Færsluflokkur: Bloggar

Fyrir og eftir..

Það er vel spurning um hvort maður pósti mynd af sér hérna inn. Það væri gaman að sýna sig með sokkin augu og rautt nef. Fólk sýnir aldrei nema góðar myndir af sér, ég meina af hverju ekki?? Læt kannski Erling smella einni á eftir og set svo aðra þegar mér er batnað... Hí hí hí

 d.

High og Low dagsins:

High: Læknaheimsókn

Low: Hááááálsbóóólgaaaaaaaaaaaa


Fljúga hvítu fiðrildin...

snjor_by_snjor 

fyrir utan gluggann þarna siglir einhver inn ofurlítil duggan...

Vissuð þið að hvítu fiðrildin í vísunni eru í rauninni snjókorn? Ég sá alltaf fyrir mér heitan sumardag og spegilslétt vatn en nú hefur sú mynd breyst svo um munar!

D. með flensu buuuuuuuuhhhhhhhhhh


Influensan!

Hafið þið sloppið góða fólk? Hér liggjum við dóttir mín með háan hita, beinverki, hálsbólgu, hósta og höfuðverk. Óska engum að fá þessa flensu, fengum lækni hingað áðan og ég spurði um lyf fyrir mig. Læknirinn sagði aðeins eitt lyf virka og það væri það sem er verið að safna og er notað við fuglaflensu! Ég er sem sagt með lyfseðil fyrir fuglaflensulyf, spurning hvort sé betra að leysa það út núna eða geyma betri tíma.

Jæja get ekki skrifað meir verð að leggjast svitna við minnstu áreynslu.

d.

P.s. Dóttir mín hleypur hér um með 40 stiga hita en ég ligg og get ekkert með 39,5!


Home sweet.... Myndir úr ferðinni...

DSCF2178

Í leigubílnum og komnar í gírinn!

DSCF2182 

Við skrifstofuna hans Jóns Ágeirs í London

DSCF2183

Komnar út að borða fyrsta kvöldið

DSCF2195

Á djamminu.. að sjálfsögðu

DSCF2196

Jamm á djamminu..

DSCF2200

London Beibí

DSCF2207

Ferð í Landsbankann og minn orðinn lasin.. Eins og kannski sést.

 

NB! ÞAÐ ER HÆGT AÐ KLIKKA Á MYNDIRNAR TIL STÆKKUNAR.


Skrifað frá London - Þegar neyðin er stærst.

Hellú, sit í mótttökunni og búin að fá aðgang að þráðlausu neti. Allur hópurinn var að fara í Bakkavör en ég varð að vera eftir. Ótrúlegt en satt en mér tókst að næla mér í gubbupest! Er búin að vera veik frá því klukkan þrjú í gær. Ekki gaman, en sem betur fer er ég að skríða saman núna. Þetta er auðvitað það versta í heimi. Það eitt að fara í sturtu í morgun voru átök.

Við áttum að fara á Queen-showið í gærkvöldi. Ég fór og spurði hvort það væri möguleiki á að fá endurgreitt en það var ekki sjens. Þannig að það endar með þvi að ég fór inn og sá í mesta lagi 5 mínútur. Svo varð ég að fara á hótelherbergið slík var vanlíðanin. Uppköstin héldu áfram til kl 3 í nótt og vona ég að þau séu gengin yfir. Þetta er með því verra sem maður lendir í. Ekki gaman:( en núna ætti allt að vera á uppleið.

Þangað til næst

d.

P.s. tókst meira að segja að gubba í poka í neðarlestarkerfi í London. Þegar neyðin er stærst.


London:)

Vá ég er að deyja ég hlakka svo til! Við erum búnar að panta borð og allt skipulagt og flott! Vá hvað ég ætla að fá mér Mojito í morgunmat... múhahahahha

d.


Kommentakerfið!

Það er eitthvað vesen á kemmentakerfinu hjá mér! Finn ekki lausn á þessu og finn ekkert póstfang hjá blog.is sem ég get sent á. Ef e-r veit hvað ég get gert í þetta vill sá hinn sami þá vera svo vænn að skrifa um það í gestabókina.

kv

d. -3 dagar í London!


Nýjar myndir!

Jæja þá eru komnar nýjar myndir á síðuna hjá KÝ. http://katrin.barnaland.is

d.


Influensan!

1028560856.09_content

Klukkan orðin rúmlega tíu og litli lasarusinn minn sem er nú loks að vera frískur sefur enn. Sem telst varla tl tíðinda þar sem hann svaf til klukkan 1300 í gær. Það tekur á fyrir svona lítinn kropp að vera lasin. KÝ hefur þegar lést um heilt kíló (sem er næstum 10 % af heildarlíkamsþyngd hennar) hefur bara enga matarlyst sama hvað henni er boðið. Vill ekki einu sinni frostpinna og þá er nú mikið sagt.

Samkvæmt fréttabréfi leikskólans hennar voru yfir 20 börn og 12 kennarar veikir í gær, þetta er greinilega bráðsmitandindi henni fylgir hár hiti, hósti og hor! Þið þekkið hana þegar hún mætir það er víst ábyggilegt:)

Núna krossa ég bara  fingur því það væri ekki gaman að vera með þetta þegar ég fer til London í næstu viku. En ef svo er verð ég bara að taka á því og það er spurning hvort amerísku ofurflensutöflurnar mínar kæmu ekki að góðum notum:)

d - fimm dagar í London!


Fleiri bloggvini.

Ég sé við það að vafra á öðrum síðum að mig "vantar" fleiri bloggvini best að vinna í því að bæta það:p Ætla að vera komin með 10 fyrir helgi er það raunhæft:)

d.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Lady-Dee enn á ný

Höfundur

Lady-Dee
Lady-Dee

Nýjustu myndir

  • Sigga Alma
  • Sigga Alma
  • Freyja og vinkona hennar:)
  • Rósa
  • Nína
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband