Föstudagur, fínerí og fjör...

mynd 

Er ekki best að blogga svolítið:.. Næstum komin vika síðan síðast stelpan ekki alveg að standa sigJ Við Erling héldum upp á afmælið á föstudag, við fórum fyrst að borða á Víni og skel, svo á nýja Brodway-showið með Guðrúnu Gunnars og Friðrkik Ómari og svo enduðum við á Thorvaldssen. Maturinn á Víni og skel var að mínu mati allt í lagi, en staðurinn er æðislegur. Hvern hafði grunað að það væri pínu lítill krúttlegur og heimilislegur staður í porti fyrir aftan Bónus á Laugarvegi???? Eftir matinn tókum við TAXA á showið, Birna bauð okkur en hún ásamt Guffu systur sinni var danshöfundur í sýningunni. Á sýningunni hittum við Sif og Dóra manninn hennar, en Sif er með mér í skólanum. Kvöldið breyttist fljótlega í skemmtilegt djamm þar sem aðaldrykkurinn var mojito. Í miðri sýningu fengum við Erling svo drykki á borðið í boði Birnu, takk fyrir það sæta:D Eftir showið lá leiðin líkt og áður sagði á Thorvaldssen. Þar sátum við og drukkum á milli þess sem sumir fengu sér snúning á dansgólfinu. Við vorum svo komin heim um 3,,,, kannski ekki frásögufærandi en Taxinn heim kostaði 2800 krónur! Rán um dimma nótt...
d.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erling Ormar Vignisson

Þetta er alveg spurning um einhverskonar afsláttarkort í leigubíla - fyrir hvern drykk sem þú kaupir á skemmtistöðum í miðborginni fái maður miða sem gildir sem 75 króna afsláttur af leigubílafari heim. Þá hefðum við verið vel sett! Laughing

Erling Ormar Vignisson, 31.10.2006 kl. 11:36

2 identicon

Gaman að þið skemmtuð ykkur vel:) Ég fór á árshátíð á laugardeginum sem var haldin í Hlégarðií Mosfellsbæ...taxinn þaðan var 3600 kr!!!! Hvers á maður að gjalda...súper dýrt að skemmta sér...samt svo gaman:) Sjaldan að maður lyfti sér upp..tíhíí

Birna Björnsd (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 12:42

3 Smámynd: Lady-Dee

Jahá styð afsláttarkortin Erling! .....og Birna ég hélt að þið hafið ætlað að keyraWinkæi að er svooo gaman að djammaTongue out en vá fórnarkostnaður!!!

Lady-Dee, 31.10.2006 kl. 13:18

4 identicon

Flott mynd af drykkjunum by the way...var ekki að fatta:) rómó:)

Birna (IP-tala skráð) 1.11.2006 kl. 00:24

5 Smámynd: Lady-Dee

Asía.. duddu... Asía dududu!!!!

Lady-Dee, 1.11.2006 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband