Hvað ætli sé í þessum laufum?

angel-w-edp-ukAngel ilmvatnið mitt er búið! Ég hef notað þetta sama ilmvatn síðan 1999 eða næstum í  8 ár (mínus þessa 9 mánuði sem ég var ófrísk). Þegar það klárast verð ég að fara að kaupa nýtt strax, þetta virkar eins og eiturlyf þegar ég kaupi það aftur geng í um og með höndina upp að vitum mínum. Alveg ótrúlegt bara hvað ætli sé í þessu?

Annað sem ég er háð er sykur. Sykur er alveg pottþétt eiturlyf og það hlýtur að vera tímaspursmál hvenær hann verður bannaður. Ég bíð eftir þeim degi og tek honum fagnandi. Þangað til get ég ekki hætt. Í þessu samhengi verð ég að nefna nóakropp.

 Það allra nýjast sem ég er háð er hinn margumræddi mojito drykkur. Ég verð bara að fá mér amk einn á viku, hugsa bara um þennan drykk á hverjum degi, hvað ætli sé í þessum laufum?

 d.

P.s. eruð þið háð einhverju eða er ég bara skrítin:p


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erling Ormar Vignisson

Kemur allt klárlega niður á sama stað; sykur. Í Angel er allt það helsta sem tælir konur, þar á meðal hunang, vanilla, karamella og súkkulaði! Vanillan gegnir reyndar hlutverki ástarörvandi lyktar í Angel, súkkulaðið er slakandi en hunang og karamella eru 'minnisvirkjandi' lyktir sem flestir tengja við góðar stundir.

Angel velti hinu sögufræga Chanel °5-ilmvatni úr efsta sæti listans yfir vinsælustu ilmvötn í Frakklandi árið 1998, sex árum eftir að það var fyrst kynnt til sögunnar. Sagan segir að Angel sé jafnframt næstsöluhæsta ilmvatnið í Evrópu allri, og leikkonan Kate Hudson (How to lose a guy in 10 days, Almost Famous) notar víst ekki annað.

Erling Ormar Vignisson, 7.11.2006 kl. 10:42

2 identicon

haha.. erling ert þú að vinna fyrir wikipedia? ;)

tinna (IP-tala skráð) 7.11.2006 kl. 19:12

3 identicon

Vá Erling hvað þú ert vel að þér í sögu ilmvatna;) Ég er háð ís með dýfu, verð að fá hann amk einu sinni í viku og svo auðvitað svefns..... kannski of mikið  eru svo ekki flestir sem  komnir eru á vissan aldur háðir kxxxxxi?

Ýr (IP-tala skráð) 7.11.2006 kl. 20:23

4 Smámynd: Lady-Dee

Já Tinna mín Erling er sko alveg með þetta.. hahahaha.... jú ýr mín held að það geti alveg staðist há þér

Lady-Dee, 7.11.2006 kl. 23:51

5 identicon

Mojito er gott jú, en eitt sinn drakk ég 9 slíka á einu kvöldi og óska ég engum þeim viðbjóði sem ég upplifði daginn eftir! Finnur á mynd af mér á McDonalds í London og það lítur út fyrir að ég hafi verið að detta niður af 3 vikna heróín trippi!! Að hugsa um Mojito daglega er samt e-ð sem ég mundi hafa stórar áhyggjur af!! KK Hannes

Hannes Heimir Friðbjarnarson (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 10:16

6 identicon

Mojito er gott jú, en eitt sinn drakk ég 9 slíka á einu kvöldi og óska ég engum þeim viðbjóði sem ég upplifði daginn eftir! Finnur á mynd af mér á McDonalds í London og það lítur út fyrir að ég hafi verið að detta niður af 3 vikna heróín trippi!! Að hugsa um Mojito daglega er samt e-ð sem ég mundi hafa stórar áhyggjur af!! KK Hannes

Hannes Heimir Friðbjarnarson (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 10:17

7 Smámynd: Lady-Dee

Hey væri til íl að sjá þessa mynd;) en ég er þér sammála hannes og ég hefði sannarlega áhyggjur af þessum hugsunum svona alla jafna. En af því ég er í MA-námi með soðinn heila allan sólarhringinn finnst mér bara eðlilegt að leiða hugann að einhverju skemmtilegu Party on!!!

Lady-Dee, 8.11.2006 kl. 10:30

8 Smámynd: Lady-Dee

...og já hannes gleymdir að segja hverju þú ert háður;) og Tinna það sama á við þig:p

Lady-Dee, 8.11.2006 kl. 10:31

9 identicon

Ég er háður kaffi! það er nú ekki merkilegra en það!!

Hannes Heimir Friðbjarnarson (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 11:02

10 identicon

Góðan daginn.Ég heiti Birna og er fíkill.is...össssssss

'Eg er háð skrítnum hlutum enda alltaf flokkast undir virdótýpuna..múhahaha

td get ég nefnt asíusúpuna frægu(hef farið þangað vikulega í 6 ár!!) Stundum alla daga vikunnar.Handáburður..algjör sökker fyrir þeim,er alltaf m 1 í töskunni og svona 7 heima:/ Gemsinn minn:Ætla ekki að upplýsa hér hversu hár reikningurinn er..en hann telst ansi hár...blabla..enda kölluð miss hotline:)

Birna Björnsd (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 12:14

11 identicon

haha.. ég er háð kaffi og kleinum.. ég lifi á því þessa dagana. Kleinurnar upp í skóla eru bara svo góðar, ræð ekkert við þetta!
svo stunda ég það stíft núna að vera kærulaus og löt þegar ég á að vera að læra.. það er kannski flokkast ekki undir fíkn en það er alveg jafn mikill djöfull! ;)
kemur í ljós að ég er svaka merkileg.. hehemm

tinna (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 13:28

12 Smámynd: Lady-Dee

..kaffi hannes hvað með pepsi eða kannski bara koffein almennt Birna ég er sko líka sjúk í þessa súpu og er alltaf með gemsann eeeen handáburði er ég ekki háð:p... og símareikningurinn blablabla.. eru þetta ekki bara tvíburamerkið í hnotskurn:p

..og Tinna mér finnst þú bara dugleg að læra amk ertu alltaf að læra á sunnudögum

Lady-Dee, 8.11.2006 kl. 13:48

13 identicon

Já það er erfitt að að láta maxið í friði en árátta mín fyrir Kristal+ er orðin scary!! Ég gæti brauðfætt Mongólskt fjallaþorp með þvi að selja mánaðarbirgðirnar af plastflöskum!

Hannes Heimir Friðbjarnarson (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 16:17

14 Smámynd: Lady-Dee

Kristall + vá´haha finnst það ekkert smá fyndið!

Lady-Dee, 9.11.2006 kl. 10:23

15 identicon

já sunnudagur er síðasti dagurinn í vikunni.. þá er maður á síðasta séns. veit ekki hvort það sé voða öflugt! en hey, þetta reddast alltaf - maður vakir bara á næturnar..

tinna (IP-tala skráð) 10.11.2006 kl. 13:05

16 identicon

NÓA KROPP!!!! það er pottþétt eitthvað ávanabindandi efni í því!!!!!!!!!!!!!!

Ásdís (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband