Laugardagur, 7. október 2006
Heimapróf!!
Jæja hef loksins lokið við heimapróf sem ég fékk afhent á miðvikudag. Þvílíkt og annað eins held að ég hafi aldrei þurft að kafa svona djúpt í nokkru sem ég hef tekið mér fyrir hendur. En jbbí ég er búin og get vart ráðið mér fyrir kæti!
Það sem eftir er dagsins ætla ég bara ekki að gera neitt skólatengt, bara eyða tímanum með familíunni. Erum að hlaupa út núna förum svo til Sigrúnar, Jóns og co og ætlum að elda eitthvað saman og leyfa krökkunum að leika sér. Vonandi hafið þið öll það gott með ykkar fjölskyldum
Líf og fjör
d.
p.s. ég skal lofa að vera hrikalega dugleg að blogga ef þið verðið dugleg að kommenta.
P.s.s. Málefni dagsins er hvort launaþróun á Íslandi sé eðlileg. Hvað finnst ykkur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 6. október 2006
Halló....
Kæra fólk.. nenniðið að kommenta svo ég viti hver er að heimsækja þessa síðu... 40 manns en örfá komment ossokomasooooooooooooooooooo
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 5. október 2006
Kópavogsbær..
Við Erling fórum á foreldrafund í gær. Á fundinum lístu foreldrar yfir óánægju sinni með hve illa heimasíðan væri uppfærð. Foreldrar sýndu því mikinn áhuga að sjá myndir af börnum sínum á netinu. Starfsfólkið talaði þá um að allir leikskólar Kópavogs eru skyldugir til að vera með eins heimasíður. Kerfið á bak við þær er svo hundónýtt að þegar starfsfólkið er að setja inn myndir af börnunum þá er bara hægt að setja EINA mynd inn í einu og það tekur langan tíma að láta hverja mynd hlaðast inn. Þá var farið að ræða hvers vegna leikskólarnir mættu ekki hafa sína heimasíðu hver en þá er það bannað.
Ég bara skil ekki þessa kúgun. Svo mega grunnskólarnir í Kópavogi hafa þetta nákvæmlega eins og þeir vilja.
Best væri ef að Kópavogsbær væri með nokkurskonar upplýsingasíðu með grunnupplýsingum um leikskólana. En svo gæti hver leikskóli fyrir sig verið frjálst að hafa sína síðu.
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 3. október 2006
Heimapróf.
Er að fara í heimapróf á morgun í fagi sem ég hef einu sinni mætt í, byrjaði bara í þessu námskeiði í síðustu viku. Samt hangi ég á netinu og les blogg hjá fólki sem ég þekki ekki.
P.s við Birna erum í átaki. Endilega spyrja um það reglulega, svo við gefumst ekki upp....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 2. október 2006
Dóttir mín.
Það er svo yndislegt og gaman að fylgjast með dóttur minni þessa dagana. Henni fer svooo mikið fram á hverjum degi að það er með ólíkindum. Hún er búin að læra það mörg orð upp á síðkastið að ég get ekki einu sinni giskað hvað þau eru mörg. Það sem meira er að það er hægt að eiga alvöru samtal við hana. Það er svooo gaman að vera mamma.
Það sem er verra er að það er svooo mikið að lesa að ég kemst ekki yfir það allt. En það verður bara að hafa það ég er búin að forgangsraða og fyrst kemur fjölskyldan mín og svo skólinn. Ég get ekki hugsað mér að láta krúsuna mína vera í leikskóla til 17:00 á svo ég geti lært 2 tímum lengur. Mér finnst alveg nóg að hún sé til 15:00. Ég hlakka svo ótrúlega til að sækja hana á hverjum degi að ég hugsa að ég gæti bara ekki beðið til klukkan 17. Þá er líka svo lítið eftir af deginum. Ekkert hægt að gera. Bara heim, elda mat, svefn. Í staðinn förum við á róló, í heimsókn, í húsdýragarðinn, í göngutúr eða eitthvað álíka á milli 15 og 17.
Þess vegna verð ég að vinna upp þessa tvo tíma og lesa á kvöldin og stundum á næturna:) En það er þess virði, maður er bara þreyttur fyrsta korterið daginn eftir. Eða eitthvað svoleiðis:p
d.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 2. október 2006
Helgin...
Jæja ný vika:) Fer inn í hana með bros á vör. Hlakka bara til svei mér þá, ekki það að þessi sé eitthvað sérstök, heldur er ég svo ánægð að krúsan mín sé orðin frísk. Hún fékk þennan líka rosalega hita á föstudag. Við fórum með hana til læknis þar kom í ljós að það var í kinnholum og eitthvað aðeins ofan í henni. Hann ákvað að meðhöndla hana, hún fékk sýklalyf.
Þannig að helgin sem var full af skemmtilegum viðburðum breyttist skyndilega í heimahelgi. Svona er þetta maður ræður ekki alltaf.
Núna er ég að reyna að kaupa miða Porter. Michael E. Porter, prófessor við Harvard háskóla, sem talinn er einn fremsti hugsuður heims á sviði stefnumótunar og stjórnunar.
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 28. september 2006
Hva hvernig kláraðist allt á Íslandi?
Ég er búin að heyra tvær ótrúlegar sögur í dag. Perla vinkona mín ætlaði að kaupa sér brauð í bakaríi í morgun en þá var ekki til neitt brauð. Tveim tímum seinna fór Úlla bekkjarsystir mín og ætlaði að taka bensín en þá var bensínið bara búið!!! Hvað er að gerast????????
kv
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 28. september 2006
og hér kemur stjórnandi þáttarins Heeeeemmmmi Gunnnnnnnnnnnnn.......
Jæja þá er fyrsta verkefnið í höfn. Húrra fyrir því!!!:) Ekkert smá erfitt að fara að gera verkefni aftur, maður var löngu farin að hrista þetta fram úr erminni í Kennó. Annars er lífið eiginlega bara skóli þessa dagana. Læri, læri, læri og það sem meira er mér finnst þetta mjög gaman.
Vignir pabbi hans Erlings hannaði sviðsmyndina í nýja þættinum hans Hemma. Því höfum við hjónaleysin ákveðið að bregða undir okkur betri fætinum og skella okkur í beina útsendingu af þættinum í kvöld. Við munum hafa vegabréfin okkar með ef að ske kynni að við verðum send til útlanda
Jæja farin að glósa
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 27. september 2006
Skrítin kennslustund.
Er að byrja í nýju fagi í dag. Þetta er 4. tíminn. Kennarinn sem er snigill les upp úr bókinni og þýðir fyrir okkur. Í hvaða skóla er ég???
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 26. september 2006
Ökupróf.
Hafiði prófað að fara inn á http://www.umferdarstofa.is og tekið ökupróf. Ég tók fyrri hluta áðan og skilaboðin voru eitthvað á þessa leið:
þú er með 7 villur sem er ekki næstum fullnægjandi til að fá ökupróf. Þú verður að lesa mikið betur:S Vá prófiði og látið mig vita hvernig gengur:p
d.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Lady-Dee enn á ný
Myndaalbúm
Tenglar
Vinir mínir og félagar.
- Ragna Bára
- Gamla bloggið mitt:)
- Finnur Finnur æskuvinur minn
- Þórey Edda Stangarstökkvari Íslands
- Guðrún Björk ..námsgella og snillingur
- Konungshjónin Hildur og Gulli
- Jóhanna Jóhanna æskuvinkona mín.
- Ragga Dís Fimleikaskutla
- Sigga Lísa sæta Kennari og fimleikadís
- Perla mín
Fjölskyldan mín.
- Tinna Sæta frænka Listfræðineminn okkar:)
- Birkir Birkir hennar Dagnýjar
- Halli Í köbem í köben hérna út í köbenhavn
- Dagný litla systir Prímadonnan
- Anna systir Í kóngsins köben!
- Mamma Bloggar aldrei!
- Katrín Ýr Krúsan mín
- Erling Ástin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar