Færsluflokkur: Bloggar

Helgi.. aftur!

Aftur komin helgi! þetta líður ekkert smá ótrúlega hratt! Ég er bara ein hérna í sófanum, í þetta sinn fór Erling út að hlaupa! Brjálað heilsuátak í gangi hérna:p Erling farin að fara niður í hjólageymslu til að sippa og gera æfingar, Katrín Ýr byrjuð í "fimleikum" og þá er ég bara ein eftir. Erum að vísu að kaupa okkur kort í Sporthúsinu, spurning hvað kemur út úr því:)

En hafiði það gott um helgina krútt og gangið hægt um gleðinnar dyr!

 

d.


Almenn þreyta bara...

Púff er e-ð voða þreytt þessa dagana þrái að sofa og sofa sofa. Sit hér og hlusta á kennara ræða framboð og eftirspurn, og röddin er e-ð svo ótrúlega svæfandi *geisp*

Ég hlustaði á Ísland í bítið á leið í skólann, þar var m.a. verið að ræða hvalveiði. Þar kom fram svolítð skemmtilegt dæmi, þegar viðmælandi var spurður hvaða skoðun hann hefði á hvalveiðum. Þá svaraði hann eitthvað á þessa leið:" ég skil bara ekki af hverju hvalirnir koma alltaf aftur ef að maður færi td allltaf á Selfoss og það væru alltaf 5-6 úr manns hóp skotnir þá færi maður ekkert þangað aftur!"

 d.


Þú skalt ekki leggja nafn Drottins........

Jæja skilaði loksins þessu blessaða launaþróunarverkefni. Skrifaði það eiginlega allt á 3 tímum á laugardag. Held að ég verði bara að fá mér mojito á hverju kvöldi. Ég verð svo assskoti létt og fín daginn eftir og svona nett kærulaus:p

Við Katrín Ýr fórum í Sunnudagsskólann í gær.. Voða gaman, hún var með þolinmæði í svona 10 mín og fór þá að hlaupa um. En hún lærir þetta hún er nú bara rétt rúmlega eins og hálfs.  Fínt að æfa hana svolítið fyrir jólamessuna:) En það sem meira er að seint í gærkvöldi uppgvötaði ég að Guess taskan mín fína sem ég keypti í Ameríkunni var horfin. Ég mundi eftir að hafa verið með hana síðast í Sunnudagsskólanum. Sunnudagsskólinn er haldinn í Salaskóla þannig að það fyrsta sem ég gerði í  morgun var að hringja þangað. Þar vissi enginn neitt sama við hvern ég talaði, enginn hafði séð neina tösku. Þar næst ræsti ég tvö heimiliSaklaus Fyrst hringdi ég heim til Ingu Dísar til að fá símann hjá Petreu vinkonu hennar. Af hverju?´Jú, því Petrea sér um sunnudagsskólann. Á báðum stöðum fékk ég rámar raddir sem stundu upp - Halló. Petrea hafði ekki séð töskuna en benti mér á hana Siggu kirkjuvörð. Í allan dag reyndum við bæði ég og Erling að ná í safnaðarheimilið til að ná í umrædda Siggu. Það svaraði aldrei neinn og bara miljón Sigríðar í símaskránni. Þannig að mér datt í hug að hringja bara beint í prestinn til að fá númerið hjá henni Siggu. Það var ótrúlega fyndið að ég hef aldrei fyrr tekið eftri því fyrr, hvað ég segi mikið "Guð minn góður" eða "Jesús minn", en í þessu stutta samtali sem ég átti við sérann. Ég skammaðist mín bara hálf.. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma....  En þrátt fyrir það gaf hann mér upp símanúmerið hjá kirkjuveðrinum. Ég var ekki sein á mér að hringja í hana og viti menn, hún er með töskuna mína og Erling ætlar bara að sækja hana í leiðinni heim úr vinnu. Ótrúlega er ég fegin að fá uppáhaldstöskuna mína aftur og ekki minna fegin að þurfa ekki að fara andlitslaus í skólann annan daginn í röð.

d.

P.s. *mont* ég fékk 9+ fyrir fyrsta verkefnið mitt og er að deyja ég er svo ánægð með þaðHlæjandi

 


Föstudagur, aðferðafræði og djamm!!

Jæja við Úlla vorum rétt í þessu að klára aðferðafræðiverkefnið. Eins gott því við erum hvorugar búin með launþróunina og við erum að fara að DJAMMA í kvöld. Já, bara kæruleysi í gangi. Við ætlum að hitta samnemendur okkar á Oliver fá okkur að borða og drekka mojito! (amk ég:p)

Góða helgi krúsur og hafið það gott eð familíunni:p já eða bara vinum ykkar

d.


Ein í sófanum.

Jæja enn eitt kvöldið og mín ein í sófanum, KY sofnuð og Erling að djamma eitthvað með vinnunni. Í staðin er Úlla snúlla að koma og við ætlum að klára aðferðarfræðiverkefni. Alveg ótrúlega duglegar bara:)

Er að horfa á Hemma, það er ótrúlega gaman að horfa á í beinni;) gaman þegar allt getur gerst, Hemmi gleymdi kynningu, svo þegar Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar sungu þá heyrðist ekkert í Friðriki:D En Hemmi reddar þessu bara með því að hlæja sig í gegnum þetta.

En ef þið eruð að horfa hvernig finnst ykkur sviðsmyndin? Tengdapabbi gerði hana nefnilega *glott*.

d.


Nepótismi

Vitiði hvað það er? Það er að nokkurskonar frændsemispólítík en langflestir fá starf í gegnum vini og kunningja.

Rétt upp hönd sem hefur fengið starf í gegnum ráðningar:p

d.


Egglos:)

Það var merkileg frétt á mbl.is í gær. Þar var talað um að rannsóknir háskóla í Ameríku sýndu fram á að konur hefðu sig meira til þegar þær hefðu egglos. Mér fannst þetta ótrúlega merkilegt og vel trúlegt. Spurning um að gera óvísindalega tilraun á sjálfum sér. Segi svona.

 Í dag las ég að breskir karlmenn vilji ekki sílíkonbrjóst. Hvað með íslenska? Geri kannski MA ritgerð um þetta. Segi svona afturUllandi

d.

P.s. Þið 40 sem heimsóttuð síðuna í gær takk fyrir öll kommentin múhahahaSvalur


Ég bara skil ekki suma kennara.

Ég er að reyna að rembast við að skrifa rigerði í einum námskeiðanna sem ég er í þetta misserið. Ritgerðarefnið er: Er launaþróun á Íslandi eðlileg?

Ég spyr eðlileg miðað við hvað??? Hvað er eðlilegtÓákveðinn

Námsefni vetrarins hefur verið  stéttarfélög, kjaramál og verkalýðsfélög ekki eitt orð um launaþróun...

d. ekki sátt.


Tenglar...

Ég var að setja inn fullt af tenglum og ég skil ekki af hverju í ósköpunum þeir sem að ég set fyrst inn lenda síðastir og öfugt!! Þetta er akkúrat öfug röð... trúi því ekki að ég þurfi að pikka þetta allt aftur? kann þetta e-r??????

 d.

P.s. Látiði mig vita ef þið viljið vera í tenglum!


Ég var búin að gleyma...

...hvað það er yndislegt að sofna þreyttur eftir góða útiveru og hreyfingu. Það fékk ég í gærkvöldi og það var svo frábært að vakna og uppgötva að ég hafði aldrei rumskað bara lagst niður, steinsofnað þar til klukkan hringdi.

Ástæðan fyrir þessu var að í gær fór ég í óvissuferð með unglingahóp http://skb.is . Allur hópurinn hittist á skrifstofu styrktarfélagsins kl 1130. Rútan lagði svo af stað klukkan 12:00 og var ferðinni heitið á Indriðastaði í Borgarfirði. Þar tók á móti okkur Halli Hansen, fyrrum herra Ísland. Hann byrjaði á því að fá okkur til að fara öll í Kraft-galla, sem kom í ljós að var nauðsynlegt íslenskri veðráttu. Það var nefnilega eins og hellt úr fötu. Halli byrjaði á þvi að skipta okkur í hópa og hóparnir kepptu sín á milli. Greinarnar voru: klifur, þá axarkast, blindraleikur, boðhlaup og boltaleikur. Þetta var bara skemmtilegt og það voru þreyttir og ánægðir þáttakaendur sem voru í rútunni á leiðinni í bæinn. Þessu var þó síður en svo lokið. Við héldum áfram og fórum í Smárabíó og sáum vitlausa mynd sem heitir Talladega Nights. Frekar vitlaus mynd en krakkarnir fíluðu hana vel. Að því loknum enduðum við á Fridays í burger.

Þetta var alveg frábær og velheppnuð ferð, mér fannst æðislegt hvað krakkarnir voru jákvæðir og skemmtilegir. En þau eru öll hetjur.

d.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband