Amma mín.

Hún amma mín besta kona í heimi lést í febrúar árið 2000. Ég sakna hennar mikið og finnst oft sárt að hún hafi t.d. ekki lifað að sjá dóttur mína. Amma var konan sem ég leitaði til þegar mér leið illa hún skyldi mig alltaf svo vel. Sérstaklega þá á ungingsárunum og þeim átökum sem þeim fylgdi. Alltaf svo skilningsrík, blíð og góð, aldrei með neitt vesen. Þolinmóð var hún líka með eindæmum og hvatti mig áfram í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Amma var þannig gerð að maður hélt að hún myndi lifa að eilífu. Alltaf hress, kát og með eindæmum jákvæð. Jafnvel síðustu vikurnar gerði maður sér aldrei grein fyrir því að hún væri að fara, hún ætlaði að sigrast á veikindum sínum. En að lokum sigraði krabbameinið hana

Ég trúi því að hún amma mín fylgist með mér frá betri stað. Í dag hefði hún amma orðið 90 ára, ég held upp á afmælið með því að fara minningaferð í huganum og kveiki á kertum í tilefni dagsins.

d. -með tárin í augunum

P.s. mér er það sérstaklega minnistætt að ég skrifaði minningargrein í Morgunblaðið þegar hún lést, þá var ég í Kennó og ein skólasystir mín sá myndina af henni ömmu í blaðinu og sagði: Ég sá ömmu þína í Morgunblaðinu, þið eruð mjög líkar". Ég var svo ánægð því ekki er leiðum að líkjast falleg jafnt að innan sem utan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: MAMMAN bloggar

Til hamingju með að vera búin með prófin Dögg og falleg færslan sem þú skrifar um ömmu þínu. Annars óska ég bara þér og þínum Gleðilegrar hátíðar... kv Guðrún sportari 

MAMMAN bloggar , 24.12.2006 kl. 12:02

2 identicon

Úffff.... tárin leka niður hjá mér hérna í vinnunni! En vá hvað ég er sammála því, hún var besta kona í öllum heimi!

Dagný litla syss (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband