Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 14. júní 2007
Nýtt líf...
Já eins og ég sagði ykkur um daginn þá var ætlunin að breyta um lífsstíl á afmælisdaginn minn (31 árs). Það gekk sannarlega eftir og hef ég staðiði við að fara út að hlaupa annan hvern dag síðan. Einnig tók ég á mataræðinu svo um munar... en púff er ekki að segja að þetta sé létt! En vá hvað manni líður vel eftir hlaup:D
Hlaupadagskrá:
14. júní - blóðbankahlaup Laugardal
16. júní - kvennahlaup
23. júní - Jónsmessuhlaup
18. ágúst - maraþon
Hlaupakveðja
d.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 11. júní 2007
Ásta Lovísa.
Ég á nokkrar minningar um Ástu Lovísu. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar við vorum um það bil 10 ára í KFUK. Sérstaklega er minnistæð helgarferð sem við fórum í sumarbústað í Ölfusborgum. Þar vorum við eitthvað að spjalla eins og gengur og þar sagði hún mér að mamma sín væri dáin. Ég get ekki gleymt hvað mér fannst þetta skrítið og vorkenndi ég henni mikið. Mér fannst bara að börn ættu að eiga mömmu og pabba á lífi. Núna hefur sagan endurtekið sig og hennar börn eru móðurlaus , eru ekki samfeðra og munu þar að leiðandi ekki alast upp saman. Rétt eins og var með hana og hennar systkini.
Seinna í þessari bústaðaferðm grét hún sig í svefn vegna þess að hún var svo hrædd um að ganga með erfðasjúkdóminn sem dró mömmu hennar til dauða. Ég man hvað þetta var erfið ferð fyrir alla og mun ég aldrei gleyma hvað hún grét sárt þetta kvöld, hún var óhuggandi. Mér er líka spurn hvað er hægt að segja við barn sem hefur misst foreldri sitt? Þetta eru spor sem ómögulegt að setja sig í. Það er svo sárt að missa ástvin.
Núna ekki svo mörgum árum seinna er Ásta dáin og ekki úr erfðasjúkdóminum sem gengur í kvenlegg í fjölskyldu hennar heldur úr krabbameini. Hversu ósanngjarnt getur lífið verið. Systir hennar og móðir dóu úr erfðasjúkdómnum en svo fær hún krabbamein.
Í morgun var Ásta Lovísa jörðuð. Hún var jafngömul mér og skilur eftir sig mann og þrjú börn. Ég samhryggist fjölskyldunni innilega og hef sent hlýjar hugsanir, haft kveikt á kertum og spilað rólega tónlist í morgun.
Blessuð sé minning hennar.
d.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 8. júní 2007
Ómögulegur dagur - samt er sól og blíða.
Mér finnst þetta eitthvað ómöglulegur dagur, ætti samt að vera glöð var að fá svo rosalega góðar fréttir í gær. Ætla að skella mér undir sturtuna og reyna að hressa mig við.
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 5. júní 2007
Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag!
050607 sem þýðir að í dag eru nákvæmlega 31 ár síðan ég kom í heiminn! Í dag á líka að vera dagurinn sem ég breyti um lífsstíl stefnan er að fara út að hlaupa annan hvern dag og taka þátt í maraþoninu. Hvernig líst ykkur á það? Vona að dagurinn verði góður:)
...veriði góð við hvert annað
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 4. júní 2007
Útrás, útskrift og útilega (já eða bústaður bara svo töff að hafa þrjú -ú-)
Já, það er greinilega komið sumar í marga bloggara og þar á meðal mig:) Mér finnst ég aldrei hafa neitt að segja þessa dagana (það var nú þá í fyrsta sinn..hahaha).
Ég get þó sagt frá því að ég er búin með öll námskeið í mastersnáminu mínu HÚRRA!! Núna mæti ég samviskusamlega dag hvern í Odda og vinn að rannsóknarverkefninu mínu. Verkefnið snýr að útrás íslenskra fyrirtækja. Ég mun taka viðtöl við níu stjórnendur útrásarfyrirtækja, bera þau saman og reyna að segja eitthvað gáfulegt um þessa velgengni. Markmið mitt er að útskrifast úr náminu í október og vona ég sannarlega að það takist:)
Við KÝ skruppum í bústað um helgina ásamt Eddu, Ingu og börnum. Það var ferlega næs og kósí hjá okkur. Börnin voru svo góð að við vissum ekki af þeim, sveitin virðist hafa þessi áhrif á börn. Þar eru allir vinir og leika saman stórir sem smáir. Þetta er önnur helgin í röð sem við dóttla förum og það stefnir jafnvel í næstu helgi líka. Ég vona það að minnsta kosti.. kósí.. kósí.. Það versta þó við þessar bústaðarferðir er hvað það virðist allt ganga út á að borða .þarf aðeins að breyta því mynstri þegar maður fer svona oft. Spurning um að taka bara hlaupagallann með og taka spretti milli þess sem maður gúffar í sig.
Það nýjasta hjá dóttlunni er að segja öllum sem heyra vilja að hún ætli að verða læknir þegar hún verður stór og flissa að hún eigi engan karl... en þó bætir hún yfirleitt við "nei, mamma bara Gulla-karl". Á maður að hafa áhyggjur. hihihih.... Annars erum við mæðgur í því þessa dagana að keppast við að heimsækja alla þá sem ég hef misst samband við meðan á náminu hefur staðið:p það hefur gengið ágætlega en þó er slatti eftir enn og betur má ef duga skal.... Látið mig vita ef ég er að gleyma ykkur það er þá ekki illa meint;)
knús
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Danmörk!
á það er ekki hægt að segja annað en að ferðin til DK hafi verið frábærlega vel heppnuð:) Ég náði meira að segja að koma Önnu syss sem býr í Köben á óvart. Hún vissi auðvitað ekkert að ég væri að koma frekar en ég. Ferðin fór aðallega í að borða góðan mat og hafa það gott, auðvitað var líka aðeins kíkt í búðir;) Get aldrei verið alveg án þess hihi.. Keypti nú aðallega á dóttlu "litlu" eitthvað slæddist þó með á okkur Erling líka.
Verð að segja ykkur frá einu við fórum á Karokí-bar á föstudagskvöldinu þar var kona um fertugt mjög áberandi. Mér leist vel á hana í fyrstu og var hún með skemmtilegan kántrí-tón í röddinni og minnti svolítið á röddina hennar Dilönu. En svo skyndilega í einu "atriðinu" sveipir hún upp pilsinu og við blasti rottan (afsakið orðbragðið) í öllu sínu veldi. Kellan var sem sagt ekki í nærbuxum, púff hvað konan missti allan sjarma á einu augabragði. Leit út fyrir að vera dagsfarsprúð kona. Hún leit ekki eitt skipti duga heldur flassaði frænkunni aftur og þá aðeins ofar þannig að það mátti greina keisaraskurð! Gaman að eiga þessa sem mömmu....
Jæja þarf að hlaupa og sækja Linga litla í vinnuna.
d. - sem var über-dugleg í dag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 17. maí 2007
Ovissuferd
Var eg buin ad segja ykkur ad erling baud mer i ovissuferd! Su ovissuferd var i dag og endadi i køben!!! Nuna stend eg i lobbyinu bara rett til ad segja ykkur hvad eg er dekrud af manninum minum! Lifid er yndislegt tid oll va hvad eg aetla ad njota i botn!!
Købenkvedjur
d.
Bloggar | Breytt 20.5.2007 kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 16. maí 2007
Að éta ofan í sig...
Hvaða foreldrar kannast ekki við það þegar unginn þeirra er nýfæddur að horfa á öll "óþekku" börnin og hugsa "...þú verður aldrei svona elsku litla barn." Þetta gerði ég líka og er um það bil búin að éta það allt ofan í mig. Ég hélt að dóttir mín yrði aldrei barnið sem öskrar í búðinni eða í fataklefanum í leikskólanum. Hún má að vísu eiga það að hún er mjög góð í búðum en í morgun í leikskólanum gjörsamlega umturnaðist barnið og öskraði af lífs og sálar kröftum. Ekki það að eitthvað mikið hefði komið fyrir heldur af því að hún mátti ekki fara út á inniskónum! Það versta var að hún var ekki orðin róleg þegar við Erling yfirgáfum leikskólann ég heyrði öskrin í henni allan tímann sem ég gekk að hliðinu.
Ég held þó að þessi hegðun hafi eitthvað með það að gera að ég er búin að vera svo mikið frá heimilinu sökum anna (SL ég sagði ekki orðið;)). Hún hefur meira að segja sofið ver en áður þessi elska. En núna er ég komin aftur jibbí!!! ...
d. - sem ætlar út í kvöld;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 16. maí 2007
Próflok, djamm og óvissuferð..
Þá eru prófin loksins búin og lífið getur haldið áfram sinn vanagang eða næstum því alla vega:) Var að koma í saumó, fer svo í próflokadjamm á morgun og óvissuferð hinn!! Það er bara eins og lífið hafi verið á hold.. hihi... Annars er ég búin að fá úr tveimur prófum, fékk 8,5 í báðum og er alveg í skýjunum bara. Ég finn hvað ég er orðin kröfuhörð með aldrinum hélt sko að ég væri fallin í öðru þeirra bara af því að ég mundi ekki alveg allt úr bókinni hihihi.... En þið megið endilega óska mér til hamingju því frá og með deginum í dag er ég búin með öll námskeið í mastersnáminu! Svo bara að byrja á lokaritgerðinni og massa hana.. segi frá henni næst...
Knús á ykkur
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 14. maí 2007
...ennþá próf!!!
..er enn í prófum!:( en ég er búin á morgun:D..... Elsku Ragga mín að sjálfsögðu kem ég með snoopy gallann til þín og sængurgjöfina við fyrsta tækifæri!
d. alveg að fara að blogga og aaaaalveg að verða búin í prófum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Lady-Dee enn á ný
Myndaalbúm
Tenglar
Vinir mínir og félagar.
- Ragna Bára
- Gamla bloggið mitt:)
- Finnur Finnur æskuvinur minn
- Þórey Edda Stangarstökkvari Íslands
- Guðrún Björk ..námsgella og snillingur
- Konungshjónin Hildur og Gulli
- Jóhanna Jóhanna æskuvinkona mín.
- Ragga Dís Fimleikaskutla
- Sigga Lísa sæta Kennari og fimleikadís
- Perla mín
Fjölskyldan mín.
- Tinna Sæta frænka Listfræðineminn okkar:)
- Birkir Birkir hennar Dagnýjar
- Halli Í köbem í köben hérna út í köbenhavn
- Dagný litla systir Prímadonnan
- Anna systir Í kóngsins köben!
- Mamma Bloggar aldrei!
- Katrín Ýr Krúsan mín
- Erling Ástin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar