Laugardagur, 26. janúar 2008
Sérstakur dagur fyrir dóttlu!
Já það var svo sannarlega óskadagur fyrir krúsuna mína í dag. Við byrjuðum daginn á að fara í kór sem hún er nýinnrituð í. Henni finnst rosalega gaman en er hrikalega feimin. Syngur ekki neitt, hún er með svo mikla fullkomunaráráttu þessi elska gerir ekkert nema hún kunni það upp á 10. Þetta var annað skiptið og voru ótrúlegar framfarir samt (þó hún hafi ekki sungið neitt í dag, spáið í það).
Úr kórnum fórum við með kórfélaga hennar, og stórvinkonu, Sölku og Perlu mömmu hennar í bakarí þar sem stelpurnar léku sér í Skoppu og Skrítlu leik. Á einu borðinu sátu nokkar eldri konur og höfðu mikinn áhuga á skottunum. Spurðu hvort þær væru jafn gamlar, hvort þær væru tvíburar og hvort þær væru til í að syngja eitthvað fyrir sig. Þær héldu það nú og skyndilega breyttist bakaríið í tónleikahöll. Þar sem konurnar klöppuðu alltaf og báðu um meira. Frekar fyndið sko híhíhí....
Úr bakaríinu fórum við í bíó og sáum Töfraprinsessuna mér fannst hún mjög skemmtileg:) mæli sko alveg með henni;) Dóttlu fannst hún geðveik og vill fá DVD-diskinn strax í gær! Hef sjaldan séð hana skemmta sér svona vel í bíó. Hún var mas alveg til í að sjá hana strax aftur. ANnars er þetta búin að vera sannkölluð bíó-vika hjá mér! Fór á bee-movie á mánudag, Brúðgumann í gær og þessa í dag. Geri aðrir betur!!!
Annars segi ég bara líf og fjör og ég mæli með MindManager!!!
d. - hrikalega södd
Um bloggið
Lady-Dee enn á ný
Myndaalbúm
Tenglar
Vinir mínir og félagar.
- Ragna Bára
- Gamla bloggið mitt:)
- Finnur Finnur æskuvinur minn
- Þórey Edda Stangarstökkvari Íslands
- Guðrún Björk ..námsgella og snillingur
- Konungshjónin Hildur og Gulli
- Jóhanna Jóhanna æskuvinkona mín.
- Ragga Dís Fimleikaskutla
- Sigga Lísa sæta Kennari og fimleikadís
- Perla mín
Fjölskyldan mín.
- Tinna Sæta frænka Listfræðineminn okkar:)
- Birkir Birkir hennar Dagnýjar
- Halli Í köbem í köben hérna út í köbenhavn
- Dagný litla systir Prímadonnan
- Anna systir Í kóngsins köben!
- Mamma Bloggar aldrei!
- Katrín Ýr Krúsan mín
- Erling Ástin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.1.2008 kl. 23:17
Alltaf gaman að skella sér í bíó - svo verður þú að koma aftur á Gosa með skvísuna:)
Birna Björnsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.