Þriðjudagur, 5. desember 2006
Berfættur í stígvélum
Hér á eftir er jólatexti sem Erling minn samdi við My Love með Westlife... Hann og tveir aðrir í vinnunni tóku þetta svo upp og útkomuna heyrið þið með því að smella hér;)
Berfættur í stígvélum
Í desember,
á jólanótt,
mér hugsað er til þín.
Ligg hér einn
og maula jólakökur.
Mér fannst á þér,
Þér væri ei rótt
Er fór ég heim til mín.
Heldur seinn
En vertu ekki döpur.
Oh Nei.
Við hittumst fljótt
Og endurfundi eigum
Næðisstund sem njótum þú og ég
Chorus
Myndi arka yfir snjó
Illa klæddur fram með sjó
Yfir læk og stein,
Þú verður aldrei ein - ef ég
Næ að halda hitanum
Berfættur í stígvélum
Bylur byrgir sýn
en hjartað beinir leið til þín.
Svo ljúf og blíð
Um alla tíð
Þú verið hefur mér
Jafnvel þó
Ég hafi stundum gleymt þér.
Oh no.
Í jólaös
Við hefjum glös
Á loft og fögnum því
Sem betur fór
En horfðist á í fyrstu
Oh yeah
Eitt árið enn
Um garðinn burt er gengið
Það næsta gjarnan eiga vil með þér
Chorus
Sú minning er mér góð
Er lausamjöll ég tróð
Frostið nísti mig
Ég varð að hitta þig
Tunglið lýsti leiðina til þín
Chorus
Mynd Myndi arka yfir snjó [ ]
Trúi og treysti því,
Við hittumst senn á ný.
Yfir læk og stein,
Þú verður aldrei ein.
Næ að halda hitanum
Berfættur í stígvélum
Bylur byrgir sýn
en hjartað beinir leið til þín.
Um bloggið
Lady-Dee enn á ný
Myndaalbúm
Tenglar
Vinir mínir og félagar.
- Ragna Bára
- Gamla bloggið mitt:)
- Finnur Finnur æskuvinur minn
- Þórey Edda Stangarstökkvari Íslands
- Guðrún Björk ..námsgella og snillingur
- Konungshjónin Hildur og Gulli
- Jóhanna Jóhanna æskuvinkona mín.
- Ragga Dís Fimleikaskutla
- Sigga Lísa sæta Kennari og fimleikadís
- Perla mín
Fjölskyldan mín.
- Tinna Sæta frænka Listfræðineminn okkar:)
- Birkir Birkir hennar Dagnýjar
- Halli Í köbem í köben hérna út í köbenhavn
- Dagný litla systir Prímadonnan
- Anna systir Í kóngsins köben!
- Mamma Bloggar aldrei!
- Katrín Ýr Krúsan mín
- Erling Ástin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 625
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá ekkert smá flott hjá Erling og co!!! þeir verða að gefa þetta út!!
Ásdís (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 16:52
Þetta er mjög flott hjá gæjanum, grípandi texti
Ýr
Ýr (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 22:06
Æði og ég sem er svo mikið WESTLIFE-fan! Ætti svo sem ekki að vera að blaðra því á veraldarvefnum en f-it!
Sigríður Elísabet (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 23:59
..já mér finnst þeir alveg þvílíkt flottir sko:p og SL það er allt í lagi að vera WestLife-fan;)
Lady-Dee, 7.12.2006 kl. 18:22
Það myndi hjálpa að geta raulað laglínuna en engu að síður frábært texti, þetta minnir mann bara á mikið sín yngri ár þegar við vorum alltaf að dunda okkur við svona lagað :)
Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 10:40
Davíð - ég man glögglega eftir texta við "Snjókorn falla," sem ég held að sé enn við lýði á Skaganum! Svo áttum við góðan sprett við endurskrift lagsins "Dansi, dansi dúkkan mín" sem ég man þó minna eftir.
Erling Ormar Vignisson, 8.12.2006 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.