Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 2. maí 2007
Prófkvíði...
Ég er að fara í próf á morgun og ég kvíð svo fyrir að ég er alveg að fara að kasta upp! Læt vita á morgun hvernig mér gekk. vona að það verði gleðifréttir!!
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 30. apríl 2007
Hér er ég!!
Vá ekkert smá langt síðan ég hef bloggað! Komin tími til:p Þetta er bara búinn að vera hrikalegur mánuður sem hefur snúist um lærdóm og aftur lærdóm því núna eru prófin byrjuð. Er búin með eitt heimapróf og er að fara í annað á eftir klukkan 8:30. Próf, próf, próf og aftur próf.... Ég verð fegin þegar þetta er búið.
Það sem hjálpar þá er að fimm fræknu (ég, sif, úlla, ester og jóna) lærum alltaf saman, þá skapast svona lærdómsumhverfi og allir verða duglegri heldur en þeir væru ef allir myndu læra einir. Við fórum til dæmis í bústað um helgina og lærðum þar.. og hvað sem hver heldur þá var sko lært út í eitt!
Annars voru Dagný og Birkir að kaupa sér íbúð hérna í næstu götu við okkur, ekki leiðinlegt það bara eitt hús á milli okkar:D gaman gaman... og til hamingju krakkar!
Annað í fréttum er að ég er farin að hreyfa mig reglulega. LOKSINS! Fer þrisvar í viku ásamt Birnu og fleiri snillingum og lyfti lóðum, brenni og teygi. Mér líst vel á þennan hóp sem er með okkur í þessu og spái honum miklu velgengni í framtíðinni.
.. en nú þarf ég að fara að taka próf!! skal vera dugleg að blogga núna! Vona að það séu ekki allir hættir að kíkja
mússí múss
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 11. apríl 2007
Gleðilega páska:)
..mikið álag í skólanum:) get vonandi bloggað og sagt skemmtisögur í fyrrmálið.. þangað til næst farið vel með ykkur.
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Sjúkrahúsvist III.
Jæja við fórum í endurkomu klukkan 1100 í morgun og KÝ var formlega útskrifuð:) Var líka orðin hress og hitalaus. Læknirinn hennar sagðist þó eftir að sakna hennar því hún væri svo skemmtileg. Enda sagði hún aftur í dag: "Bless læknir ég er að fara heim að drekka".
En í staðinn er ég búin að vera að drepast úr ógleði síðustu nótt og í dag. Finnst samt kannski að ég sé að lagast pínulítið. Má ekkert vera að því að vera lasin núna. Ætla að vera dugleg og skrifa eitt stykki ritgerð um páskana og fara svo í bústaðinn þeagr því er lokið:D
d.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Sjúkrahúsvist II.
Jæja þá kemur framhald. Við fórum sem sagt aftur á spítalann klukkan 1600 í dag og hittum lækninn aftur. Hann hafði sent blóð í ræktun og var mjög ánægður með útkomuna úr henni. Þannig að hann ákvað að taka legginn sem var settur í höndina á KÝ í gær til þess að hún gæti fengið næringu í æð. Hann sagði að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af húðblæðingunum þar sem hún er mikið hressari og ekkert nýtt kom út úr blóðinu. Hann vill samt fá okkur aftur á morgun til að fylgjast með henni.
Það er ekki laust við að ég hafi verið í sjokki hér í kvöld, leist sko ekkert á dömuna mína í gær hef aldrei áður séð hana svona á sig komna. Hún lá bara og sýndi engu athygli, grét bara og lognaðist út af til skiptist. Ég er svo ánægð að sjá hana vera hún sjálf aftur svona næstum eins og hún á sér... Held að við ættum að knúsa börnin okkar enn meira við erum svo heppin að eiga þau.
d.
p.s. Hún er nú fyndin hún dóttir mín, þegar læknirinn kom inn þá benti hún á pínu lítinn blett á höndinni og sagði: "sjáðu læknir hérna er skarlatsóttin mín." Svo sagði hann henni að hann ætlaði að láta taka legginn en í staðinn yrði hún að vera dugleg að drekka. Mér fannst hún ekkert sýna þessu mikla athygli nema hvað að þegar við vorum að fara sá hún lækninn og sagði: "Bless læknir ég er farin heim að drekka!"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Sjúkrahúsvist.
Já síðasti sólarhringur hefur sannarlega verið ævintýri hjá litlu fjölskyldunni. Á leiðinni heim úr skólanum í gær datt mér í hug að hringja í Barnaspítalann, tala við lækni og lýsa ástandi dóttlu litlu. Sagði meðal annars að hún hefði lítið sem ekkert borðað í 2 daga og það sem hún borði kasti hún upp. Annað var að hún var á sýklalyfjum vegna skarlatsóttar og gat ekki tekið þau vegna uppkastanna. Læknirinn sagði mér að fara heim meta ástand hennar og ef hún væri slöpp að koma þá með hana strax. Þegar heim var komið kom í ljós að hún hafði verið mjög slöpp yfir daginn, kastað upp, ekkert borðað og sofið mikið. Þannig að okkur erling var ekkert að vanbúnaði heldur drifum við okkur upp eftir. Eftir að læknar höfðu skoðað hana og tekið blóðprufur var ákveðiði að leggja hana inn. Meðferðin var í formi næringar í æð. Það sem þeir höfðu þó mestar áhyggjur af voru húðblæðingar á stærð við títuprjónshaus á fótum hennar. En slíkar blæðingar eru meðal annars einkenni heilahimnubólgu. Til eru tvenns konar heilahimnubólgur annars vegar að völdum bakteríu og hins vegar að völdum veiru, sú sem er að völdum bakteríu er hættulegri og verður að meðhöndla strax. Það fundust ekki merki um slíkt í blóðinu hennar KÝ en þó hafði eitthvað gildi hækkað örlítið í morgun, mjög lítið en þó vilja læknarnir halda áfram að fylgjast með henni og fer hún aftur seinnipartinn í blóðprufur. En núna erum við heima í "fríi" mjög fegnar mæðgur enda sú yngri orðin skíthrædd við hvíta sloppa sem gera ekki annað en að stinga hana þegar þeir nálgast og sú eldri mjööög vansvefta eftir nótt á hörðum sjúkrahúsforeldrabekk. En læknarnir telja þetta saklaust og segja að við þurfum ekki að hafa áhyggjur ég er bara ánægð að hún sé undir læknishendi og að það sé fylgst með henni. Ég neita því ekki að ég var mjög hrædd í gær hrikalegt að horfa á barnið sitt sem er vant að hlaupa um og varla staldra við í mínútu svona lasið.
Knús
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 2. apríl 2007
...gabbi gabbi gabb! 1. apríl..
Ég gabbaði nú engan í gær. En ég veit samt að Birna var viss um að ég væri að gabba þegar ég hringdi í hana og sagði að KÝ væri komin með gubbupest, kannski ekki skrítið þar sem lesendur þessa bloggs vita að veikindin hafa ekki látið okkur vera á þessu ári. Greyið litla sílið mitt að fá æluna ofan í skarlatsótt sem hún er ekki enn stigin upp úr. Hlýtur að fara að taka enda ég krossa amk fingur í þetta sinn.
Það má því segja að eina raunverulega gabbið mitt í gær var þegar ég fékk Birnu til að segja við KÝ að Karíus og Baktus væru líka með gubbupest. Þar sem við áttum miða í leikhúsið í gær og fórum ekki vegna ofangreindra ástæðna. Hefði verið frekar pínlegt ef hún hefði gubbað í miðri sýningu... púffi púff....
d.
P.s. En kannski tók ég bara mitt aprílgabb út fyrr um helgina. Var nefnilega á árshátíð hjá HÍ á föstudag. Ég var búin að fá tölvupóst fyrirfram þar sem stóð að ég ætti að tala um afa minn allt kvöldið! Þetta gerði ég og náði mas borðinu mínu í hálftíma samræður um aðbúnað á elliheimilum. Geri aðrir betur! Alltaf þegar það var skálað sagði ég: "já einmitt! skál fyrir afa..." Vá þetta var nú pínu pínlegt stundum;) Sérstaklega þegar ég bað um orðið og sagði að lokum öllum að skála fyrir afa sem ætti afmæli í dag... svonalagað er samt alltaf gaman! Sérstaklega eftir á;)
Aprílgöbb stór og smá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 30. mars 2007
Er vægast sagt á haus!!!
Enginn tími til að blogga! Var að klára lokalestur á enn einu brjálæðislega verkefninu!!! Púffi púff:s
d.
P.s. er samt að fara á árshátíð á morgun! Það verður sko ekki leiðinlegt:D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 27. mars 2007
Wanted;)
Bloggar | Breytt 29.3.2007 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 26. mars 2007
Sturtuferðin mikla - áhætta...
Alltaf gaman á Akureyri! Var þar um helgina með Erling mínum og SKB-krökkunum. Hrikalega gaman bara:D Fórum á skíði, hestbak, í bíó, út að borða, héldum kvöldvöku og þar fram eftir götunum... Eeeen mikið var líka gott að koma heim... ahhhh....
Annars var ég í verkefnastjórnun áðan og við áttum að lýsa verkefninu að fara í sturtu ásamt áhættuþáttum! Hér kemur mitt verkefni;) Ótrúlegt hvað þetta eru mörg handtök á mjööög stuttum tíma!
Sturtuferðin mikla:
1. ná í tvö handklæði
2. ná í slopp/náttföt eða föt
3. hafa ólæst (ef einhver þarf að pissa)
4. þvo farða
5. stilla hitastig
6. klæða sig úr
7. tékka á hitastigi
8. fara undir sturtuna
9. bleyta hárið
10. þvo hárið
11. skola hárið
12. bera næringu í
13. Þvo kroppin, raka líkamshár og hafa næringuna í á meðan
14. skola kroppinn
15. skola úr næringu
16. skrúfa fyrir
17. þurrka hárið
18. vefja hárið
19. þurrka sér muna vel á mili tánna
20. Svitaeyðir
21. bera body-lotion
22. setja andlitskrem
23. klæða sig
24. setja í óhreina tauið
25. opna hurð
26. loka hurð
Áhætta· Gleyma handklæði
· Sjampó eða næring búin
· Renna og detta og slasa sig!
· Sjampó í augun
· Farði í augun
· Næring ekki nógu lengi í hári
· Vatnið verði of heitt eða of kalt
· Hurðin læst og e-r þarf að komast inn
· Einhver utanaðkomandi truflun
· Sími hringir, dyrabjallan hringir hleypur og dettur!
· e-r ókunnugur veður inn og hurðin ólæst
· hitastigið ekki rétt
· vatnslaus
· Sturtuhaus dettur af og viðkomandi rotast
d.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Lady-Dee enn á ný
Myndaalbúm
Tenglar
Vinir mínir og félagar.
- Ragna Bára
- Gamla bloggið mitt:)
- Finnur Finnur æskuvinur minn
- Þórey Edda Stangarstökkvari Íslands
- Guðrún Björk ..námsgella og snillingur
- Konungshjónin Hildur og Gulli
- Jóhanna Jóhanna æskuvinkona mín.
- Ragga Dís Fimleikaskutla
- Sigga Lísa sæta Kennari og fimleikadís
- Perla mín
Fjölskyldan mín.
- Tinna Sæta frænka Listfræðineminn okkar:)
- Birkir Birkir hennar Dagnýjar
- Halli Í köbem í köben hérna út í köbenhavn
- Dagný litla systir Prímadonnan
- Anna systir Í kóngsins köben!
- Mamma Bloggar aldrei!
- Katrín Ýr Krúsan mín
- Erling Ástin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 625
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar