrahúsinu, Karl hélt fram hjá Edie með Susan sem gerði út um þeirra samband, en skildi upprunalega við Susan eftir að hafa haldið fram hjá henni með einkaritaranum sínum.

Ég held ég sjái á hvaða hátt þetta sjónvarpsefni sé að hafa áhrif á draumfarirnar hjá þér... ættum bara að horfa á meira Prison Break ;)

Erling Ormar Vignisson, 23.10.2006 kl. 11:11

2 Smámynd: Lady-Dee

Vá þvílík flækja:p hvað dreymdi þig??

Lady-Dee, 23.10.2006 kl. 11:13

3 identicon

Oh ég var einu sinni einmitt brjáluð út í Jonna þegar ég vaknaði eftir svona draum....en skárra ef þeir halda bara framhjá í draumi ekki satt?

siggalisa (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband