Fimmtudagur, 22. mars 2007
Löng vika - en lítið um blogg
Hrikalega er þetta búin að vera löng og ströng vika. Verkefnaálagið í skólanum er gjörsamlega í hámarki þessa dagana og þetta er rétt að byrja púffi púff. Við hópurinn minn með kynningu á morgun og á mánudaginn! Eigum svo eftir að skila tveimur stórum verkefnum í viðbót á næstu dögum.. hvar endar þetta...
púffi púff..
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 20. mars 2007
Tærnar upp í loft!
Vá.. ætla bara að liggja með tásurnar upp í loft í allt kvöld eftir magnaða verkefnatörn í gær og í dag. En törnin er sannarlega ekki búin en er á meðan er;) ætla sko að njóta þess að horfa á TV með mínum heittelskaða....
d.
P.s. Sif, Jóna, Ester og Úlla!! JESS við gátum það!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 19. mars 2007
EUROVISION-Árshátíðin hjá Kaupþingi..
Þessi árshátíð var bara snilld út í gegn. Ég fór í förðun til Sollu hjá Airbrush and make up og Dagný syss greiddi mér. Mæli með þeim báðum bara mest í heimi!
Já þetta var það mikil snilld að mig langaði ekki að þessu myndi ljúka. Geðveik númer eins og Nína, All out of luck, Gleðibankinn, Fly on the wings of love og fleira. Að sjálfsögðu allt með upprunalegum flytjendum;) Palli hélt uppi stuðinu og var fólk ekki nærri því tilbúið að fara heim þegar ljósin voru kveikt. Veislustjórnarir, Logi Bergmann og Simmi , voru líka frábærir og allt gekk upp!
Þegar við Erling komum heim sagði ég við hann að ég fengi mig engan veginn til þess að þrífa framan úr mér og taka úr mér greiðsluna. Því ég vissi að um leið og ég væri búin að því þá yrði allt venjulegt aftur.
Má ég fara aftur næstu helgi...
d.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 16. mars 2007
Skemmtileg helgi framundan:)
Hlakka rosalega til að fara á árshátíðina á morgun! Þetta er svooo gaman:D ...en annað vigtaði mig í morgun líkt og alla föstudaga og var 3 kílóum þyngri heldur en fyrir viku!! Hvað er það... HJÁLP:s ég hélt að ég væri að létta mig fyrir árshátíðina... OMG!! hlýtur að vera eitthvað tilfallandi...
En skírn - leikhús - saumaklúbbur allt í kvöld.... vívíví gaman gaman:D
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 14. mars 2007
Komin í stressið..
Já ég er mætt úr sveitasælunni og það heldur betur! Var varla "lent" hér þegar ég var farin að vinna með SKB-unglingunum mínum og skipuleggja með þeim ferð til Akureyrar sem stefnt er að þar næstu helgi:)
Annars get ég ekki sagt annað en að það sé brjálað að gera!! Bara kreisí mars!
Á morgun: skóli-klipping-verkefnavinna-saumaklúbbur
föstudagur:skóli-verkefnavinna í Bókhlöðu-skírnarveisla-saumaklúbbur
laugardagur: ferming-förðun-árshátíð
Einhversstaðar verð ég svo líka að finna smugu til þess að kaupa:
fermingargjöf - skírnargjöf - gullhálsmen - brúnkukrem ...
Hvað segiru Dagný ert þú ekki til í innkaupaferð;)
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 12. mars 2007
Sveitin og dóttlan...
Kominn mánudagur, 5 dagar í árshátíð Kaupþings og rétt rúmar 16 vikur í sumarfriið! Tíminn líður alltaf jafn hratt. Annars ber hæst í dag að ég og hópurinn minn í skólanum ætlum að bregða okkur út fyrir bæjarmörkin. Bara að skella okkur í sveitina með nokkra Bónus- og ÁTVR poka. Hugmyndin er að liggja í potti, borða, spila, slaka á og jú læra fram á miðvikudag:D Ekki leiðinlegt það.
Annað er í fréttum að dóttir mín er á Terribly two, hlakka til þegar þetta þroskast af þessari elsku. Þetta kemur þó aðallega fram í félagslegum samskipum við önnur börn og lýsir sér aðallega í alveg ótrúlegri stjórnsemi. Þessi á sitja hér og hinn þar..Einnig hef ég tekið eftir einhverjum ótrúlega skrítnum metingi.
Um daginn fór hún til dæmis með kross í leikskólann og tönglaðist á sömu setningunni allt kvöldið Gurún á ekki sona hálsmen, baaaara éééeg. Um daginn þegar hún var að fara til læknis hljóp hún til Gulla við hliðina og sagði: Þú mátt ekki fara til læknis bara ég. Jæja hvað á maður að gera:p
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 9. mars 2007
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Langar að hvetja ykkur sem eigið leið í Smáralind um helgina (föstud og laugard) að koma við í bás sem unglingahópur SKB verður með. Þau munu selja geisladiska og margt fleira fyrir börn á mjög hóflegu verði. Sem dæmi má nefna verða geisladiskar á 300 kr, jólabarnabækur á 500 kr, Línuskautar á 1000 kr og fleira! Allt sem þau selja er nýtt og ónotað:)
Sjáumst!
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. mars 2007
Ísland bezt í heimi II ?
Get ekki sagt að ég búi á besta landi í heimi þegar það er til fólk hér sem gerir svona lagað! Ég bara trúi þessu ekki aumingja strákurinn bara átta ára. Eitthvað hlýtur sá sem keyrði á barnið að hafa á samviskunni núna, ég er viss um að sá hinn sami sofi ekki rótt, því hvet ég viðkomandi til að gefa sig fram.
d.
Ók á 8 ára dreng og fór af vettvangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 5. mars 2007
Ísland bezt í heimi??
Ég finn núna með hverjum deginum sem líður og hækkandi sól hvað lundin léttist. Þó svo mér finnist Ísland vera BEZT Í HEIMI þá er það Alveg ótrúlegt hve oft mér finnst að ég eigi að búa annarsstaðar og þá í heitara landi. Um leið og ég fer í sól og hlýrra loftslag hverfur vöðvabólgan eins og dögg fyrir sólu og íslenska horið á dóttlu þurrkast bara upp. Stundum finnst mér skrítið að fólk hafi sest að hér, spáiði í að sum staðar á landinu sést sólin ekki í marga mánuði, mér finnst nóg um hérna á suðvesturhorninu Finnst aldrei erfiðara að vakna eins og á köldum og dimmum vetrarmorgnum. Drífa svo dóttluna út í bíl í myrkrinu og heyra hana segja ósköp blíðlega: mamma, það er alveg að koma dagur.. Finnst líka hræðilegt að sjá lítil börn með skólatöskur á gangi í myrkrinu hver er munurinn á því að ganga í myrkri eldsnemma morguns og seint um kvöld? Held að við verðum bara að breyta klukkunni þó það væri ekki nema bara fyrir börnin okkar, veit einhver af hverju það var afnumið. Ætti kannski að spyrja Vísindavefinn hann veit það eflaust, fann ekki neitt þar en í staðinn fann ég þetta sem kemur hér á eftir hér: http://almanak.hi.is/0124.html :
Sumartími tíðkast eins og fyrr sagði í öllum helstu viðskiptalöndum okkar í austri og vestri. Ísland er sér á báti hvað þetta varðar og því hlýtur sú spurning að vakna af hverju Íslendingar vilja skera sig úr einmitt að þessu leyti. Rökin sem færð hafa verið gegn sumartímanum hafa fyrst og fremst falist í að draga fram kostnaðinn og fyrirhöfnina við að breyta klukkunni tvisvar á ári. Vissulega kostar það ákveðna fyrirhöfn en nágrannar okkar hafa talið hana léttvæga miðað við ávinninginn af sumartímanum. Því er einkennilegt að Íslendingar skuli búa við þessa sérstöðu og mál hlýtur að vera að linni í því efni.
Mér finnst þetta frekar slöpp rök, að þetta sé of mikið vesen hélt að Íslendingar sem eru með reddingargenið í blóðinu myndu ekki setja eitthvað vesen fyrir sig Við sem erum einmitt þekkt fyrir að gera ekki vesen úr hlutunum. En með þessu öllu ætlaði ég bara að segja ykkur að við Erling erum búin að panta í sólina í sumar Þá mun vöðvabólgan og horið hverfa! Get ekki beðið og er búin að eyða deginum í það að lesa um staðinn sem förinni er heitið á. Sá heitir Lagos og er nýr áfangastaður Sumarferða í Portúgal. Læt kannski bara fylgja eina mynd með Mússí múss d.
P.s. Birna mér er alveg sama þó þú sért að fara til London á föstudag. Það er að ganga gubbupest þar
P.s.s. Sif, Ester, Úlla og Jóna Björk takk fyrir frábæran tíma í verk og ráð;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 5. mars 2007
Oliver og Thorvaldsen
Komin ný vikaJ Ég tek henni fagnandi þar sem að hver vika færir mig nær sumarfríinu sem loksins er ákveðið og bókað:D
Ég fór að djamma með Nínu og Sigrúnu Ernu á laugardag, varð fyrir andlegu áfalli. Fór á wc og þar stóð ein í gættinni og heilsar. Ég kannaðist við hana en var ekki alveg að kveikja hvaðan. Svo kemur önnur út af wc og heilsar líka, og ég segi já, bíddu man eftir þér hvað heitir þú aftur? hún svaraði að bragði: ég heiti og þú varst að kenna mér. (smá sjokk) ég: hvað ertu orðin gömul? hún átján. Ég hitti einmitt aðra hérna í gættinni áðan hvað heitir hún aftur og hvað er hún gömul Hún: hún heitir . Og er sextán.
Jeminn ég fékk alveg nett sjokk ekki bara að hitta gamla nemendur heldur að fatta hvað það eru rosalega eru ungir krakkar á djamminu! Það virtist ekki vera neinn millivegur. Á Oliver var frá sextán svo fórum við á tvorvaldssen og þar var 50+ kannski maður opni bara stað fyrir 25+ finnst það sko alveg vanta;)
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Lady-Dee enn á ný
Myndaalbúm
Tenglar
Vinir mínir og félagar.
- Ragna Bára
- Gamla bloggið mitt:)
- Finnur Finnur æskuvinur minn
- Þórey Edda Stangarstökkvari Íslands
- Guðrún Björk ..námsgella og snillingur
- Konungshjónin Hildur og Gulli
- Jóhanna Jóhanna æskuvinkona mín.
- Ragga Dís Fimleikaskutla
- Sigga Lísa sæta Kennari og fimleikadís
- Perla mín
Fjölskyldan mín.
- Tinna Sæta frænka Listfræðineminn okkar:)
- Birkir Birkir hennar Dagnýjar
- Halli Í köbem í köben hérna út í köbenhavn
- Dagný litla systir Prímadonnan
- Anna systir Í kóngsins köben!
- Mamma Bloggar aldrei!
- Katrín Ýr Krúsan mín
- Erling Ástin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 625
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar