Mánudagur, 11. desember 2006
Próf og Katrín Ýr
Takk stelpur mínar Dagný og Tinna fyrir stuðninginn:) Fór í fyrsta alvöru prófið í morgun. Það var aðferðafræðipróf. Alltaf erfitt að fara í próf í nýjum skóla og bíðiði bara prófið þurfti allt að vera handskrifað! og enginn hefur skrifað staf í vetur það eru allir með tölvur. Ég skrifaði 12 síður og ekkert smá hrafnaspark í lokinn. Greyið Þórður sem kennir eigindlegar:p Ein af okkur fimm sem lærum saman er svo "heppin" að vera ein heima, maðurinn hennar skellti sér bara til útlanda með börnin til að gefa henni svigrúm til að læra, ekkert smá sætur;) Við hinar sem erum með familíur heima fórum bara í fóstur til hennar um helgina (varð að stela þessu jóna:p) Takk fyrir mig Sif.
En allavega ekkert markvert svo sem.. Segi kannski bara sögur af dótlu, ekkert gaman að gerast hjá mér..
Katrín Ýr er mjööög upptekin af jólum, jólasveinum, jólakúlum, jólatrjám, jólakertum... og fleiru allt skal vera jóla jóla.. Þegar við spurðum hana hvað hún vildi borða um daginn svaraði hún að bragði:"jólapizzu." Í fyrrinótt vaknaði hún svo upp um miðja nótt og kallaði undurblítt með svefndrukkinni röddu: maaaamma, (lærra) mamma, jólasveinninn kominn?" Skil ekki hvar hún fær þessar flugur.. Æðislegt að upplifa töfra jólanna í gegnum hana:)
líf og fjör
Dögg- überþreytta!!
High: Bjórinn og steikarsamlokan
Low: vá er vansvefta
Um bloggið
Lady-Dee enn á ný
Myndaalbúm
Tenglar
Vinir mínir og félagar.
- Ragna Bára
- Gamla bloggið mitt:)
- Finnur Finnur æskuvinur minn
- Þórey Edda Stangarstökkvari Íslands
- Guðrún Björk ..námsgella og snillingur
- Konungshjónin Hildur og Gulli
- Jóhanna Jóhanna æskuvinkona mín.
- Ragga Dís Fimleikaskutla
- Sigga Lísa sæta Kennari og fimleikadís
- Perla mín
Fjölskyldan mín.
- Tinna Sæta frænka Listfræðineminn okkar:)
- Birkir Birkir hennar Dagnýjar
- Halli Í köbem í köben hérna út í köbenhavn
- Dagný litla systir Prímadonnan
- Anna systir Í kóngsins köben!
- Mamma Bloggar aldrei!
- Katrín Ýr Krúsan mín
- Erling Ástin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 625
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
úff, mig langar svo að knúsa Katrínu í kaf, sé hana svo fyrir mér...Ég hlakka til að koma heim:) bara 12 dagar..jíbbí..gangi þer´vel í prófum..kisskiss
Anna Margrét (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 20:22
Við hlökkum líka mest til að fá þig heim, og KY er ekkert búin að gleyma Önnu frænku sem er alltaf í flugvélinni:p
Lady-Dee, 13.12.2006 kl. 08:12
Þegar hún gisti hjá mér og Birkir á sunnudaginn var hún talandi fullt uppúr svefni og maður heyrði ekki annað en jólasveinninn. Svo kom inná milli ,,hætt'essu"! Snillingur;) Gangi þér vel:*
Dagný (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.