Mojito

Þetta var bara fín helgi. Við Erling fórum á haustfagnað í vinahópnum hans á föstudaginn. Þá hittumst við, grillum og förum í samkvæmisleiki. Það leiðinlega við kvöldið var að ég keypti allt í mojito sem var svo hrikalega vondur. Þannig að endilega póstið hér inn hvernig maður blandar hinn fullkomna mojito. Á laugardag skelltum við Katrín Ýr, Dagný og Birkir okkur á Flúðir þar sem mamma og pabbi voru fyrir. Þau buðu okkur í reykt svínakjöt. Það var yndislegt í alla staði fyrir utan hve allir voru vansvefta í gær. Vegna þess hve illa veðrið lét gekk bústaðurinn til og allir voru meira og minna vakandi alla nóttina. d over and out! P.s. muna mojito;)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erling Ormar Vignisson

Sko, ég held... að myntulaufin hafi haft sitt að segja. Við vorum með lauf sem litu svona út en ég hef venjulega séð þessi hérna notuð. Spurning hvort Nóatún sé með einhver second class myntulauf... svo held ég að hver maður verði að eiga almennilegt mortel ef það á að fara út í Mojito-framleiðslu.

Ég væri líka til í að heyra svona 'tips and tricks' varðandi að útbúa ekta Mojito...

Erling Ormar Vignisson, 6.11.2006 kl. 11:23

2 identicon

heyrðu, beint af vef átvr :

6 cl. ljóst romm
2 tsk. hrásykur
½ lime
Nokkur mintulauf
Sódavatn (ef vill)

Mintulauf og lime skorið niður í báta, kreist og kramið saman í glas. Romm, sykri og klaka bætt út í og hrært vel saman. Fyllt upp með sódavatni eftir smekk.

hehe.. veit ekki meir! annars eru tvær í vinnunni sem drekka varla annað, ég skal ékka á þeim! ;) knús 

tinna (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 20:13

3 identicon

Klakinn verður að vera mulinn!!! Aðalmálið. Var að koma frá london og drakk 105 svona drykki þar..hehehehe..allir ógó flottir og góðir,

Birna Björnsd (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 22:30

4 identicon

Havanaclub romm er best í þetta líka

Birna (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 22:32

5 Smámynd: Lady-Dee

já stelpur ég þarf eitthvað að athuga þetta betur.. hmmm

Lady-Dee, 7.11.2006 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband