Bíó

Hafiði farið í bíó nýlega?? Ef svo er með hverju mælið þið? Við Erling fórum á the number 23 um síðustu helgi. Á tímabili hélt ég að hún væri algjört rugl en svo rættist þvílíkt úr henni og þegar upp er staðið er plottið mjööög gott, þannig að ég mæli með henni.

Ótrúlega gaman að fara í bíó áðun er dóttlan fæddist fórum við Erling í bíó 1-2 í viku, held að það sé hægt að telja á fingrum annarar handar hversu oft við höfum farið eftir að hún fæddist. En svona er þetta:) Markmiðið er þó að bæta úr þessu líka ég fatta það þegar ég fer hvað það er rosalega gaman í bíó.

Annars er verkefnavinnan bara á fullu í skólanum er td , ásamt hópnum mínum,  að vinna mjög skemmtilegt verkefni um kaupþing núna. Mér finnst þessi önn á margan hátt skemmtilegri heldur en fyrir jól. Maður er líka kominn með taktinn og á auðveldara með að gera verkefni og svoleiðis:) Maður þurfti aaaaðeins að dusta af heilanum eftir 6 ára skólapásu. Þó svo að mér finnist held ég að mörgu leyti skemmtilegra að vinna heldur en að vera í skóla þá á skólinn sína kosti líka.

d.


:) Helgarfrí nammi namm...

Í síðustu færslu sagðist ég ekki nenna að blogga um veikindi, en veikindin eru aftur og enn og er dóttlan heima í dag 26. daginn á þessu ári. Við fórum með hana til læknis í gær og hún fékk mjög breiðvirkt sýklalyf og svei mér þá ég er ekki frá því að hún sé strax orðin betriJ Ætluðum í bústað um helgina en það er að sjálfsögðu dottið um sjálft sig. Þess í stað ætlum við að hafa kósý fjölskylduhelgi sem felur meðal annars það í sér að fara í afmæli til nágrannans hans Gulla vinar hennar dóttlu. Þau eru jafn gömul og eru yfirleitt alltaf vinir, fyrir utan nokkra 2ja ára hnjökra. Eins og mín sagði við hann í gær “Gulli, þú mátt ekki  koma með til læknisins!”. Svona er að vera 2ja ára það er “Éé sjaaalf, Éé áetta, nei ekki þú bara mamma”.  

Annars fann ég á ilminum í hverfinu í gær að hún Ásdís mamma hans Gulla er greinilega byrjuð að baka, nammi namm! Glæsilegt að það sé nammidagur á morgun;)

…annað sumarfríið er aaaalveg að komast á hreint, hvað segið þið hvert á að skella sér!!

 

d.

 

p.s. Ég mæli með blogginu hennar Ýrar hún er nýr bloggari og frábær penni stelpan. Linkurinn hennar er í bloggvinum hér til hliðar.


Veikindi...

..nenni ekki að blogga um ein veikindin enn hjá dóttlunni þannig að ég held að ég sleppi því bara!

 

leiter

d.


Minning.

Dagurinn í gær var mjög erfiður. Við Erling fórum í jarðarför sem er auðvitað aldrei gaman, en þessi var sérstaklega erfið þar sem ungur maður var jarðaður, hann var bróðir góðrar vinkonu minnar.

Ég man eftir þegar ég kynntist þessari vinkonu minni fyrst. Við vorum þrettán ára og hún ný í bekknum. Við urðum mjög fljótlega góðar vinkonur og brölluðum ýmislegt saman. Ég man að eitt að því fyrsta sem hún sýndi mér var mynd af bróður sínum sem hún gekk með í veskinu sínu. Hún var alltaf svo stolt og ánægð með hann. Ég man sérstaklega eftir því að að mig langaði sko líka að eiga stóran bróður. Hann var líka alltaf svo góður var aldrei að stríða okkur eða neitt svoleiðis, var alltaf almennilegur.

Þau voru miklir vinir systkinin og nánast alltaf þegar ég fór út á lífið með vinkonu minni var bróðir hennar með slíkir vinir voru þau. Þau sögðu líka sömu setningar og rauluðu sömu lögin, svo samstillt og samrýmd.

Það er sárt að horfa upp á vini sína í þessari aðstöðu. Maður verður svo vanmáttugur og veit oft ekki hvað maður á að segja. En það allra versta er að segja ekki neitt, mín skoðun er að það er alltaf betra að segja eitthvað.

Blessuð sé minning góðs drengs og megi góður Guð styrkja fjölskyldu hans og vini á erfiðum tímum.

Dögg.


Persónulegt met!!

Hef svo sem ekkert mikið að segja í dag, get svo sem sagt að ég setti persónlegt met í gær og fór á Asíu 4. daginn í röð!! Ég veit ekki alveg hvað þeir setja í þessa súpu en maður verður í alvöru háður henni. Hún er alveg komin í staðinn fyrir nóakroppið sko!! Hef bara ekki borðað neitt nóakropp síðan ég veit ekki hvenær. Annars ætla ég að fara að kíkja á nýja litla dúllu í hádeginu, Jóhanna og Þröstur eignuðst prinsessu fyrir 2 vikum síðan og vegna veikinda hef ég ekki enn séð hana! Ætla bara rétt að skreppa með pakka og knús…. Hvað á annars að bralla um helgina þið???

d.

P.s. Spurning hvort maður fari ekki að fá frítt á Asíu fyrir allar þessar auglýsingar ég get svarið það að það eru mikið fleiri þarna núna en áður:p


Kæra dagbók....

Hva kominn miðvikudagur og ekkert blogg! Raggi bró átti afmæli í gær 24 ára, ótrúlegt að við séum jafn gömul bró!!!

Já við fórum í afmæli ð hjá Sunnu á laugardag og var það hin mesta skemmtun:) Við Erling vorum ein af þeim fyrstu sem mættum af því við ætluðum sko ekki að missa af Eurovision! Erling er auðvitað létt klikkaður og söng með næstum öllum lögunum af hjartans list.. hahahaha... Karlinn búinn að vinna heimavinnunna sína held að þeir spögleri mikið í þessu í vinnunni. En ég var svona þegar upp er staðið mjög ánægð með úrslitin og get verið sammála því sem Páll Óskar sagði í útvarpsviðtali í síðustu viku, að lagið hans Eika sé svona lag sem maður á eftir að nenna að hlusta á næstu mánuðina. Þetta má að sjálfsögðu ekki vera of þreytt!! En vá hvað Ragnhildur Steinunn er flott! Kannski aðeins of mikil brúnka í gangi en hver hefur ekki misst sig í því -hóst-..

Í þann mund sem úrslitin voru kynnt gekk Eyvi inn í afmælið. Hann var að sjálfsögðu með gítarinn í annarri og tók nokkur lög fyrir Sunnuna sem við hin fengum líka að njóta. Við Gjé skemmtum okkur konunglega og sungum hver í kapp við aðra, hún spilaði aðeins út í lokin líkt og hún lýsir á eigin bloggi en hver hefur ekki getað gert fáránlega hluti í skjóli mjólkurmóðu:p En bara kærar þakkir fyrir okkur Sunny! Er strax farin að hlakka til eftir 10 ár;) múhahaha...

Á sunnudag buðu mamma og pabbi okkur með í sveitaferð. Þau voru að kaupa bústað þessar elskur, að sjálfsögðu fékk frumburðurinn ég heiðurinn af því að sjá hann fyrst;) Það var þó kannski heldur mikill veltingur á leiðinni sem endaði með því að undirrituð gubbaði aðeins í vegakantinn... En hver hefur ekki lengt í því! Þegar í bæinn var komið var brunað í vikulegt matarboð til ömmu unnar alltaf líf og fjör!!

Í fyrradag fór ég í allskyns rannsóknir vegna síþreytu og sísvengdar. Það voru teknar blóðprufur, þvag og fleira fæ niðurstöðurnar í næstu viku. Vona að það komi eitthvað út úr þessu er orðin frekar þreytt á þessu. Er gjörsamlega síkvartandi kerling! Ég er svo þreytt, ég er svo svöng.....

Vitið hvað ég er búin að fara þrisvar sinnum á Asíu í þessari viku!!! Fyrst með Erling og dóttlu, svo Birnu Eurovision í gær og áðan fór ég með Sif.... Kjúklinganúðlusúpa og kaffi á 890 kr geri aðrir betur!!

Já bara þokkalegt

d. 

 

 

 


Project, bleyjan og afmæli!

Ég er svoooo svekkt núna! Var búin að skrifa langa og skemmtilega færslu en svo rakst ég í eitthvað á lyklaborðinu og viti menn hún hvarf bara! Ætla að reyna að muna hvað ég var að skrifa

-hugs-

Haldiði að ég sé ekki búin með verkefni sem ég á að skila á mánudag! Er ekkert lítið ánægð að því sé lokið! Ég var að vinna í forriti sem heitir Project (þekkir það einhver) og skipuleggja afmælisveislu. Ekki bara eitthvað afmæli heldur fimmtugs afmælið hennar mömmu minnar! Það sem var það besta við það var að þá þurfti ég ekki gera verkefnið ein, mamma sat með mér nánast allan tímann:) En þeir sem þekkja mig vita hvað mér leiðist að vera ein, þegar ég bjó ein hringdi ég alltaf í einhvern þegar ég var að borða, gat ekki hugsað mér að sitja ein og borða! Svo þegar ég er ein að keyra verð ég alltaf að hringja í einhver því annars leiðist mér svo. Þetta hefur að vísu breyst eftir að dóttlan fæddist því núna er hún nánast alltaf með mér þegar ég er að keyra. Mikil blessun það. Talandi um dóttluna þá er hún alveg hætt með bleyju. Eftir mjööög erfiðan miðvikudag sl. var ég alveg við að gefast upp, það var sama hvað það er kallað það lenti í buxunum hennar dóttlu litlu. Ég sagði við Erling að hún fengi fimmtudag og föstudag og ef það gengi ekki skyldi bleyjan á og ekki orð um það meir. Erling hafði mikið meir trú á henni en ég og ástæðan kannski sú að hann var að vinna fram eftir alla vikuna! Því slapp hann við að vera með handklæði á lofti og þvottavél í gangi allan daginn. En já á fimmtudaginn var allt í einu eins og það væri ýtt á takka og hún skilaði öllu sínu í wc!! Halelúja og húrra fyrir pylsugerðarmanninum (föttuðuð þið þennanWink)

En elsku þið hafið það gott um helgina í faðmi familíunnar það ætla ég að gera:) En förum vísu smá fullorðins í kvöld þar sem Sunnan er að halda upp á afmælið sitt í kvöld! Og já svo er konudagurinn á morgun er viss um að Erling bjóði mér til útlanda eða eitthvað.. múhahahahaaaaaa....

d.

 


Umferðin, Landspítalinn og Silvía Nótt.

Hvað er með umferðina á Íslandi??? Ég er alveg búin að fá mig fullsadda af frekjum og pxxxx í umferðinni! Það vilja allir vera á undan og enginn hleypir neinum. Ég lenti tam í því í morgun að þurfa að skipta um akgrein. Ég gef stefnuljós en viti menn þá fara allir að gefa í, það ætlaði sko enginn að verða síðastur.

Annað ég vil hér hrósa starfsfólki Barnaspítala Hringsins. Við Erling fórum þangað með dóttur okkar um daginn ekki til frásögu færandi svo sem en hún gleymdi þar litlum verndarengli sem amma hennar gaf henni. Nokkrum dögum síðar fékk dóttir mín umslag í pósti. Í umslaginu var engillinn hennar, hann var merktur henni að vísu ekki með föðurnafni en fornafnið hefur verið nóg til þess að hægt væri að hafa upp á henni. Mér finnst þetta bara alveg frábær og húrra fyrir þeim:)

...og svo svona að lokum hvað finnst ykkur um Silvíu Nótt??

d. 

 


Í skólanum... í skólanum...

 
Ég er mætt í skólann! Ótrúlegt en satt! Hélt svei mér þá að þessi dagur myndi aldrei renna upp. Fór að vísu til doksa á laugardag til að fá pensilín þar sem að andlitið á mér er fullt af slími. Vonandi hefur það eitthvað að segja.
Annars er bara mánudagurinn ógurlegi í skólanum ef ég var ekki búin að deila því með ykkur þá er ég í skólanum frá 8-19 á mánudögum, þvílík bilun! Að vísu er ég ekki í neinum tímum á þriðjudögum og miðvikudögum í staðinn sem er sko ekki leiðinlegt!
d.
P.s. hef áhyggjur af því hvað ég hósta mikið! Finnst fólkið hérna farið að horfa skringilega á mig, en hvað á maður að gera:s

Enn heima...

Jamm ég er ennþá lasin! Ótrúlegt en satt en þetta virðist engan endi ætla að taka:( Er orðin mjööög þreytt og leið á þessu ástandi. Var með hita í gærkvöldi á degi sex! En þetta hlýtur að fara að koma núna í trúi ekki öðru. Mér leiðist ekkert smá, hef ekki farið út svo dögum skiptir!

Annars er það að frétt að dóttir mín litla sjálfstæð hætti sjálf með bleyju í fyrradag. Hún er að eigin sögn hætt en samt pissar hún út um allt og aðallega í sig´... híhíhí þetta kemur allt saman með kalda vatninu;)

d.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband