Home sweet home!

Ég er mætt, raunveruleikinn tekinn við. Það er súrt að þurfa að mæta í skóla og lesa leiðinlegar greinar þegar maður hefur lifað ótrúlega áhyggjulausu lífi í næstum viku.

Við powershoppuðu að sjálfsögðu allar, hvernig er annað hægt í Ameríkunni? Undirrituð er búin að kaupa allar jólagjafirnar. Einnig er ég búin að kaupa býsn af sængurgjöfum og afmælisgjöfum:) Þetta er sparnaður til lengri tíma.

Góða helgi krúsur!

d.


Boston á morgun!

Ég er að fara til Boston á morgun og er að drepast úr hálsbólgu:s ég trúi því bara ekki að ég sé að verða veik:s það væri ekki alveg inn í planinu.

d.


Annasamur morgun.

Við vöknuðum of seint í morgun. Dóttir min var mjög þreytt og pirruð og var í mamma á að gera allt stuðinu. Erling klæddi hana að vísu en ég gaf að borða, erfitt að ætla að rökræða við 20 mánaða gamalt barn eldsnemma morguns. Rétt áður en við fórum út úr dyrunum uppgötvaði ég að ég átti eftir að srauja merkingar inn í nýja tvískipta útigallann hennar. Ég byrjaði á úlpunni. En var það mikill klaufi að mér tókst að reka straujárnið í fóðrið og viti menn það sviðnaði. Núna er lítið gat í fórðinu á nýju úlpunni. Ég varð svo pirruð að ég bað Erling um að henda úlpunni, hann svaraði: Já segðu það bara aftur og ég geri það" En auðvitað vildi ég ekki henda glænýrri úlpu þó mig hafi langað til þess. ´Dagurinn í dag fer í að finna sæta bót til að setja á fóðrið.

d.

P.s. Elsku mamma til hamingju með daginn bara 1 ár í herlegheitin.


Mannauðsstjórnun.

Vá hvað það er mikið að lesa í þessu blessaða námi. Ég er að drukkna... ´Þó ég myndi ekki gera neitt annað kæmist ég ALDREI yfir allt þetta námsefni. Ég er bara að passa að fá ekki kvíðakast yfir þessu og taka einn dag í einu eins og alkarnir.

d.


Viltu vera memm? - Harður heimur.

Þegar ég fór með dóttur mína 20 mánaða í leikskólann í gær stóðu þau börn, sem mætt voru í kringum kubbakassa og tíndu upp kubba einn af öðrum. Þegar dóttir mín birtist sagði ein nokkrum mánuðum eldri "NEI ekki þú". Ég móðirin fékk sting í hjartað og dóttir mín fór að hágráta og vildi ekki vera eftir í leikskólanum. Þegar ég kom og sótti hana benti hún á hendina og sagði: "óó óó" Þá sagði leikskólakennarinn hennar að hún hefði verið bitið. Erfiður dagur fyrir litla sál.

Ég sjálf átti aftur erfiðan dag í dag. Ég mætti í fyrsta sinn í valnámskeiðið mitt, sjónvarpsþætti og heimildamyndir, sem ég valdi af allt öðru sviði en mínu í Háskólanum. Fólkið sem er í þessu námskeiði er að hefja annað ár, þetta er lítill hópur sem þekkist vel. Ég mætti með bros á vör spennt að læra það sem mig langar svo mikið að læra. Þorsteinn J. kennir fagið og fór fljótlega að tala um að við þyrftum að skipta okkur í hópa. Ég fór að horfa í kringum mig og vonast til að sjá góðleg andlit sem myndu taka mig inn í sinn hóp. En allt kom fyrir ekki enginn bauð sig fram. Í lok tímans brá ég á það ráð að kynna mig þar sem ég allir þekktust nema ég var ný.  Ég kynnti mig, sagði að ég væri í mannauðsstjórnun og ætlaði svolítið að tvinna þessi tvö fög saman.  Einnig sagði ég hvað ég væri búin að vera að starfa. En viti menn enginn vildi vera memm.

d.

 


23:00 byrjun eða endir á kvöldi?

Var að koma af Sólon þar sem við vinkonurnar hittumst í kvöld til að plana yfirvofandi Bostonferð. Það fór þó lítið fyrir skipulagningu ferðarinnar heldur var umræðuefnið, fæðingar, börn og uppeldi. Við mættum klukkan 19:00 til að geta vera komnar heim á skikkanlegum tíma. Um klukkan 22:00 voru nokkrar farnar að geispa og héldu til síns heima. Við Sigrún, Alda og Harpa ákváðum að sitja aðeins lengur. Rétt fyrir 23:00 mættu stelpuhópar um tvítugt. Hefðu sannarlega getað verðið við fyrir 10 árum síðan. Þær voru stífmálaðar megapæjum með stóra hringeyrnalokka í eyrum. Þær hrúguðust svo á eitt borð keyptu einn bjór SAMAN og reyktu EINA sígarettu saman. Vá hvað við fórum í nostalgíukast og rifjuðum upp í huganum þegar kaffihúsaferðir snerust ekki um að tala um börn og uppeldi þeirra heldur að tala um hitt kynið. Þegar fimmtudagskvöld byrjaði klukkan 23:00.

Magni áfram!

Enn geispar maður! Enda vakandi fram á nótt yfir Rockstar SupernovaUllandi Það verður ekkert smá gaman í næstu viku úrslitaþátturinn. Það var viðtal við Eyrúnu konuna hans í morgunsjónvarpinu. Hún sagði meðal annars eitthvað á þessa leið:

Mér finnst skrítið að hann sé að kynnast e-u fólki sem ég þekki neitt. Við sonur okkar erum hér í gamla lífinu en hann er þarna úti í nýju lífi.

 Vá hvað ég skil hvað hún meinar hlýtur að vera rosalega skrítið. Sjá bara manninn sinn rokka með Tommy Lee og co. Svo fer hún og kennir íslensku í Flensborg frekar súríalískt:p 

d.

 

P.s. var að fikta í kommentakerfinu held að það sé komið í lag núna og takk fyrir kveðjurnar í gestabókina gaman af því:D 

 


Magnavaka!

Jæja... Vá hvernig væri að breyta bara íslensku klukkunni í Hawai tíma á meðan Rockstar Supernova stendur yfir. Eða bara loka öllu fyrir hádegið, væri það ekki bara fínt?? Ég svaf amk á mínu græna til 10:30 í morgun og það gerði dóttir mín líka:p 

Það er ótrúlegt hvað ég hef séð nýja hlið á Erling þessa daga, hann er svo ótrúlegt Supernova-fan og ætlar að láta okkar mann í keppninni komast alla leið. Í nótt kaus hann Magna hvorki meira né minna en 300 sinnum! Vá ótrúleg elja í manninum. 

Annars er ég bara að bögglast við að koma mér í lærdómsgírinn. Reyni að vera dugleg að lesa, þetta er bara svo asskoti mikið kemst aldrei yfir þetta allt. Kennararnir segja að maður verði að líta á þetta eins og jólahlaðborð, velja það sem okkur finnst best og láta hitt eiga sig. Hvernig í ans á ég að geta það þar sem ég borða alltaf allt á þessum hlaðborðum.

 dee.

 P.s. reyniði nú að kommenta ekki gefast upp. Það er bara vesen í fyrsta sinn en svo er það ekkert mál:p


Fyrsta bloggfærsla

Hvernig líst ykkur á nýju bloggsíðuna mína! Nenni ekki að halda áfram með hina, það er svo langt síðan að ég var virk á henni að ég held að það sé komin tími til að breyta til. 

Ég er byrjuð í mastersnámi í Hí. Ótrúlegt hvað skólakerfið hefur tæknivæðst á þessum 6 árum sem eru liðin síðan ég útskrifaðist sem kennari. Ég mætti auðvitað bara með mína stílabók, gulan yfirstrikunarpenna, blýant og strokleður. En viti menn þegar ég gekk inn í salinn sá ég ekkert nema fartölvur! Ég prófaði svo að fara með mína strax næsta skóladag og þvílíkur munur. Ég hefði ekki trúað því, engin drepandi verkur í handlegg lengur. Núna nær maður bara öllu og getur sett glósurnar glæsilega upp um leið og þær eru pikkaðar inn. Snilld, snilld, snilld!

Jæja spurning hvort maður kíki á Magna eða fari bara að lúlla. Þarf bara að lesa 200 bls fyrir föstudag!

 d.


« Fyrri síða

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 655

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband