Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Nýtt look á dömuna!
Jæja ég fór í make-over í gær. Lét klippa á mig þykkan topp og litaði hárið svona sýrópsgyllt, þetta er greinilega mikil breyting því það þekkir mig engin.
Amma Unn átti þó setningu mánaðarins held ég bara þegar hún sat á móti mér í baunaveislunni hjá mömmu og pabba í gær: "Dögg mín ertu að stæla hana Siv." Ég: "Ha??" Hún: "já ertu að stæla hana Siv þarna á þinginu." Ég; "nei af hverju í ósköpunum heldur þú það?" Hún: "því ég sá að hún var með svona topp í sjónvarpinu í gær".
Ég hélt ég myndi deyja úr hlátri!
d.
P.s. Við Dagný og unglingarnir okkar í Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna eigum að vera í nýjasta Séð og heyrt:p
Bloggar | Breytt 7.2.2008 kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 4. febrúar 2008
Sprengidagur á morgun:)
... nammi namm sprengidagur á morgun! Elska saltkjöt og baunir get ekki beðið. Förum í mat til múttu ásamt 14 öðrum aðeins! Mútta var að koma úr hnéaðgerð og er á öðrum fæti en tekur samt ekki annað í mál en að elda ofan í allt þetta fólk. Segist ekkert þurfa að standa einmitt. Ég er á fundi á morgun og kemst ekki fyrr en rétt fyrir mat þannig að ég hef ekki kost á að hjálpa:( En segi hér með við systkini mín, maka, mága og mákonu farið þið og hjálpið þið mömmu á undan;) ... gerið þið þetta bara, hún getur sagt ykkur til á meðan hún liggur í sófanum, á örugglega ekki í vandræðum með það... ahahahha
d.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 1. febrúar 2008
... fljótt og gott ...
... mér datt í hug hvort þið nennið að setja góðar uppskriftir í komment hjá mér. Þær þurfa að vera bæði góðar og fljótlegar;) Það er nefnilega svo margt sem maður heldur að sé fljótlegt en er það ekki. Hver kannast ekki við að ætla að hafa eitthvað einfalt í matinn og hugsa: " ég hef grjónagraut" og standa svo við pottinn í klukkustund og hræra svo grauturinn brenni ekki í botninn! Vúbbs ...
Birti eina hér fyrir ykkur:
Fyrir fjóra
4-6 Bringur (eftir því hvort það séu karlar sem borða yfirleitt meira en eina)
Rautt pestó
Feta ostur með olívum og sólþurrkuðum tómötum.
Smá olía á pönnuna
Stilla ofninn á 200
Loka bringunum á pönnu og krydda vel með kjúklingakrydd
Hella fetaostkrukkunni allri (líka olíunni) í eldfast mót
Kjúklinginn ofan í
Bera pestó á hverja bringu fyrir sig. Svolítið þykkt lag.
Setja í ofn og elda í 45 mín eða þar til bringurnar eru tilbúnar (fer kannski svolítið eftir þykkt).
Ég set álpappír í lokin ef mér finnst þær vera að dökkna.
Ég hef yfirleitt kartöflubáta, spínat, krisuberjatómata, furuhnetur, balsamic-edik og eitthvað gott með þessuJ stundum hvítlauksbrauð líka:p þetta hefur slegið þvílíkt í gegn hjá mér bæði í matarboðum og í saumó;)
Hlakka til að sjá ykkar uppskriftir í kommentum! (megið ekki fá mína nema þið setjið eitthvað frá ykkur í staðinn .. ahahah).
knús yfir og góða helgi!
d.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Freyja og Alma frábærar:)
Ég bað Freyju og Ölmu um að koma á fund hjá unglingahóp SKB:) Þær komu svo í kvöld og voru yndislegar. Þær lásu upp úr bók sinni um líf Freyju, Postulín, spjölluðu við krakkana, borðuðu með okkur og svöruðu öllum spurningum án þess að hika. Mér fannst Freyja hrífa krakkana á einstakan hátt og ná rosalega vel til þeirra. Þau hlustuðu af athygli, voru áhugasöm og voru ófeimin við að spyrja um allt milli himins og jarðar.
Kærar þakkir:) Þið voruð frábærar!
kv
d.
p.s. Freyja er búin að blogga um heimsóknina: http://almaogfreyja.blog.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 28. janúar 2008
kaldur vetur heitt sumar??
... ég sem hélt að það væri að koma þýða og ég þyrfti ekkert að fara á nagladekk í ár.
... þau ár sem ég bjó erlendis frysti stundum svona hrikalega. Það var það kalt að það var líkt og kuldinn biti mann. Sama hversu mikið maður reyndi að klæða sig alltaf var manni kalt.
Ég fagna þó þessari þróun því ég vil árstíðir; vetur, sumar, vor og haust. Ekki bara rigningu og rok allt árið líkt og raunin hefur stundum verið. Ég er sko alveg til í að þola snjóinn og frostið ef ég fæ heitt og gott sumar með fullt af sól í staðinn! :) ... segja vitrir menn það ekki svo;)
d.
Kuldatíð framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 28. janúar 2008
MindManager ...
...spyr enginn um þetta snilldarforrit. Vill enginn vita neitt um það?
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 26. janúar 2008
Sérstakur dagur fyrir dóttlu!
Já það var svo sannarlega óskadagur fyrir krúsuna mína í dag. Við byrjuðum daginn á að fara í kór sem hún er nýinnrituð í. Henni finnst rosalega gaman en er hrikalega feimin. Syngur ekki neitt, hún er með svo mikla fullkomunaráráttu þessi elska gerir ekkert nema hún kunni það upp á 10. Þetta var annað skiptið og voru ótrúlegar framfarir samt (þó hún hafi ekki sungið neitt í dag, spáið í það).
Úr kórnum fórum við með kórfélaga hennar, og stórvinkonu, Sölku og Perlu mömmu hennar í bakarí þar sem stelpurnar léku sér í Skoppu og Skrítlu leik. Á einu borðinu sátu nokkar eldri konur og höfðu mikinn áhuga á skottunum. Spurðu hvort þær væru jafn gamlar, hvort þær væru tvíburar og hvort þær væru til í að syngja eitthvað fyrir sig. Þær héldu það nú og skyndilega breyttist bakaríið í tónleikahöll. Þar sem konurnar klöppuðu alltaf og báðu um meira. Frekar fyndið sko híhíhí....
Úr bakaríinu fórum við í bíó og sáum Töfraprinsessuna mér fannst hún mjög skemmtileg:) mæli sko alveg með henni;) Dóttlu fannst hún geðveik og vill fá DVD-diskinn strax í gær! Hef sjaldan séð hana skemmta sér svona vel í bíó. Hún var mas alveg til í að sjá hana strax aftur. ANnars er þetta búin að vera sannkölluð bíó-vika hjá mér! Fór á bee-movie á mánudag, Brúðgumann í gær og þessa í dag. Geri aðrir betur!!!
Annars segi ég bara líf og fjör og ég mæli með MindManager!!!
d. - hrikalega södd
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 24. janúar 2008
Bóndadagur - hugmyndir!
Jæja hvað á að gera fyrir bóndann á morgun? .... held að maður verði nú að gera eitthvað:p hvað segiði endilega setjið hugmyndir í komment.
elda
út að borða
gjöf
morgunmat í rúmið
þorramatur
bíó
leikhús
óvissuferð
....
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 23. janúar 2008
Óvissuferð
Jæja vegna fjölda áskoranna þá birti ég dagskrá óvissuferðarinnar. Það skal tekið fram að þetta var ákveðið klukkan 1430 á fimmtudegi:)
Föstudagsferð:
15:00 - Tékkað inn á 1919 Radisson SAS Tryggvagötu, góðgæti komið fyrir í herbergjum
16:00 - bóndar sóttir í vinnu
16:30 - Nordica Spa - pottar, nudd og gufa. Sturta, rakstur og jakkaföt
18:30 - 1919 Radisson SAS, Rauðvín og ostar í öðru Deluxe-herberginu
20:30 - Salt-Lounce Mojito á línuna
21:00 - Tapas barinn. Mæli með: Marineruðum lambalundum með lakkríssósu , Marineruðum nautalundum í Teriyaki og hvítlauksbökuðum humarhölum. Fullt af rauðvíni og mojito
01:30 - Aftur á Salt-Lounce barinn Gin og tonic klikkar aldrei
03:30 Frjáls tími
10:00 Morgunmatur
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 23. janúar 2008
... janúar skárri þegar það er eitthvað skemmtilegt framundan ...
... Ég er ein af þeim sem vill helst draga sængina upp fyrir haus 6. janúar og koma undan henni í byrjun mars. Mikið leiðist mér myrkrið á þessu annars ágæta landi. Því er nauðsynlegt að búa til eitthvað skemmtilegt í þessum þunglyndismánuði. Ég og ein í vinnunni skipulögðum óvissuferð fyrir karlana okkar um þarsíðustu helgi og það er ekki hægt að segja annað en að það hafi stytt aðeins mánuðinn. Það er svo oft sem við Íslendingar höldum að við verðum að fara til útlanda til þess að njóta að hafa gaman en það er misskilningur. Reykjavík-city hefur upp á mjög margt skemmtilegt að bjóða:) Endilega kommentið þið ef þið viljið nánari útlistun á ferðinni;)
Um síðustu helgi var okkur svo boðið í mat og svo eru saumaklúbbarnir hver á fætur öðrum þessa dagana.
Held að málið við skammdegisþunglyndinu sé að drífa sig út og ef það er ekkert í gangi þá búa til eitthvað skemmtilegt sjálfur:)
d.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Lady-Dee enn á ný
Myndaalbúm
Tenglar
Vinir mínir og félagar.
- Ragna Bára
- Gamla bloggið mitt:)
- Finnur Finnur æskuvinur minn
- Þórey Edda Stangarstökkvari Íslands
- Guðrún Björk ..námsgella og snillingur
- Konungshjónin Hildur og Gulli
- Jóhanna Jóhanna æskuvinkona mín.
- Ragga Dís Fimleikaskutla
- Sigga Lísa sæta Kennari og fimleikadís
- Perla mín
Fjölskyldan mín.
- Tinna Sæta frænka Listfræðineminn okkar:)
- Birkir Birkir hennar Dagnýjar
- Halli Í köbem í köben hérna út í köbenhavn
- Dagný litla systir Prímadonnan
- Anna systir Í kóngsins köben!
- Mamma Bloggar aldrei!
- Katrín Ýr Krúsan mín
- Erling Ástin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar